Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HVASST SUÐAUSTAN TIL einkum á annesjum. Bjartvirðri sunnan og vestan til og mun hægari. Úrkoma fyrir austan. Hiti 3-9 stig að deginum mildast syðst. Sjá síðu 6 20. október 2004 – 287. tölublað – 4. árgangur TVEIR Í BELTUM Rúta með fjörutíu manns innanborðs valt á toppinn á vegin- um undir Akrafjalli. Bílbelti voru í rútunni en aðeins tveir voru spenntir. Sjá síðu 2 ÓSKIN ÁTTFALT UPPFYLLT Skóla- stjóri Hamraskóla mat að þrjá kennara þyrfti til kennslu einhverfra svo neyðará- standi yrði aflétt. Hann fékk 23. Sjá síðu 6 INNILOKAÐIR UNS VERKFALL LEYSIST Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki munu blanda sér í kennaraverkfallið, en deilendur ekki geta skotið sér undan ábyrgð. Sjá síðu 8 ROKKBORGIN REYKJAVÍK Yfir eitt þúsund útlendingar koma til landsins gagn- gert til að fara á tónleika á Iceland Airwa- ves-hátíðinni sem hefst í dag. Erlendum gestum hefur fjölgað undanfarin ár. Reykja- vík hefur sterka ímynd sem borg áhuga- verðrar tónlistar. Sjá síðu 16 Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 24 Myndlist 24 Íþróttir 28 Sjónvarp 36 Hártískan numin: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Slétt hár og mjúkar línur ● nám Guðrún Helgadóttir: ▲ SÍÐA 39 Gamall kommi ● auglýsir bíla Villi Naglbítur: ▲ SÍÐA 38 Furðulegt fjölskyldubingó ● byrjar á Skjá 1 Iceland Airwaves: ▲ SÍÐA 32 Hefst í dag ● fjölbreytt tónlist BORGARMÁL Mistök voru gerð í skipulagi Grafarholts þegar Nóa- tún fékk að opna verslun við Þjóðhildarstíg. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygging- arnefndar Reykjavíkur, segir að gert hafi verið ráð fyrir því að miðsvæðið í Grafarholti yrði við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu. Þar hafi átt að leyfa byggingu matvöruverslunar en ekki annars staðar. Hún segir að fyrir mistök hafi skipulagsyfirvöld veitt Nóa- túni leyfi til að opna verslun við rætur holtsins á Þjóðhildarstíg. „Embættismenn skipulags- og byggingarsviðs gerðu þessi mistök þegar verið var að sam- þykkja nýtt aðalskipulag,“ segir Steinunn Valdís. „Nóatún hafði skilað inn umsókn áður en skipu- laginu var breytt sem gerði það að verkum að borgaryfirvöld urðu að leyfa Nóatúni að opna verslunina.“ Steinunn Valdís segir að þegar þessi mistök hafi uppgötvast hafi borgaryfirvöld farið yfir stöðuna á öllum verslunarsvæðum í borg- inni til að ganga úr skugga um að þetta gæti ekki gerst. - th FYRIR ÁRRISULA Alla miðvikudags- morgna er messa í Hallgrímskirkju. Hún hefst klukkan átta. Eftir messu er tilvalið að stökkva upp tröppur turns kirkjunnar. Turninn er opinn alla daga frá níu til fimm. HEILBRIGÐISMÁL Baldur Svein- björnsson, prófessor við lækna- deild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabba- meinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi upp- götvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. „Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein,“ sagði Baldur. „En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börn- um er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöð- ur sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rann- sóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna“ Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. „Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega,“ sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. „Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu,“ sagði Baldur. „Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar og um- fangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefð- bundinni krabbameinsmeðferð.“ Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum. jss@frettabladid.is Embættismenn borgarinnar klúðruðu skipulagi í Grafarholti: Nóatún fékk leyfi fyrir mistök Ný aðferð til að vinna á krabbameini í börnum Íslenskur prófessor við háskólann í Tromsö komst að því að tvö þekkt verkjalyf drepa frumur í krabbameini sem leggst á lítil börn. Niðurstöður frumrannsóknar hafa vakið mikla athygli. ÖMURLEG AÐKOMA Talið er að á sjöunda hundrað fjár hafi brunnið inni í eldsvoða á bænum Knerri á sunnanverðu Snæfellsnesi. Mikið eignatjón varð þegar hlaða, fjárhús og skemma með fjölda tækja urðu eldi að bráð. Slökkvistarf var mjög erfitt í fárviðrinu sem geisaði og hlupu kindur logandi út úr fjárhúsunum á meðan á slökkvistarfi stóð. Enn logaði í rústunum í gær. Sjá síðu 4 Suðurland: Gríðarlegur uppblástur VEÐUR Uppblástur á Suðurlandi í hvassviðrinu undanfarna tvo daga er sá mesti sem orðið hefur í mörg ár. Þetta segir Jón Ragnar Björnsson, fræðslufulltrúi Land- græðslu Íslands. Hann segir uppblásturinn hafi verið mestan í uppsveitum Rang- árvallasýslu, sérstaklega í kring- um Heklu. Hann segir mold, sand og vikur hafa myndað skafla á svæðinu. „Það hefur verið rökkur í lofti vegna sandskýja og þetta virðist vera mjög alvarlegt.“ Hann segist ekki geta fullyrt hversu miklar skemmdir hafi orðið á gróðri, það komi í ljós þegar veðrið gangi niður. - ghg Bréf í deCODE hækka í kjölfar frétta: Áfangi í lyfjaþróun VIÐSKIPTI Bréf í deCODE tóku skarpan kipp upp á við þegar til- kynnt var um jákvæðar niðurs- stöður í rannsóknum á virkni nýs hjartalyfs. Verðið á hlut hækkaði um tæp tuttugu prósent fyrir opnun markaða en hækkunin gekk svo að stórum hluta til baka. Við lokun markaða var gengi bréfanna 7,36 bandaríkjadalir sem er 11,4 prósent hækkun frá deginum áður. deCODE hyggst markaðssetja lyf sem dregur úr líkum á hjarta- áfalli og hefur nú lokið tveimur af þremur áföngum í átt til að fá leyfi til þess. Sjá síður 14 og 22 Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. LYFJARANNSÓKNIR Baldur Sveinbjörnsson prófessor og Ingvild Pettersen frá háskólanum í Tromsö unnu með rannsóknarhópnum. NÓATÚN Í GRAFARHOLTI Vegna mistaka í skipulagi fékk Nóatún að opna verslun við Þjóðhildarstíg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ ´S SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.