Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 41
Hefur þú
fengið þér
sextíu
sjö í dag&
Ísafjörður
33MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004
Miðvikudagur:
21.0 DJ Ingvi
21.0 DJ Bjössi Brunahani
22.0 Chico Rockstar
23.0 Disco Volante
23.30 Stafrænt Megabæt
23.30 Helgi Mullet Crew
00.0 VDE-066
00.0 Two Bad Vampires & a Dead
Guy Crew
Fimmtudagur:
21.0 DJ Kalli
22.0 Leaf
23.0 London Elektricity
Föstudagur:
20.30 RealX
21.30 Sk/um
22.30 Anonymous
23.30 Frank Murder
00.30 Exos
01.30 Thor
02.15 Muriel Moreno - DJ
04.15 Thor - DJ set
Laugardagur:
21.15 Biogen
22.15 T.Cuts
23.0 Glói
23.45 NLO
00.30 MidiJokers
01.15 Hermigervill
02.0 MaMa
Sunnudagur:
21.0 Ewok
22.0 Agzilla
23.0 Leaf
00.00 DJ Lelli
Fimmtudagur:
20.0 Noise
20.30 Jan Mayen
21.15 Nevolution
22.0 Changer
22.45 Sólstafir
23.30 I Adapt
Föstudagur:
20.00 One Eyed Lizard
20.30 Hanoi Jane
21.15 Æla
22.0 Skátar
22.45 Rafgashaus
23.30 Isidor
00.15 Dikta
01.0 Pornopop
01.45 Lights on the Highway
Laugardagur:
20.0 5ta Herdeildin
20.30 Nilfisk
21.15 Reykjavík!
22.0 Atómstöðin
22.45 Lokbrá
23.30 Byltan
00.15 Dimma
01.0 Croisztans
01.45 Nine Eleven
Björn Br. Björnsson, stjórnarmað-
ur Íslensku sjónvarps- og kvik-
myndaakademíunnar og Ásmund-
ur Helgason, markaðsstjóri Frétta-
blaðisins skrifuðu undir samning í
gær um samstarf Fréttablaðsins
við Edduverðlaunin til þriggja ára.
„Fréttablaðið er með mikla út-
breiðslu, er mikið lesið og nær vel
til ungs fólks,“ segir Björn þegar
hann var spurður hvernig honum
litist á samstarfið. „Við erum mjög
ánægð með samstarfið,“ segir
Ásmundur. „Með þessu lítum við
svo á að það sé verið að styðja við
listir í landinu.“
Mánudaginn 25. október verða
tilnefningar til Edduverðlaunanna
í 14 flokkum birtar hér í Frétta-
blaðinu og á Vísi.is og getur fólk
þá byrjað að kjósa á Vísi.is, þar
sem allar upplýsingar um verð-
launin verður að finna og hægt að
horfa á sjónvarpsmyndir af öllum
tilnefningum í öllum flokkum og
margt fleira. Í hverjum flokki
gefst fólki kostur á að velja á milli
þriggja til fimm tilnefninga. Val
almennings hefur 30% vægi á
móti vali þúsund meðlima aka-
demíunnar. „Það hefur oftar en
einu sinni gerst að atkvæði
almennings ráði hver verður sig-
urvegari,“ segir Björn. „Það er af
því val almennings er oft afdrátt-
arlausari en val akademíunnar.“
Í einum flokki, Sjónvarpsmað-
ur ársins, verða engar tilnefning-
ar, heldur verður hægt að kjósa
einhvern af öllu því sjónvarps-
fólki sem prýðir skjáinn. Auk þess
að kjósa um Sjónvarpsmann árs-
ins á Vísi.is mun Gallup spyrja um
hug almennings í skoðanakönnun.
Þegar Edduverðlaunin verða af-
hent í beinni útsendingu þann 14
nóvember í Sjónvarpinu og á
Vísi.is munu áhorfendur svo velja
á milli fimm vinsælustu tilnefn-
inganna úr þessum tveim könnun-
um í símakosningu. ■
Kapital
Sendiherra fönksins í drum&bass
tónlistinni, London Elektricity er
heiðursgestur Breakbeat.is klúbbs-
ins á Airwaves. Hann spilar á
fimmtudagskvöld á eftir Svíanum
Leaf.
Á föstudag spilar franska söngkon-
an, lagahöfundurinn, plötusnúður-
inn og leikstjórinn Muriel Moreno.
Hún mun þeyta skífum á Kapital en
hún hefur ferðast víða um heiminn.
Grand Rokk
Það verður rokkað stíft á skemmti-
staðnum Grand Rokk á Iceland
Airwaves.
Á laugardagskvöld spila þar hver á
fætur annarri, rokksveitir eins og
5ta Herdeildin, Atómstöðin, Lokbrá
og hin efnilega Nine Eleven. Hljóm-
sveitin Nilfisk, sem hitaði upp fyrir
bandarísku rokkarana í Foo Fighters
í Laugardalshöll fyrir rúmu ári síðan,
spilar klukkan 20.30.
Jan Mayen er ein af þeim mörgu
frambærilegu íslensku hljóm-
sveitum sem spila á Airwaves tón-
listarhátíðinni. Jan mayen sem er
fjögurra manna sveit, spilar á
fimmtudeginum á Grand Rokk
ásamt Sólstöfum, I Adapt, Noise
og Klink.
„Við vorum settir á frekar undar-
legan stað á hátíðinni. Erum á
kvöldi sem er tileinkað þung-
arokki en við spilum meira svona
pönkað popp, þannig að þetta
verður athyglisvert,“ segir Val-
geir söngvari og gítarleikari. „Við
vorum ansi sáttir við það að okkur
var boðið að taka þátt í hátíðinni,
það er ágætis viðurkenning fyrir
árs gamla hljómsveit.“ Fyrsta
breiðskífa hljómsveitarinnar kom
út í síðustu viku og ber nafnið
Home of the Free Indeed. Útgáfu-
tónleikar Jan Mayen verða haldn-
ir föstudaginn 29. október í Leik-
húskjallaranum. Jan Mayen spilar
einnig í kvöld á síðasta kvöldi
Rokktóbeer festivals Xins 9.77 á
Gauki á Stöng og er ókeypis inn.■
Spila pönkað popp
JAN MAYEN Spila á Airwaves hátíðinni næsta fimmtudag á Grand Rokk.
SKRIFAÐ UNDIR SAMSTARFSSAMNING Ásmundur Helgason, markaðsstjóri Fréttablaðsins, Björn Br. Björnsson, stjórnarmaður Íslensku
sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar og Þorsteinn Eyfjörð, umsjónarmaður Vísis.is skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára.
Samstarf um Edduna
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
■ SJÓNVARP