Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 34
Borgarleikhúsið í Reykjavík var vígt á þessum degi árið 1989 en þá flutti Leikfélag Reykjavíkur starfsemi sína í húsið sem hafði verið í byggingu í 14 ár. Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menning- arfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til öll starfsemi félagsins flutti í Borgarleikhúsið sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur. Heildarkostnaður við nýju bygginguna var rúmlega 1,5 milljarðar króna en húsið rúmar 840 manns í sæti í sölun- um tveimur en í Iðnó voru sæti fyrir allt að 240 manns. Davíð Oddsson var borgarstjóri og formaður byggingarnefndar og hann sagði við vígslu hússins að Reykvíkingar hlytu að gera miklar kröfur til Leikfélags Reykjavíkur þegar þeir afhentu því þetta mikla mannvirki til rekstrar. Þá benti Davíð á að þó húsið væri „vissulega mikið og fagurt er ljóst, að það verður aldrei annað en rammi um það starf og þá sköpun, sem á sér stað innan veggja. Víst er mikilvægt að sá rammi sé sem fullkomnastur, en hversu haganlegur sem hann er og vel lagaður verður hann aldrei ann- að en umgjörð.“ „Ég er staddur hérna ásamt konu minni í fallegum smábæ í Tékk- landi og ætlum við að hvíla okkur og njóta dagsins,“ segir Guðlaug- ur Bergmann sem er 66 ára í dag. Hann segist ekki vera mikið af- mælisbarn en konan hans sé hins- vegar mikið fyrir afmæli og muni alla afmælisdaga. „Margir karl- menn eru sennilega á sama báti og muna ekki eftir afmælum en eru jafnvel eins heppnir og ég að eiga svona góða konu sem man þetta. Ég er alveg viss um að hún á eftir að gera eitthvað fyrir mig í dag sem á eftir að gleðja mig,“ segir Guðlaugur. „Bærinn sem við erum nú stödd í er með bullandi hverum og héðan kemur fólk alls staðar að til að fara í spa eins og það er kallað. Eftir veruna hér eigum við eftir að koma heim með hausinn fullan af hugmyndum um hvað við Íslendingar getum gert með allt okkar heita vatn, en við ættum að geta gert mun meira en bjóða bara upp á Bláa Lónið,“ seg- ir Guðlaugur sem er frumkvöðull á sviði umhverfisvænnar ferða- þjónustu og hefur ásamt konu sinni hrint af stað svokölluðu snæfellsnesverkefni. „Okkur var boðið að koma hingað og kynna verkefnð hérna og var því afskap- lega vel tekið en það þykir ein- stakt á heimsvísu. Fimm sveitafé- lög á Snæfellsnesi og þjóðgarður- inn Snæfellsjökull koma að þessu en aldrei áður hafa svona mörg sveitafélög tekið höndum saman með jafn umfangsmikla áætlun um umhverfismál, en það sem er kannski merkilegast er að þetta er hafið yfir alla pólitík. Þarna eru aðilar sem ekki alltaf hafa verið vinir sem leggjast á eitt með að vinna að þessu málefni sem sýnir gífurlega framsýni og vonumst við til að slíkt hið sama muni gerast um allt land,“ segir Guðlaugur og er að vonum ánægður með viðtökurnar. Af- mælisdagurinn er því skemmti- legur endir á góðri ferð og ætti að verða eftirminnilegur af þeim sökum. „Annars átti ég mjög góð- an afmælisdag þegar ég varð sex- tugur þó svo ég hafði ákveðið að halda ekki upp á það. Synir mínir fimm buðu mér þess í stað til sín þar sem saman voru komin konur þeirra og börn og áttum við virki- lega góða stund. Ég fékk besta staðinn í miðjunni og besta bitann af lærinu og eins og ég get nú talað mikið þá var ég hálforðlaus og sat með kökk í hálsinum yfir ríkidæmi mínu,“ segir Guðlaugur. kristineva@frettabladid.is „Myndirnar í bókinni eru úr safni afa míns Helga Magnússonar, járnsmiðs og kaupmanns í Reykja- vík,“ segir Sigurður Gylfi Magnús- son sagnfræðingur sem tengir saman ljósmyndir og texta í bók sinni Snöggir blettir. „Hann safn- aði þessum myndum af ókunnum ástæðum en þetta hefur sjálfsagt verið tómstundagaman hjá honum. Ég fékk þessar myndir í hendurn- ar við upphaf níunda áratugarins þegar ég var að byrja háskólanám í sagnfræði en það var ekki fyrr en 20 árum síðar sem ég fann ein- hverja leið til að nýta mér þetta.“ Sigurður Gylfi segir að mynd- irnar hafi vakið forvitni sína og í þeim sá hann tækifæri til þess að horfa á afa sinn sem hann þekkti ekki en Helgi var látinn þegar Sigurður fæddist. „Fólkið á mynd- unum fór svo að sækja meira og meira á mig og ég fór að spyrja mig að því hvað það væri við þetta fólk sem skipti raunveru- legu máli.“ Sigurður segir að það hafi lítið komið út úr þeim vanga- veltum framan af en síðan byrjaði hann að skrifa stutta texta sem tengdust myndunum mismikið. „Ég stillti myndunum upp fyrir framan mig og horfði á hverja mynd fyrir sig í um það bil hálfan mánuð og fékk einhverja hug- mynd. Fyrr en varði var ég kom- inn með texta við allar myndirnar í safninu og þegar ég fór að huga að því hvernig ég gæti unnið úr þessu sá ég að ég var í raun kom- inn með bók. Vinur minn sem las textann benti mér á að ég væri ansi mikið þarna inni og að þetta væri hálfgerð sjálfsævisaga mín. Ég er að skrifa aðra bók sem kem- ur út eftir nokkrar vikur en hún er fræðileg úttekt á sjálfsævisögum og þótti því kjörið að steypa þessa bók í mót sjálfsævisögunnar. En um leið má segja að ég sé að sprengja sjálfsævisagnaformið þannig að þetta er sjálfsævisaga sem er ekki sjálfsævisaga.“ ■ 26 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR ARTHUR RIMBAUD Franska ljóðskáldið fæddist á þessum degi árið 1854. Með hausinn fullan af hugmyndum GUÐLAUGUR BERGMANN: ER Í TÉKKLANDI Á 66 ÁRA AFMÆLINU SÍNU „Lífið er farsinn sem allir verða að leika í.“ - Það vafðist ekki fyrir Rimbaud að draga lífið allt saman í eina setningu. timamot@frettabladid.is 20. OKTÓBER 1989 Borgarleikhúsið í Reykjavík var vígt. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1935 Maó lýkur göngunni löngu í Hanoi eftir að hafa verið á faraldsfæti í rúmt ár. Þegar hann nam loksins staðar setti hann upp höfuðstöðv- ar kínverskra kommúnista. 1947 Kommúnistafárið berst til Hollywood þegar rann- sóknarnefnd á óamerískum athöfnum beindi sjónum sínum að meintum áhrif- um kommúnista í kvik- myndaiðnaðinum. 1993 Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, bend- ir forkólfum sjónvarpsiðn- aðarins í landinu á að tími sé til kominn að þeir stemmi stigu við ofbeldi á skjánum. 1995 Bretland, Frakkland og Bandaríkin kynna sam- komulag sem leggur bann við kjarnorkusprengjutil- raunum í Kyrrahafinu. Leikfélag Reykjavíkur flytur Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 13. október síðastliðins. Útför Gunnars fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 21. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Grafarvogskirkjugarði. Gíslína Erna Einarsdóttir Ragnar Georg Gunnarsson Guðríður Sigurjónsdóttir Eiríkur Gunnarsson Bára Jensdóttir Már Gunnarsson Erna Sigurðardóttir Einar Gunnarsson Matthildur Sigurðardóttir Sveinn Gunnarsson Jóna Birna Guðmannsdóttir Aldís Gunnarsdóttir Hafsteinn Örn Guðmundsson Hulda Gunnarsdóttir Örn Gunnarsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Gunnar Haukur Eiríksson Flétturima 6, Reykjavík AFMÆLI Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendi- herra er 62 ára. Ástríður Thorarensen utanríkisráðherra- frú er 53 ára. Súsanna Svavarsdóttir bókmenntaræð- ingur er 51 árs. María Sigurðardóttir leikstjóri er 50 ára. ANDLÁT Margrét Inger Olsen, Austurvegi 5, Grindavík, lést 17. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þuríður Katarínusardóttir, Sunnubraut 14, Akranesi, lést 4. október. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey. Guðrún Þórdís Björgvinsdóttir lést 14. október. Snorri Laxdal Karlsson lést 14. október. Árni Magnússon, frá Hjalteyri, lést 14. október. Eiríkur Ingi Jónmundsson, Breiðuvík 65, lést 15. október. Hans Hinrik Schröder, Lautarsmára 51, lést 16. október. Erla Jóna Helgadóttir, Álfhóli 1, Húsa- vík, lést 16. október. Unnur Stefánsdóttir, frá Reyðará, Siglu- nesi, lést 16. október. Ólafur Randver Jónsson, Æsufelli 2, lést 16.október. JARÐARFARIR 14.00 Ásdís Arnfinnsdóttir, Krókahrauni 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. GUÐLAUGUR BERGMANN Hann er staddur í Tékklandi á afmælinu sínu þar sem hann sótti ráðstefnu alþjóða ferðamálaráðsins. „Eftir veruna hér eigum við eftir að koma heim með hausinn fullan af hugmyndum um hvað við Íslendingar getum gert með allt okkar heita vatn, en við ættum að geta gert mun meira en bjóða bara upp á Bláa Lónið.“ SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON Segir Snögga bletti vera tilbrigði við einsögukenning- ar og sjálfsævisögu þó allt sé það á lágstemmdu nótunum. „Fræðin eru svo sannarlega ekki þarna inni og ég vona að þegar lesandinn horfi á myndirnar og lesi textann verði til önnur saga í huga hans, ný saga.“ Hughrif tengd gömlum myndum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.