Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 32
24 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Sýningu Gjörningaklúbbsins í i8, sem lýkur laugardaginn 23.október. Á sýningunni sem ber heitið Fjölleikahús hjartans má finna myndbandsverk, ljósmyndir, skúlptúra gerða úr nælonsokkum og lakkrís og stórt ìmálverkî úr lakkrís... Litlu kvikmyndahátíðinni í Há- skólabíói... Fyrirlestri sem dr. Ólafur Kvaran listfræðingur flytur um listmálar- ann Jón Stefánsson á námskeiði um íslenska myndlist í Listasafni Íslands á morgun, klukkan 16.30. Valgarður Gunnarsson opnar sýningu í Duus- húsum, sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar á föstudaginn, 22. október. Á sýningunni sem ber heitið Elífðin á háum hælum, sýnir Val- garður tuttugu verk sem unnin eru á undan- förnum tveimur árum, en hann sýndi síðast í Gallerí Skugga haustið 2003. Í sýningarskrá segir Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur m.a. um listamanninn: „Á undan- förnum árum hefur Valgarður Gunnarsson skapað sér býsna magnaðan en um leið þver- sagnarkenndan myndheim. Þversögnin felst í því að öfugt við flesta jafnaldra sína er hann áhangandi módernískrar fagur-og hugmynda- fræði, þar sem litið er á formgerð og litróf málverksins sem merkingarbæra anga af framsækinni þekkingarleit og áréttingu mann- gildis. Hin vel gerða og innihaldsríka mynd er þar eins konar spegilmynd mannlegs lífernis upp á sitt fyllsta og besta.” Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00 – 17.30 og stendur til 5. desember. Kl. Kl.12.30 Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr á Há- skólatónleikum í Norræna húsinu í dag. Á efnisskránni eru forleikurinn að óper- unni Brúðkaupi Fígarós og Serendada nr. 11, eftir Mozart. menning@frettabladid.is Valgarður í Duushúsum Ástin er það eina sem við höfum til þess að brúa bilið yfir á okkar andlega svið. Þegar við elskum, viljum við verða betri en við þegar erum og ástin gerir okkur betri, segir í skáldsögu Coelho, Brida, og víst er að Coelho, sem er nú staddur hér á landi, fjallar oft um ástina í verkum sínum þótt ekki sé hægt að segja að hann skrifi ástarsögur í hefðbundinni merkingu þess orðs. Enda segir hann sjálfur að ástin geri meira en að brúa bilið yfir á okkar and- lega svið; hún sé í rauninni eina leiðin að mönnunum, að náttúr- unni, að samfélaginu. „Ástin er það mikilvægasta sem til er,“ segir hann. Á geðsjúkrahúsi Í bók sem ber heitið Veronica Decides to Die, eða Verónika ákveður að deyja, segir frá ungri stúlku sem sér engan tilgang með lífinu. Hana hreinlega langar ekki til að lifa. Hún ákveður því að taka líf sitt. Það mistekst og þegar Verónika vaknar aftur, er hún stödd á sjúkrahúsi þar sem henni er sagt að þótt sjálfsmorðið hafi ekki tekist, hafi hún skaðað hjart- að það mikið að hún eigi aðeins nokkra daga ólifaða. Á þessum dögum uppgötvar Verónika þætti í sjálfri sér sem hún hefur aldrei leyft sér að hofast í augu við, eins og hatur, ótta, forvitni, ástina og kynferðislega vakningu. Hún upp- götvar að hvert andartak snýst um val á milli þess að lifa og deyja. „Verónika er fyrst og fremst hrædd við að vera öðru- vísi,“ segir Coelho. „Ég held að við hræðumst fátt eins mikið og að vera öðruvísi og eigum erfitt með að sættast við það. Og það á ekki bara við félagslega hegðun. Þetta á við í kynlífi, ástinni, vináttu og öllum okkar athöfnum. Það skek- ur gervalla undirstöðu lífsins að lenda á geðsjúkrahúsi og við eig- um aðeins um tvær leiðir að velja: Við getum afneitað því sem gerð- ist, eða horfst í augu við það.“ Coelho veit vel um hvað hann er að tala, því innlögn á geð- sjúkrahús er hluti af hans eigin reynslu. Þegar á unglingsaldri hafði hann áttað sig á köllun sinni, sem var að verða rithöfundur. Hins vegar höfðu foreldrar hans annað í huga. Þau ætluðu piltinum Paulo að verða verkfræðingur og reyndu að kæfa möguleika hans á því að helga sig ritlistinni. Afleið- ingin varð sú að Paulo gerði upp- reisn og lagði sig í líma við að brjóta þær reglur sem giltu í fjöl- skyldunni. Faðirinn áleit þessa hegðun bera vott um geðveilu og lét tvisvar leggja drenginn inn á geðsjúkrahús þegar hann var sautján ára. Þar gekkst Coelho undir nokkrar raflostsmeðferðir. Að berjast fyrir eigin rými „Ég lærði að berjast fyrir mínu eigin rými í tilverunni, þegar ég var unglingur,“ segir Coelho og víst er að tilraunir föður hans gerðu ekkert annað en að færa syninum frelsi til þess að gera það sem hann langaði til að gera. Fljótlega eftir dvölina á sjúkra- stofnuninni, gekk hann til liðs við leikhóp og hóf störf sem blaða- maður. Blaðamennskan var álitin miðstéttarleg og leikhúsið vagga siðleysisins. Foreldrar hans tóku enga áhættu og létu leggja hann inn á geðsjúkrahús í þriðja sinn. Eftir þá dvöl var Paulo enn átta- villtari og hræddari en áður og kölluðu foreldrarnir þá inn sér- fræðing einn mikinn á sviði geð- lækninga til að meta ástand hans. Sá sagði þeim að pilturinn væri allt annað en geðveikur og ætti ekki heima á geðsjúkrahúsi; hann þyrfti aðeins að læra að takast á við lífið. Þrjátíu árum síðar skrif- aði hann bókina um Veróniku. En þótt Verónika ákveði að deyja, segir Coelho bókina ekki snúast um dauðaþrá. „Við vitum öll að við deyjum einn daginn – en í raun og veru viljum við það ekki. Við viljum lifa til eilífðarnóns.“ Engu að treysta Í Valkyrjunum segir Coelho frá eigin ferð inn í eyðimörkina í Kaliforníu til þess að leita æðsta sannleikarns. Þangað ferðaðist hann, ásamt konu sinni, Christ- inu. Frá því að hann lagði upp í ferðina vissi hann að hann myndi hitta aðila sem kæmu honum á þann andlega rétta stað sem hann leitaði að. Hann vissi bara ekki að það yrðu leðurklæddar valkyrjur á mótorhjólum. Þegar Coelho er spurður hvort hann hafi treyst því að þær væru réttu aðilarnir til þess að hjálpa honum í leit hans, segir hann: „Nei, þegar þú ert á ókunnum slóðum, treystirðu í rauninni engu. Ég fór til dæmis í göngu- ferð í morgun. Reykjavík var allt um lykjandi, það var kalt og há- vaðarok. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að takast á við kuldann og rokið. Ég var svo algerlega hér. Það sama átti við um Valkyrjurn- ar. Fyrst mætirðu á staðinn og svo tekstu á við aðstæður. Valkyrjurnar voru kannski manneskjur sem margir myndu telja ólíklegar til þess að færa mann nær endastöð í andlegri leit – en það er mín reynsla að maður finnur alltaf mikilvæg- ustu reynsluna, atvikin og hlut- ina þar sem maður á síst von á þeim.“ Að finna sinn „ættbálk“ Coelho játar því að aftur og aftur leggi hann áherslu á kjarkinn til þess að vera öðruvísi í verkum sínum. Fyrir utan söguna af Veróniku, fjallar bók hans, The Devil and Miss Prym (Kölski og fröken Prym) um þann kjark. „En í dag er mun auðveldara en áður að vera öðruvísi,“ segir hann, „vegna þess að við höfum tæki eins og netið, sem hjálpar okkur til þess að finna okkar „ættbálk“ hvar sem er í heimin- um. Fyrir nokkrum árum voru þeir sem eru öðruvísi taldir frík. Í því alþjóðlega þorpi sem heim- urinn er orðinn í dag, með til- komu netsins, finnurðu alltaf fleiri og fleiri sem eru eins og þú, af þínum „ættbálki.“ Þú getur verið á Íslandi en byggt upp sam- band við manneskju sem býr á Nýja-Sjálandi, eða hvar sem er. Þú getur spurt spurninga og þú getur veitt svör og þorað að vera öðruvísi. Með netvæðingunni höfum við líka endurheimt nokkuð sem var talið glatað fyrir fimmtán árum, sem er ritlistin. Við erum aftur farin að skrifa og lesa texta.“ Í bókinni By the River Piedra I sat down and wept (Ég sat við fljótið Piedru og grét), segir Coelho frá ástarsambandi ung- linga sem ekki ná saman. Löngu seinna hittast þau aftur og þá hefur lífið hert hana en hann hefur fetað leið hinnar andlegu leitar. Bókina segir Coelho fjalla um enn einn þátt sem hann hafði uppgötvað í sjálfum sér. „Við erum svo margbreytileg og á þessum tíma hafði ég uppgötvað mínar kvenlegu hliðar. Ég er karlmaður með líffæri karl- manns en ég er líka kona. Guð gerði mig líka að konu. Ég eyddi fjórum árum í að aðlagast mínum kvenlegu þáttum og bókin fjallar um þann tíma. Eftir að mér tókst að höndla þessa kvenlegu þætti, sé ég heiminn sem hringlaga, ekki línulaga. Konan í sögunni hefur harðnað. Hún er fulltrúi fyrir hið karlmannlega í mér sjálfum.“ Er það þess vegna sem flestar aðalpersónur þínar eru konur? „Já, það er auðveldara að ná utan um viðfangsefnið þegar það er skoðað allan hringinn en þegar um það er fjallað í einni, beinni línu.“ sussa@frettabladid.is Við hræðumst það mest að vera öðruvísi ! 21.-22. OKTÓBER Í FÍFUNNI Í KÓPAVOGI Yfir 60 sýnendur 24 örnámskeið og kynningar 6 viðtöl við áhrifafólk í íslensku viðskiptalífi REKSTUR 2004 Fimmtudagur kl. 10.00 - 18.00 • Föstudagur kl. 10.00 - 18.00 • Skráning á www.rekstur2004.is KAUPSTEFNA FYRIR STJÓRNENDUR ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA PAULO COELHO „Ég er karlmaður með líffæri karlmanns en ég er líka kona.“ Í bókum sínum segist brasil- íski rithöfundurinn Paulo Coelho ávallt vera að skoða tiltekna þætti í sjálfum sér til þess að skilja heildina. Verk hans fjalla um ótta okkar og þrár, leit og höfnun, líf og dauða, ást og hatur og flest- ar aðalpersónur hans eru konur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.