Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 62
50 18. september 2004 LAUGARDAGUR Leikhópur Hársins lenti í mjög svo skemmtilegri lífreynslu í fyrrakvöld þegar krakkarnir tyll- tu sér á Hótel 101 eftir sýningu. Þar inni sat engin annar en leikar- inn Harrison Ford, sem enn á ný var staddur hér á landi og má því segja að hann sé að verða sann- kallaður Íslandsvinur. „Þetta var rosagaman,“ segir Björn Thors, sem leikur Berger í Hárinu. „Það er alltaf svolítið asnalegt að hitta einhvern sem maður hefur séð á hvíta tjaldinu öll þessi ár. Síðan er maður bara að spjalla um Hárið og nýjustu myndina hans Ford og drekka bjór. Þetta er eiginlega frekar fyndið hvað fólk er svo venjulegt og eðlilegt. Hann er bara mjög viðkunnanlegur maður.“ Björn segir að þetta hafi komið þannig til að þegar þau hafi séð hver var staddur á 101 hafi Rúnar Freyr Gíslason, leikstjóri sýningarinnar, kynnt sig fyrir Harrison Ford og boðið honum að sitja hjá hópnum. Harrison hafi því rölt með Rúnari til baka og drukkið með þeim nokkra bjóra. „Af því að Rúnar kynnti sig sem leikstjóra í Hárinu fórum við að tala um verkið. Hann sagði okkur meðal annars frá því að þegar hann var smiður í Hollywood hafi hann farið í prufu fyrir upprunalegu sýninguna á Broadway. Hann þekkir mjög vel báða höfunda Hársins og þegar hann bjó í San Fransisco var hann einnig mjög góður vinur Timothy Leary, sem sungið er um í einu laginu og var íkon í hippalífinu. Það dugði honum þó greinilega ekki, því hann fékk ekki hlutverk- ið. Af því að hann bjó í San Francisco var hann hluti af þess- ari hippabylgju.“ Tengslum Fords við Hárið er ekki lokið, því honum var boðið á sýningu á Hárinu næst þegar hann kemur til landsins og vænt- anlega verður það áður en langt um líður. „Hann flýgur hingað reglulega því hann er flugmaður sjálfur og stoppar hérna við, ásamt aðstoðarflugmanni sínum, á leið sinni til Evrópu. Þegar hann flýgur til Barcelona til að hitta kærustuna stoppar hann hérna í eina til tvær nætur, áður en hann flýgur áfram. Hann ætlar því að koma á sýningu næst þegar hann kemur til landsins og hann vonar að þá nái hann helgarstoppi.“ Harrison Ford verður því væntan- lega áfram Íslandsvinur, að minnsta kosti á meðan kærastan er í Evrópu. svanborg@frettabladid.is HILMIR SNÆR OG BJÖRN THORS Hittu Harrison Ford í fyrrakvöld og komust að því að hann hafði eitt sinn reynt fyrir sér í Hárinu. Fáðu flott munnstykki ... fá stuðningsmenn Alemannia Aachen fyrir góða tilburði og fyrir að fylgja liðinu til Íslands. HRÓSIÐ Sumri hallar, veturinn gengur í garð. Þar sem maður, fyrir nokkrum vikum, stóð sveittur og illa lyktandi, bölvandi gróðurhúsa- áhrifunum, er ekkert eftir af sumr- inu nema nokkrir sígarettustubbar sem enginn treystir sér til þess að tína upp vegna kulda. Flugurnar sem voru plága, að því er virtist í gær, eru dauðar og liggja dreifðar um ískaldar gangstéttir borgarinn- ar fyrir augum allra þeirra sem kjósa að ganga niðurlútir til vinnu. Svona ganga árstíðirnar fyrir sig og ekkert við því að segja. En með sumrinu kveðjum við líka túristana, fólkið sem kann ekki að klæða sig samkvæmt nýjustu tísku og gengur stefnu- laust um bæinn með undrunar- svip. Ég sakna þess alltaf þegar þeir fara. Það er svo notalegt að hafa þá. Í sumar var ég svo heppinn að þýsk hjón gerðu sér hreiður í garðinum hjá mér, al- veg yndislegt suður-þýskt mið- aldra fólk, hreinlegt og heiðar- legt. Þau söfnuðu að sér alls kyns bæklingum og fróðleik um land og þjóð. Eftir matinn stillt- um við okkur í fjölskyldunni út við eldhúsgluggann og fylgd- umst með þeim, stundum tímun- um saman, þetta var eiginlega eins og að vera að ferðast en samt að vera á sama stað, það er skrítið að enginn skuli hafa bent á það áður. Þjóðverjarnir voru auðsjáan- lega komnir til þess að kynna sér náttúru landsins vegna þess að öðru hverju voru þeir sóttir í rútubíl og hurfu þá úr garðinum okkar dögum saman. Ég velti því þá stundum fyrir mér hvað þeir væru að gera, skoða fossa, hveri, ganga á fjöll eða jökla, allt þetta sem við í fjölskyldunni nennum ekki þó okkur væri borgað fyrir það. Ég fylltist eig- inlega smá öfund yfir þessari afstöðu þýsku hjónanna, smá samviskubiti yfir því að hafa notað sumarið í að horfa á sjón- varpið og drekka léttvín í mis- jöfnum félagsskap. Núna er ég kominn í úlpuna mína frá því í fyrra, horfi út um gluggann, á tómt hreiðrið og óska þess að ég væri líka farfugl. ■ TÚRISTARNIR FLJÚGA ÚR LANDI ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SAKNAR TÚRISTANNA SEM HVERFA EINS OG FARFUGLAR HELGARPISTILLINN ■ „Með sumrinu kveðjum við líka túrist- ana, fólkið sem kann ekki að klæða sig samkvæmt nýjustu tísku og gengur stefnulaust um bæinn með undrunarsvip.“ Í fyrsta skipti á DVD! Í verslanir eftir 3 daga LEIKHÓPUR HÁRSINS RAKST Á HARRISON FORD OG BAUÐ HONUM Á SÝNINGU Harrison á Hárið? Sem er? Nætursjónauki er eitthvað sem forvitið fólk eða þeir sem eru í spæjaraleik verða að eiga. Þeir geta þó að sjálfsögðu nýst á annan hátt. Nætur- sjónaukinn virkar alveg eins og venjulegur sjón- auki en það er einnig hægt að nota hann í svartamyrkri. Í myrkri verður þó það sem fyrir augu ber ekki jafn skýrt og í dagsbirtu heldur fær grænar útlínur. Sjónaukarnir ná mislangt, allt frá 300 metrum og upp úr. Þumalputtareglan er að því dýrari sem þeir eru, því lengra ná þeir. Sjónaukarnir eru líka mis- stórir, allt frá vasastærð og upp í nokkurra metra. Viðbætur? Hægt er að kaupa aukalinsur á sjón- aukann og þannig hægt að horfa mun lengra. Á suma sjónauka er hægt að festa myndavélar með millistykkj- um. Þannig er hægt að taka myndir af því sem fyrir augu ber. Kostar? Nætursjónauka er hægt að fá hvar sem er á Netinu. Vefsvæði á borð við Amazon.com og Ebay.com bjóða upp á mik- ið úrval af nætursjónauk- um auk mun fleiri svæða. Nætursjónauka er hægt að fá frá um níu þúsund krón- um og upp úr. Það er bæði hægt að kaupa einfaldan og tvöfaldan nætur- sjónauka. Það virðist skjóta skökku við að þeir einföldu eru oftast dýrari en þeir tvöföldu. | DÓTAKASSINN | Dótið? Nætursjónauki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.