Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 8
18. september 2004 LAUGARDAGUR Enn sýður upp úr vegna Hundaræktarinnar í Dalsmynni: Lögreglukærur ganga á víxl HUNDARÆKT Lögmaður Hunda- ræktarinnar í Dalsmynni fór í gær fram á lögreglurannsókn á meintum brotum gegn búinu og eigendum þess. Lengi hefur staðið styr um búið, meðal annars vegna stærðar þess. Er svo komið að kærur til lögreglu eru farnar að ganga á víxl. Í þessu síðasta tilviki biður lög- maður búsins um lögreglurann- sókn á því hvort skrif Magneu Hilmarsdóttur á heimasíðu sem hún heldur úti gegn búinu brjóti í bága við ákvæði almennra hegn- ingarlaga. Umrædd Magnea hafði áður kært búið til lögreglunnar, en kærunni var vísað frá. Í kæru lögmanns Dalsmynnis segir að eigendur búsins hafi um árabil sætt atvinnurógi, æru- meiðandi ummælum og alvarleg- um ásökunum af hálfu Magneu Hilmarsdóttur, sem hafi farið hamförum í stofnunum og fjöl- miðlum í rógsherferð á hendur búinu og forsvarsmönnum þess. Nú sé mælirinn fullur, þar sem Magnea fullyrði opinberlega að parvó-sýking og kennel-hósti séu viðloðandi hundabúið og gefi það í skyn að hundarnir þar séu ekki ormhreinsaðir. Þetta sé alrangt, enda sé búið undir eftirliti dýra- læknis búsins sem og héraðs- dýralæknis. ■ UMHVERFISMÁL Miklar efasemdir eru innan bæjarstjórnar Kópa- vogs um ágæti þess að fá klórgas- framleiðslu Mjallar Friggjar hf. í bæinn, að því er fram kom á fundi bæjarstjórnar síðasta þriðjudag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að klórgas sé „mjög hættu- legt ætandi og eitrað gas“ og talið æskilegt að framleiðsla með klór- gasi sé staðsett „sem fjærst íbúð- arhúsnæði, öðrum húsum og starfsemi“, að því er fram kemur í umsögn til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis. Mjöll Frigg hf. hefur sótt um að flytja klórframleiðslu sína frá Fosshálsi 3 í Reykjavík að Vestur- vör 30c í Kópavogi. Í innan við kílómetra fjarlægð frá Vesturvör er húsnæði Kársnesskóla og í svip- aðri fjarlægð yfir voginn er svo Nauthólsvík, vinsæll bað- og úti- vistarstaður íbúa á höfuðborgar- svæðinu. Í umsögn s lökkvi l iðs ins kemur fram að verði mikill klór- gasleki, til dæmis úr stóru þrýsti- hylki, sé lagt til að svæði verði lokað og það rýmt í 275 metra radíus frá lekanum. Innan þess svæðis geti verið lífshættu- legt að vera. Þá þarf að aðvara og vernda svæði undan vindi þar sem fólk er, í allt að 2,7 kílómetra fjarlægð. Á því svæði geti fólk orðið ósjálfbjarga og orðið fyrir alvarlegum og óafturkræfum heilsubresti. Tekið er fram að töl- urnar séu til viðmiðunar og þættir á borð við veðurfar og byggingar geti haft áhrif. Litlar líkur eru taldar á að al- varleg óhöpp geti átt sér stað og mesta hættan sögð vera þegar klórhylki eru flutt á áfangastað frá hafnarsvæði. Samskip sjá um flutning á klórhylkjum fyrir Mjöll Frigg hf. Hylkjum er skipað upp í Sundahöfn í Reykjavík og flutt í 20 feta gámum á athafnasvæði fyrir- tækisins. Talið er að sá háttur verði hafður á jafnt eftir sem fyrir flutning á klórframleiðslu Mjallar Friggjar hf. Í hverjum gámi eru 12 gashylki. Í umsókn fyrirtækisins um starfsleyfi kemur fram að hvert hylki sé 1,6 tonn að þyngd með innihaldi. Flutningurinn á klórfram- leiðslu fyrirtækisins er fyrirhug- aður í kjölfar eigendaskipta á fyrirtækinu. Eigandi Filtertækni við Vesturvör í Kópavogi keypti Mjöll-Frigg fyrr á árinu og stend- ur til að samnýta húsnæði þar, að sögn Magnúsar Grétarssonar, rekstrarstjóra hjá Mjöll-Frigg. „Húsnæðið er í eigu eigandans hér við Vesturvör, en við erum í leigu- húsnæði uppi á Fosshálsi,“ segir hann og er vongóður um að vel verði tekið í flutning fyrirtækisins hjá Kópavogsbæ. olikr@frettabladid.is Hefur þú séð DV í dag? DAGBLAÐIÐ VÍSIR 210. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2004 ] VERÐ KR. 295 Ekki ávísun á hamingjuna i j Ást í ágúst EinkasonurDavíðs og Ragnheiður Clausen Bls. 16 Efnilegustu fyrirsætur Íslands Bls. 38-39 D V -M Y N D T EI TU R Ruth Reginalds stendur á tíma-mótum í nýjum líkama. Nú tekurvið hin andlega vinna. „Þetta erekki meira mál en að fara tiltannlæknis. Læknirinn var svosnöggur að þessu. Augnpokarnir ogbrjóstin voru aðeins meira mál ogþví fylgdi meiri vanlíðan,” segirRuth í opinskáu viðtali við Helgarblað DV. Bls. 40-41 Nýjar varir Ný brjóst Nýtt nef Ást í ágúst Stjörnuþulan og einkasonur Davíðs Oddssonar Mjöll-Frigg Kársnesskóli 1.-4. bekkur Kársnesskóli 5.-10. bekkur Ætandi klórgas nærri baðstað og grunnskóla Mjöll Frigg hf. hefur sótt um starfsleyfi fyrir klórgasframleiðslu fyrir- tækisins í Vesturvör í Kópavogi. Ekki er talin mikil hætta á slysi við fram- leiðsluna, en á hinn bóginn gætu afleiðingar slíks óhapps orðið miklar. STÆRÐ ÁHRIFASVÆÐIS KLÓRGASMENGUNAR Innan litla hringsins við Vesturvör telst lífshættulegt að vera, komi til mikillar klórgas- mengunar. Fólk innan stóra hringsins gæti, eftir aðstæðum, átt á hættu varanlegt heilsu- tjón. Stjörnumerkingar eru við fyrirhugað framleiðslusvæði auk skólabygginga Kársnes- skóla með yfir 600 nemendum. ,,Í innan við kíló- metra fjar- lægð frá Vesturvör er húsnæði Kársnes- skóla og í svipaðri fjarlægð yfir voginn er svo Naut- hólsvík. ÍRAK, AP Um fimmtíu manns létu lífið í Írak í gær. Meirihluti fólksins féll þegar bandarískar herflugvélar gerðu loft- árásir á hús í Falluja þar sem yfirstjórn Bandaríkjahers í Írak sagði vígamenn hafast við. Konur og börn voru þó nær helmingur þeirra sem féllu þar. Þá féllu fimm í sprengju- tilræði sem var gert í Bagdad. Sautján börn voru í hópi þeirra sem létust í loftárásinni í Falluja og tvær konur meðal þeirra 27 sem særðust að sögn heilbrigðisyfirvalda. Árásin vakti mikla reiði heima- manna, sem fordæmdu Bandarík- in. Bandarísk hermálayfirvöld vörðu hins vegar árás- ina og vísuðu til upplýs- inga sem þau hefðu fengið um að um það bil 60 vígamenn hefðu fall- ið í árásinni. Banda- ríkjaher hefur ekki haft hermenn í Falluja frá því að bardögum um borgina lauk fyrir nokkrum mánuðum. Trúarleiðtogar not- uðu hátalarakerfi Fallu- ja-moskunnar til að hvetja fólk til að gefa blóð. Vígamenn hafa búið um sig í Falluja síðustu mánuði og notað borgina sem stökkpall til árása á bandarískar hersveitir sem hafa herbúðir í nágrenninu.■ KÆRUMÁL Kærumál ganga nú á víxl vegna Hunda- ræktarinnar í Dalsmynni. Á myndinni eru eigendur búsins, Ásta Sigurðardóttir og Tómas Þórðarson, en lögmaður þeirra hef- ur farið fram á lögreglurannsókn á meint- um brotum gegn búinu. Mannskæð loftárás í Falluja og sjálfsmorðsárás í Bagdad: Fimmtíu féllu í tveimur árásum STÚLKA FLUTT Á SJÚKRAHÚS Sautján börn voru í hópi þeirra sem létust, að sögn yfirvalda í Falluja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.