Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 20

Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 20
KB banki kostar nú tæpa fimm milljarða dollara eða hátt í helm- ing af árlegri þjóðarframleiðslu íslendinga. Atlanta er að verða eitt stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í heiminum. Lesendur við- skiptasíðna í breskum blöðum komast varla hjá því að þekkja til Baugs. Björgúlfur Thor er umsvifamaður á heimsvísu. Ís- lenskir listamenn líta á heiminn sem sinn starfsvettvang. Það eru líklega ekki mörg samfélög á jörðinni sem hafa hagnast eins mikið á hnattvæðingu síðustu áratuga og það íslenska. Engu að síður virðist þetta mikilvægasta fyrirbæri samtímans vera minna rætt á Íslandi en víðast annars staðar. Á því eru einhverjar skýringar en þær eru ekki efnis- legar því enginn getur haldið því fram að margt hafi skipt ís- lensku þjóðina eins miklu máli og hnattvæðing síðustu ára. Um- sköpun á nær öllum sviðum ís- lensks þjóðlífs, allt frá atvinnu- lífi til menningar, má rekja með beinum hætti til hennar. Breyt- ingarnar eru svo umfangsmiklar og djúpstæðar að síðustu einn til tveir áratugir eru einhver mesti byltingartími Íslandssögunnar. Þessar breytingar eru hins vegar ekki á nokkurn hátt séríslenskar. Þvert á móti. Eðli þeirra skilst alls ekki ef menn horfa á þær út frá séríslenskum aðstæðum. Allt frá Írlandi, Spáni, Grikklandi og Hollandi til risaríkja eins og Kína og Indlands og smáríkja eins og arabísku furstadæmana við Persaflóa sjá menn byltingar í atvinnulífi og stórfelldar breyt- ingar í þjóðmálum, sem einnig má finna í hundrað öðrum ríkj- um. Fyrir áratug eða meira fóru menn víða um heim að taka eftir því að stórfelldar breytingar í at- vinnulífi og þjóðlífi voru að eiga sér stað með líkum hætti allt í kringum jörðina. Á síðustu árum hefur fátt verið rannsakað af meiri ákafa innan nokkurs fjölda fræðigreina en þetta fyrirbæri. Hugtakið hnattvæðing og nánast öll þau mörgu ferli sem menn reyna að fanga og skýra með því hugtaki eru efni í stórfelldar deilur innan fræðaheimsins en fáir efast hins vegar um að at- vinnulíf, stjórnmál og menning þjóða allt í kringum jörðina er að breytast með skyldum og tengd- um hætti. Hugtakið hnattvæðing hefur því orðið að leiðsögustefi samtímans um alla jörðina. Til þess er gripið í sífellu í umræð- um um ólíkustu málefni enda ríkir sú tilfinning víðast í heim- inum að alla mikilvægustu afl- vaka breytinga í samtímanum sé að finna í hnattrænum ferlum sem hugtakinu er ætlað að vísa til. Enda ræðir enginn maður í nokkurri alvöru um atvinnulífið í Þýskalandi, menningarmál í Frakklandi, velferðarmál í Hollandi, eftirlaunamál á Ítalíu, efnahagsmál í Japan eða þjóðmál í Kína án beinna tilvísana til hnattvæðingar. Það er því með nokkrum ólíkindum að umræða um þær djúpstæðu og víðtæku breytingar sem orðið hafa á ís- lensku atvinnulífi og íslensku samfélagi skuli helst fara fram í sem næst algeru samhengisleysi og oftast snúast um innlendar persónur, staðbundnar stofnanir og einstaka uppákomur. Sú gagn- gera bylting sem orðið hefur í fjármálaheiminum er eitt af mörgum dæmum um þetta. Ekki þarf að minna á umfang hennar og víðtæk áhrif á íslenska hag- kerfið en almennar umræður um byltingarkennd áhrif hnattvæð- ingar á íslenskan fjármálamark- að hafa hins vegar oftar en ekki snúist um yfirlýstar eða meintar skoðanir Davíðs Oddssonar á einstökum fyrirtækjum eða ein- staklingum eða þá um minnihátt- ar pólitík og séríslenskar uppá- komur í kringum breytingar á umhverfi fjármálaviðskipta. Þarna er ekki við Davíð Oddsson að sakast heldur við þá almennu hefð í íslenskri umræðu að mál skuli brotin niður í svo smáa og undarlega anga að þau verði á endanum óskiljanleg og úr öllu samhengi við stærri veruleika. Þessi hefð er ósköp heimilisleg en hún á það til að byrgja mönn- um sýn á eigin veruleika og eigin sögu. Um leið beinir hún sjónum manna frá eðli þeirra viðfangs- efna sem þátttakendur í stjórn- málum ættu að vera að glíma við. Það segir nokkra sögu um fyrir- ferð Davíðs Oddssonar, en eigin- lega þó meiri sögu um íslenska umræðuhefð, að menn vilji helst ræða hin djúpstæðustu áhrif hnattrænna byltinga á íslenskt samfélag út frá hans annars áhugaverðu persónu. Af því má hafa gaman en ekki skilning. ■ F orystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi; ÖssurSkarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón A. Krist-jánsson, hafa borið fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að nafn Íslands verði ekki lengur á lista Bandaríkjamanna og Breta yfir hinar svokölluðu „staðföstu“ eða „viljugu“ þjóðir er studdu inn- rás þeirra í Írak í mars í fyrra. Jafnframt gerir tillagan ráð fyrir að skipuð verði nefnd þingmanna til að leiða í ljós aðdraganda og ástæður þess að ríkisstjórnin ákvað að lýsa yfir stuðningi við innrás- ina án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis. Líklega hefði verið skynsamlegra af þingmönnunum að leggja megináherslu á seinni lið tillögunnar og flytja hann sem sjálfstætt þingmál. Óhugsandi er að stjórnarliðar á Alþingi geti samþykkt að afturkalla stuðninginn við innrásina enda má segja að það jafngilti vantrausti á leiðtoga ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra. Aftur á móti má færa fyrir því málefnaleg rök, óháð afstöðu til Íraksmálsins að öðru leyti, að gera beri opinber öll skjöl og gögn um aðdraganda stuðningsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Samþykkt um það fæli ekki í sér fyrir fram afstöðu eða vantraust. Sé vilji fyrir hendi og sannfæring um að ekkert sé á ferðinni sem ekki þoli dagsljósið ætti að geta náðst um þetta atriði þverpólitísk samstaða. Málsmeðferð ríkisstjórnarinnar varðandi stuðninginn við inn- rásina í Írak í fyrravor var öll hin einkennilegasta. Sama dag og inn- rásin hófst fengu Íslendingar fregnir af því að blaðafulltrúi Banda- ríkjaforseta hefði lýst því yfir á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu að Ísland væri eitt þeirra ríkja sem lýst hefðu sérstökum stuðningi við innrásina. Þegar farið var að leita skýringa á þessu hér heima staðfestu þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, að þeir hefðu veitt samþykki sitt fyrir því að Ísland ætti aðild að hernaðaraðgerðunum með þess- um hætti. Hvorki þá né síðar hefur verið upplýst um aðdraganda málsins, um það hvaða upplýsingar eða tilmæli lágu ákvörðuninni til grundvallar og með hvaða hætti hún var tekin. Ekki liggur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin með formlegum hætti á ríkisstjórnar- fundi eða að haldnir hafi verið fundir í þingflokkum stjórnarflokk- anna til að kynna málið eða fá samþykki fyrir því. Engar skýringar hafa heldur fengist á því af hverju sniðgengið var ákvæði 24. grein- ar þingskaparlaga um að ríkisstjórn beri ávallt undir utanríkismála- nefnd Alþingis „meiri háttar utanríkismál“ eins og þetta hlýtur að teljast. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði á Al- þingi 7. október í fyrra að ríkisstjórnin hefði lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak „að vandlega íhuguðu máli“. Ráðherrann skuldar Al- þingi nánari greinargerð um þessar íhuganir. Taka ber undir með stjórnarandstöðunni á Alþingi að leggja ber fram „öll gögn stjórn- valda um Íraksmálið, þar með taldar fundargerðir, minnisblöð og greinargerðir, sem varpað geta ljósi á þetta ferli“, eins og það er orðað í þingsályktunartillögunni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að sambærileg gögn bandarískra og breskra stjórnvalda hafa verið gerð opinber. Ekkert réttlætir að leyndarhjúpur sé vafinn um þetta mál. ■ 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Rétt er að upplýsa um aðdraganda og ástæður stuðnings Íslands við innrásina í Írak. Skjöl og gögn í dagsljósið FRÁ DEGI TIL DAGS Taka ber undir með stjórnarandstöðunni á Alþingi að leggja ber fram „öll gögn stjórnvalda um Íraks- málið, þar með taldar fundargerðir, minnisblöð og grein- argerðir, sem varpað geta ljósi á þetta ferli“, eins og það er orðað í þingsályktunartillögunni. ,, +FYRIR ÁSKRIFENDUR Glaðningur fyrir áskrifendur DV Ti lb oð g ild ir út o kt ób er 2 00 4 eð a m eð an b irg ði r e nd as t 25% AFSLÁT TUR Fullt ver ð er 8.90 0,- m.vsk Sértilbo ð aðein s fyrir á skrifend ur DV gegn fra mvísun miðans CBRA Z 3 03 Þráðlaus sími DV ve rð 6.675 ,- t æ kn i Síðumúl a 37 // 10 8 Reykjav ík // 5106 000 Tryggir áskrifendur gerast sjálfkrafa meðlimir í DV+ og fá ný tilboð mánaðarlega. ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Heimsbylting fellur í skuggann af Davíð Mikið, mikið reiður Geir H. Haarde hefur ekki í annan tíma sést eins reiður og hann var á Alþingi á mánudag. Geir hefur ekki áður sést berja í pontuna af slíkum þunga og á mánudaginn. Áhorfendur setti hljóða í vel flestum stofum landsins. Málefna- fátækt sagði ráðherrann, málefnafátækt Samfylk- ingarinnar. En hver var fátæktin? Þingmaðurinn Katrín Júlíusdóttur hafði orð á að ráðherrann fylgdi ekki plönum um jafnrétti þegar aðeins karlar voru skip- aðir í nýjustu nefndina. Meira var það ekki, í það minnsta ekki í mínu sjónvarpi. Meira þurfti ekki til, ráðherrann hafði uppi stór orð með miklum þunga og barði í pontuna. Að toppa Björn Fræg eru orð Björns Bjarnasonar að jafnréttislög séu börn síns tíma. Kannski er Geir H. Haarde sammála honum og brást þess vegna við með svo miklum þunga. En það voru ekki jafnréttislög sem Katrín Júlíusdóttir sagði Geir brjóta, heldur eigin fyrirætl- anir. Benda á eitthvað annað Það eru ekki bara ráðherrar ríkistjórnar- innar sem gefa ekki mikið fyrir jafna stöðu kynjanna. Nýlegar kosningar í Starfsgreinasambandinu bera þess merki að betra sé að vera karl en kona þegar sóst er eftir frama. Kristján Gunn- arsson sigraði Signýju Jóhannesdóttir í formannskjöri og Björn Snæbjörnsson sigraði Signýju í kjöri um varaformann. Kristján var áður varaformaður og hefur látið nokkuð til sín taka í baráttu verka- fólks, Björn er þekktastur fyrir mikla þögn og Signý er þekkt af málafylgju og krafti og kjarki. En konan náði ekki kjöri, ekki hjá verkafólki frekar en svo víða annars stað- ar. sme@frettabladid.is Í DAG ÍSLAND OG HNATTVÆÐING JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Þarna er ekki við Davíð Oddsson að sakast heldur við þá hefð í íslenskri umræðu að mál skuli brotin niður í svo smáa og helst undarlega anga að þau verði óskiljanleg og úr öllu samhengi við stærri veruleika. ,, Skoðanir og umræður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.