Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 107 stk. Keypt & selt 21 stk. Þjónusta 33 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 9 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 26 stk. Tilkynningar 6 stk. Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 20. október, 294. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.34 13.12 17.50 Akureyri 8.25 12.57 17.28 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Rokkskólinn er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á tónlist og þar er boðið upp á skemmtileg 4-6 vikna námskeið,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona, sem er í forsvari fyrir skólann. Þegar for- vitnast er um fögin kemur í ljós að ásamt söng er kennt á gítar, trommur og bassa og að sögn Evu Ásrúnar er bæði um hóp- tíma að ræða og einkatíma. „Þetta er ein- staklingsmiðað nám sem er sniðið að þörf- um hvers og eins en það hentar sumum krökkum betur að vera í hóp heldur en einir,“ segir hún og getur þess að yngsti nemandinn í trommutímunum sé aðeins sjö ára. Í söngtímunum er nemendum skipt í hópa eftir aldri og reynslu og Eva Ásrún segir þar sé farið í helstu atriðin eins og túlkun og texta, framkomu, upp- hitun, öndun og míkrófóntækni. Eva Ásrún stofnaði Rokkskólann á síð- asta vori og er að byggja hann upp með sonum sínum Albert og Magnúsi, sem kenna báðir á hljóðfæri. „Við erum með fullt af góðu fólki með okkur,“ segir hún og nefnir nöfn Guðrúnar Gunnarsdóttur, Ernu Þórarinsdóttur, Ruthar Reginalds, Guðlaugs Falk, Jóhanns Hjörleifssonar og Bærings Logasonar. „Svo má ekki gleyma Hödda í Brain Police, hann kennir á bassa,“ segir Eva Ásrún og við rengjum hana ekki þegar hún lætur þess getið í lok- in að í Rokkskólanum sé líf og fjör. Skrán- ing er á rokkskolinn.is og í síma 898 9955. gun@frettabladid.is Kennt að syngja, á gítar, trommu og bassa í Rokkskólanum: Rokk fyrir alla Tölvuskólinn Þekking er aðfara af stað með fjölbreytt úrvalnámskeiða er flest lúta að tölvunotkun og tækni og sér- lega vinsæl eru námskeið um notkun stafrænna myndavéla, að sögn Sigurðar Friðrikssonar skóla- meistara. Hann segir tölvunámskeiðin sniðin að þörfum fólks með ólíkan bak- grunn. „Við erum með námskeið fyrir eldri borgara sem eru á fyrsta degi tölvunáms og allt upp í kennslu fyrir kerfisfræðinga,“ segir hann en nefnir þó að sleg- ið hafi á aðsókn að námskeið- unum fyrir eldri borgara nú í kennaraverkfallinu. „Sumir þeir- ra hafa þurft að fresta náminu því þeir eru bundnir yfir barna- börnunum.” Inntökunámskeið í leik- listarnámsskeið VMA og MA stendur nú yfir. Kennari er Þor- leifur Arnarsson leikari, sem mun stjórna uppsetningu á söng- leik sem nemendur þessara tveggja framhaldsskóla á Ak- ureyri ætla að drífa á svið í vetur undir merkjum hátíðarinnar Ganglera. Söngleikur- inn heitir Rígurinn og fjallar um nemendur í tveimur ónefndum framhaldsskólum í ónefndum 16.000 manna bæ og samneyti þeirra í blíðu og stríðu. nam@frettabladid.is Eva Ásrún og Ruth Reginalds leiða hópinn í söng. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í NÁMINU NÁM FERÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Unglingar eru þeir sem geta drukkið kók í ein- um sopa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.