Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 6
6 18. september 2004 LAUGARDAGUR Mestu framkvæmdir á Akranesi frá því að Sementsverksmiðjan var byggð árið 1958: Tíu hæða stórhýsi og verslunarmiðstöð BÆJARMÁL Framkvæmdir við 4.800 fermetra verslunarmiðstöð og tvö tíu hæða fjölbýlishús eru að hefj- ast á Akranesi. Byggingarnar munu rísa á svokölluðum Miðbæj- arreit við Stillholt og var fyrsta skóflustungan tekin í fyrradag. Þá voru einnig undirritaðir samning- ar milli Akraneskaupstaðar og Skagatorgs, sem er eigandi lóðar- innar, um framkvæmdirnar. Gert er ráð fyrir því að verslun- armiðstöðin verði tilbúin í nóvem- ber á næsta ári og annað stór- hýsanna ekki síðar en í júní árið 2006. Framboð og eftirspurn eftir húsnæði ræður hvenær ráðist verð- ur í byggingu síðara stórhýsisins. Framkvæmdirnar núna, sem eru þær mestu síðan Sementsverk- smiðjan var byggð árið 1958, tengjast fyrirhugaðri stækkun ál- vers Norðuráls úr 90 þúsund tonn- um í 180 þúsund tonn. Frá því Norðurál hóf starfsemi árið 1998 hefur mikil uppsveifla verið í at- vinnulífinu á Akranesi og íbúum fjölgað úr 5.070 í 5.700. Búist er við enn frekari fjölgun íbúa á næstu árum vegna stækkunar álversins. Ekkert húsnæði hefur verið byggt sérstaklega fyrir verslun á Akranesi síðan árið 1970. Sam- keppni í verslun hefur orðið sí- fellt harðari með tilkomu Hval- fjarðarganganna og er hinni nýju verslunarmiðstöð ætlað að bregð- ast við þeirri samkeppni. Skagatorg, sem stendur að framkvæmdunum, er í eigu Harð- ar Jónssonar, Gissurar og Pálma ehf. og Fjarðarmóta ehf. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hver hélt því fram í vikunni að inn-rásin í Írak hefði verið ólögleg? 2Hver hefur verið ráðinn nýr ritstjóriFréttablaðsins? 3Hversu mikið hafa tekjur af erlendumferðamönnum aukist á fyrri hluta árs- ins? Svörin eru á bls. 51 Hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna: Játar að hafa framið rán vopnaður öxi KOMNIR HEIM ÚR KAJAKAFERÐ Fjórmenningarnir sem farið hafa um strendur Grænlands undanfarið á kajökum á vegum Blindrafélagsins komu heim í gærkvöldi. Ferðin reyndist mikil svaðilför, en tveir ferðalan- ganna eru blindir en hinir tveir ekki. Fjórmenningarnir misstu meðal annars allan útbúnað sinn í miklu fárviðri. Það var því ekki að undra að fagnaðarlætin voru mikil við komu þeir- ra á Reykjavíkurflugvöll í gær og móttökur fjölskyldumeðlima voru innilegar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók á móti hetjunum með ávarpi. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,61 -0,49% Sterlingspund 128,62 óbr. Dönsk króna 11,75 -0,05% Evra 87,43 -0,03% Gengisvísitala krónunnar 121,47 -0,45% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Brú frá Sikiley til Ítalíu: Impregilo vill byggja MANNVIRKI Til stendur að byggja brú til að tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Brúin, sem mun kosta 3,1 milljarð punda, er á teikniborðum verktaka, en fimm verktakafyrir- tæki munu keppa um að fá að smíða brúna. Verktakinn verður valinn vorið 2005, en meðal fyrirtækja sem vilja sjá um brúarsmíðina er Impregilo, sem er Íslendingum vel kunnugt, svo og Astaldi og Risalto. Verkið, sem á að hefjast síðla árs 2005, mun taka sex ár. Brúin verður 3,6 kílómetrar að lengd og þar með ein stærsta og dýrasta brúin á Ítalíu. ■ NÝ ÁSÝND MIÐBÆJAR AKRANESS Gert er ráð fyrir því að verslunarmiðstöðin verði tilbúin í nóvember á næsta ári og annað stórhýsanna ekki síðar en í júní árið 2006. DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður játaði að hafa rænt Landsbankann við Gullinbrú með öxi að vopni 21. maí síðastliðinn, þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur í vikunni. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í maí vegna almannahagsmuna en hef- ur verið í lausagæslu síðan rann- sókn málsins lauk. Tveir aðrir menn, 26 og 20 ára, eru ákærðir fyrir ránið. Í ákæru segir að mennirnir hafi allir farið saman í bíl, sem einn þeirra hafði til umráða, í ná- grenni við bankann. Þar fór sá sem setið hefur í gæsluvarðhaldi út úr bílnum með öxi en hinir tveir biðu í bílnum. Hann huldi andlit sitt með lambhúshettu, fór inn í bankann og braut skilrúm úr gleri á einni gjaldkerastúkunni með öxinni. Síðan hrifsaði hann 570 þúsund krónur úr peninga- skúffu og hafði á brott með sér úr bankanum. Hann kastaði pening- unum inn um glugga á bílnum sem hann kom í ásamt félögum sínum og óku félagar hans á brott með ránsfenginn. Sjálfur var maður- inn handtekinn skömmu síðar. Sá sem beið í bílnum ásamt öku- manni neitar að eiga þátt í ráninu, segist aðeins hafa verið farþegi. Ökumaður bílsins var ekki við- staddur þingfestinguna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Akureyringar þinga: Nýr miðbær BYGGÐAMÁL Von er á fjölmenni í Íþróttahöllina á Akureyri í dag þegar opið íbúaþing um miðbæinn fer fram. Gras- rótarhreyfing- in Akureyri í öndvegi stend- ur að þinginu og er tilgang- urinn að draga fram hug- myndir Akur- eyringa um nýjan og öflug- an miðbæ. Áform aðstandenda gera ráð fyrir að nýr miðbær verði til eftir fimmtán til tuttugu ár. Þátttakendur á þinginu skrá hugmyndir sínar á miða, þær verða flokkaðar og niðurstöðurn- ar dregnar saman. Þingið stendur frá klukkan 10 til 18. ■ AKUREYRI Íbúar funda um miðbæinn í dag. Eiríkur og Stefán Már hæfastir Enginn viðmælenda blaðsins meðal umsækj- enda hafði heyrt af mati Hæstaréttar í gær- kvöldi nema í fréttum RÚV. HÆSTIRÉTTUR Tveir umsækjendur, þeir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson, eru sagðir hæfast- ir í starf hæstaréttardómara að mati Hæstaréttar samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins og að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Fimm af sjö umsækjendum sem Fréttablaðið náði tali af í gær vissu ekki að mat Hæstaréttar lægi fyrir eða höfðu aðeins heyrt um það í fréttum RÚV. En sam- kvæmt upplýs- ingalögum eiga ekki aðrir en um- sækjendur rétt á því að sjá umsögn Hæstaréttar. Auk lagapró- fessoranna, Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar, sóttu All- an Vagn Magnússon héraðsdómari, Eggert Óskarsson héraðsdómari, Hjördís Hákonardóttir dómstjóri, Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður og Leó Löve hæsta- réttarlögmaður um stöðuna. Pétur Kr. Hafstein lætur af embætti hæstaréttardómara þann fyrsta október næstkomandi. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra skýrði frá því á heimasíðu sinni að hann hefði í bréfi til for- sætisráðherra lýst sig vanhæfan í þessari emb- ættisskipan. Ástæðan er sú að Hjördís Hákonar- dóttir dómstjóri er með- al umsækjenda. Hún var einnig meðal umsækjenda þeg- ar Björn skipaði Ólaf Börk Þor- valdsson í emb- ætti hæstaréttar- dómara 2003. Kærunefnd jafn- réttismála komst að þeirri niður- stöðu að sú ákvörðun hefði verið brot á jafn- réttislögum og beindi því til Björns að finna „viðunandi lausn“ á því máli. „Með- an þær hafa ekki verið til lykta leiddar tel ég að aðrir umsækjendur megi með réttu draga í efa óhlut- drægni mína við val á umsækjend- um í það embætti sem nú er laust,“ segir Björn í bréfi sínu til Davíðs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur Hjördís átt í viðræðum við dómsmálaráðuneytið um bætur vegna úrskurðar kærunefndar jafn- réttismála. Forseti Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra sett Geir H. Haar- de fjármálaráðherra tímabundið í embætti dómsmálaráðherra til að taka ákvörðun um veitingu embættis hæstaréttardóm- ara. STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR Sagður meðal tveg- gja hæfustu um- sækjenda EIRÍKUR TÓMAS- SON LAGAPRÓ- FESSOR Aftur talinn meðal þeirra hæfustu. hrs@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.