Fréttablaðið - 18.09.2004, Page 43

Fréttablaðið - 18.09.2004, Page 43
alltaf að velta því fyrir mér hvað ég vildi gera. Mig langaði til þess að leika alvörufólk og gera eitt- hvað sem skipti máli. Mig langaði ekki að vera enn einn blómavas- inn í bíómynd. Ég vissi að hvort sem ég dveldi þarna lengur eða skemur mundi þetta ekki breyt- ast. Svo er ég bara mikill Íslend- ingur og mig langaði heim.“ Fannst lífið stækka Tækifærið kom þegar Maríu bauðst titilhlutverkið í kvikmynd- inni Agnesi hér heima. Í kjölfarið fylgdi hvert hlutverkið á eftir öðru á leiksviði og í bíómyndum, bæði hér heima og í Bretlandi þar sem María er með umboðsmann. Einnig hefur hún kennt framsögn og ræðumennsku, verið eitt ár með sjónvarpsþáttinn Femin, gift sig (Þorsteini J. Vilhjálmssyni) og eignast tvær dætur, Láru, fimm ára, og Kristínu, tíu mánaða. Enn ein hliðin á Maríu sem við höfum ekki kynnst er trúarhliðin en hún hefur unnið við barnastarf í Dóm- kirkjunni og fermingarfræðslu í Skálholti. En hvar kemur trúar- þátturinn inn? „Ég byrjaði svo seint að eign- ast börn og við það fannst mér líf- ið stækka. Ég hafði alltaf unnið mikið, alveg frá því að ég var blaðamaður á Morgunblaðinu frá átján til tuttugu ára. Þegar ég vann við Femin fannst mér mjög gaman að vera aftur í því hlut- verki að spyrja aðra um líf þeirra. Þetta var ólíkt því að vera inni í leikhúsinu alla daga og umgang- ast ekkert nema leikhúsfólk. Mað- ur á á hættu að lokast inni í þess- um heimi. Einhverju sinni tók ég viðtal við herra Karl Sigurbjörnsson biskup og í framhaldi af viðtalinu áttum við heillangt samtal þar sem ég æðraðist heil ósköp yfir því hvað kirkjan væri óaðgengi- leg, messuformið leiðinlegt og prestarnir ópersónulegir. Mér fannst ég alltaf grípa í tómt þegar ég ætlaði að leita eitthvert með mína barnatrú. Ég spurði bisk- upinn hvað maður ætti að gera ef maður ætlaði að dýpka trúna. Stóð bara þarna og stappaði yfir þessu öll inni á biskupsstofu. Í stað þess að henda mér út átt- aði Karl Sigurbjörnsson sig á því að ég var að æðrast vegna þess að mig langaði að ná sambandi. Ég vissi það ekki einu sinni sjálf. Á endanum spurði hann hvað væri langt síðan ég hefði komið í kirkju. Í sem stystu máli, þá var svo langt síðan að ég mundi það ekki. Þetta voru því ekkert annað en fordómar, að minnsta kosti ekki afstaða sem var byggð á ný- fenginni reynslu. Hann benti mér á að kirkjan væri ekki samfélag sem maður gæti staðið fyrir utan og gagnrýnt. Spurningin sem ég átti að spyrja mig var hvað ég gæti lagt af mörkum til þessa samfélags. Hann stakk upp á því að ég færi í messu og gaf mér ým- islegt lesefni til þess að vísa mér veginn. Stuttu seinna fór ég í messu í Dómkirkjunni – var tekið opnum örmum. Síðan þá erum við mæðgurnar, ég og Lára, orðnar hluti af samfélaginu í Dómkirkj- unni.“ Spurning um lífsgildi Trúarþörfin hjá Maríu kvikn- aði þegar Lára dóttir hennar þurfti að fara í gegnum opna hjartaaðgerð þegar hún var þrigg- ja ára. „Það var til að laga með- fæddan hjartagalla. Á slíkum tíma finnur maður hvað maður er varnarlaus og að maður ræður ekki við allt í lífinu einn. En um leið fann ég að ég vildi líka láta eitthvað gott af mér leiða. Það er mjög sterk trúarþörf í fjölskyldu minni, enda Haraldur Níelsson eldprestur langafi minn. Bróðir minn er hindúamunkur, systir mín er búddisti. Þetta var mín leið.“ María segist ekki sjá eftir því að hafa flutt heim. „Nei. Hins veg- ar er ýmislegt sem hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Á með- an ég var erlendis var ég alltaf að tala um Ísland, einkum náttúru- fegurðina og hreinleikann. Þá átti ég ekki von á því að einhver járn- krumla ætti eftir að koma og hrif- sa til sín hálendið og þagga niður í fossunum; skera í sundur slag- æðakerfi landsins. Við Íslending- ar erum með ríkustu þjóðum í heimi og eigum ekki að þurfa að selja landið okkar. Þegar við fór- um að búta landið okkar í sundur og selja það fyrir slikk, þá skammaðist ég mín. Landið og sjálfsmynd okkar Ís- lendinga eru eitt og hið sama og við getum ekki gengið á landið án þess að ganga á okkur sjálf. Hvað er að okkur? Við undir- bjóðum þriðja heims ríki og verð- um svo bæði hissa og glöð ef ein- hver vill kaupa okkur ódýrt. Eftir því sem ég hugsa meira um þetta sé ég að það er ekkert gagn í um- ræðunni með eða á móti, vegna þess að gjáin er svo djúp að þetta er í rauninni spurning um lífs- gildi,“ segir María og útskýrir nánar: „Tökum einfalt dæmi: Það er sama hversu fátæk ég yrði, ég mundi aldrei láta frá mér börnin. En svo er til önnur kona sem mundi segja. „Ég varð að láta frá mér börnin, ég átti ekkert val.“ Munurinn er ekki fjárhagslegur, heldur er þetta spurning um lífs- gildi. Ég er svo bjartsýn að ég held að við gætum, sem þjóð, komið okkur niður á sameiginleg lífsgildi. Ef við gerðum það hefð- um við þau sem áttavita og þá værum við ekki að taka skyndi- ákvarðanir um leið og kæmi sím- tal frá raforkukaupanda. Þá vær- um við að stýra ferðinni en ekki eftirspurn utan úr heimi. Ríki í ríkinu Landsvirkun er fyrirtæki sem ég á með öðrum Íslendingum. Í stað þess að við, eigendurnir, ákveðum hvað við viljum að fyrir- tækið geri er Landsvirkjun orðin að ríki í ríkinu með menningar- stefnu og allt. Það er óþolandi að þessi ríkisstofnun sé að eyða endalausum fjármunum til þess að gera ímynd sína aðlaðandi. Það er eitthvað bogið við það. Ef það eru til svona miklir aukapeningar þar mundi ég vilja sjá það í lægra orkuverði. Svo stýrir Landsvirkj- un umhverfisstefnu Íslands. Þetta er verulega farið úr böndunum. Ráðamenn hér hafa tekið ákvarðanir sem breyta ásýnd landsins að eilífu, fyrir hagnað sem nær ekki einu sinni inn í næsta kjörtímabil. Bjóða svo al- menningi að koma að skoða dýrð- ina. Þeri hafa sett sig í svo mikla guðatölu að þeir halda að fólk vilji heldur koma að skoða þeirra sköp- unarverk en sköpunarverk Guðs.“ María hefur leikið á sviði og í kvikmyndum, skrifað, framleitt leiksýningar, starfað við kennslu og blaðamennsku og bætir nú leikstjórninni við. Aðspurð segist hún ekki ætla að velja sér stað. „Ég ætla ekkert að velja. Ég ætla að gera þetta allt. Svo má ekki gleyma að lifa lífinu. Maður getur ekki fjallað um lífið ef mað- ur lifir því ekki sjálfur.“ sussa@frettabladid.is LAUGARDAGUR 18. september 2004 Orku verið opnað REYKJAVÍK Skautasvellið er opið fyrir almenning: Þriðjudaga 13:00 – 15:00 Miðvikudaga 13:00 – 15:30 16:30 – 19:00 Fimmtudaga 13:00 – 15:30 16:30 – 19:00 egilshollin@egilshollin.is • www.egilshollin.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H O L 25 89 6 0 9/ 20 04 Ný lí kams rækt arstö ð Leigjum út skauta. Kl 14:00 Vígsla - Magnús Ver aflraunamaður og Kristján Ársælsson fitneskappi klippa á borðann. Írafár og Skítamórall taka nokkur létt lög, kraftakarlar bregða á leik og létt hressing verður í boði. Bein útsending á Létt 96,7 milli 13 og 16. Föstudaga 13:00 – 22:00 Laugardaga 13:00 – 18:00 Sunnudaga 13:00 – 18:00 Skólatímar Mánud. - föstud. 09:00 – 15:00 Orkuverið verður opnað kl. 12 Opnunarhátíð FRÁ KALIFORNÍU TIL ÍSLANDS Mig langaði ekki að vera enn einn blómavasinn í bíó- mynd. TÓK TVÖ OG HÁLFT ÁR AÐ FJÁRMAGNA SÝNINGUNA Í millitíðinni eignaðist ég barn, Eivör varð fræg og Snorri var gleyptur af Latabæ.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.