Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 2
2 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Stundakennarar að störfum víða um land:
Kennsla í skólum Ísafjarðarbæjar
VERKFALL Víða í grunnskólum
landsins eru stundakennarar við
störf. Kennt er til dæmis í öllum
grunnskólum sveitarfélags Ísa-
fjarðarbæjar nema á Flateyri.
Magnús S. Jónsson, skólastjóri
á Suðureyri, segir einn stunda-
kennara við skólann. Hann kenni
elstu bekkjunum tungumál. Nem-
endur níunda og tíunda bekk séu
tíu tíma í skólanum á viku. Hinir
eldri bekkirnir þrjá.
Á höfuðborgarsvæðinu sinna
stundarkennarar einnig skóla-
starfi. Hanna S. Hjartardóttir,
formaður Skólastjórafélags Ís-
lands og skólastjóri í Snælands-
skóla í Kópavogi, segir þrjá starfa
við skólann. Þeir kenni valfög fyr-
ir nemendur níunda og tíunda
bekkjar: „Hjá mér starfa leikari,
kvikmyndagerðarmaður og graf-
ík-tölvumaður. Hver um sig er að
kenna tvo til fjóra tíma á viku.“
Hanna segir nemendurna hafa
mætt ótrúlega vel: „Enda spenn-
andi áfangar og fögin val sem
nemendurnir hafa sérstakan
áhuga á. Því er ekki skrítið að þau
mæti enda fátt annað um að
vera.“
- gag
Kristján kom án
lausnar í bæinn
Bæjarstjóri Akureyrar kom til Reykjavíkur til að reyna að losa um patt-
stöðu samningaviðræðna kennara og sveitarfélaga. Hann kynnti
menntamálaráðherra hugmyndirnar sem segir þær koma of seint.
VERKFALL „Ég er ekkert á leið í bæ-
inn með lausnina á verkfalli kenn-
ara,“ sagði Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri Akureyrar. Hann kom
í gær til Reykjavíkur með hug-
myndir að einfölduðum kjara-
samningi kennara til umræðu
samninganefnda kennara og
sveitarfélaga í von um að losa um
pattstöðuna.
Kristján sat fund með Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra og
kynnti meðal ann-
ars fyrir henni
h u g m y n d i r n a r
sem eru hans og
forystu kennara á
Akureyri.
Þorgerður seg-
ir jákvætt að
sveitastjórnar-
menn leiti úr-
lausnar á kjara-
deilunni. Hug-
myndirnar komi
þó heldur seint
fram í umræðuna.
Þær mætti nýta í
framtíðarviðræð-
um um laun kenn-
ara. Leyfa verði samninganefnd-
unum að leysa úr kennaraverk-
fallinu:
„Ég held að við verðum að bíða
og sjá hvað gerist í samningavið-
ræðunum og hvort miðlunartil-
laga líti dagsins ljós.“
Þorgerður segir það ríkissátta-
semjara að ákveða hvort sú leið
verði farin. Hún átti sig ekki á
hvort hann kjósi það.
Þrátt fyrir hugmyndirnar lýsir
Kristján yfir fullum stuðningi við
launanefnd sveitarfélaganna.
Ekki sé á stefnuskránni að Akur-
eyringar gangi til sérsamninga.
Tryggvi Heimisson formaður
Bandalags kennara á Norðurlandi
eystra lýsir einnig fullum stuðn-
ingi kennara við samninganefnd
þeirra. Viðræður við Kristján hafi
verið um óformlegar hugmyndir:
„Spjallið var nauðsynlegt til að
halda starfsandanum hreinum
þegar verfallinu lýkur þannig að
menn snúi ekki gramir aftur til
vinnu.“
Kristján vildi ekki tjá sig um
inntak hugmyndanna og hvað þær
þýði í krónum talið. Þær séu þó
engin ný sannindi og hafi verið
ræddar víða um land. Tími sé
kominn fyrir dýpri umræðu en
verið hafi:
„Það vill svo til að kennarasam-
félagið fyrir norðan er í meginat-
riðum sammála hugmyndunum;
eða svona í grófum dráttum. Það
er ákveðinn samhljómur þarna á
milli.“ gag@frettabladid.is
ÍSRAEL,AP Ísraelska þingið sam-
þykkti í gærkvöld áætlun Ariels
Sharon forsætisráðherra um
brottflutning ísraelskra land-
nema frá Gaza og fjórum svæð-
um á Vesturbakkanum. Auk land-
nemanna draga Ísraelsmenn her-
lið, sem verndað hefur landnema-
byggðirnar á þessum svæðum, til
baka.
Áætlunin markar markar
þáttaskil í deilu Ísraelsmanna og
Palestínumanna því aldrei áður
hafa ísraelsk stjórnvöld sam-
þykkt að flytja landnema frá
Gaza eða Vesturbakkanum. Ísra-
elar munu áfram hafa eftirlit með
landamærum Gaza og lofthelgi.
Brottflutningur landnemanna og
herliðsins verður framkvæmdur í
skrefum og mun ríkisstjórnin
þurfa að samþykkja hvert ein-
stakt tilfelli fyrir sig.
Áætlunin var samþykkt með
67 atkvæðum gegn 45 eftir tvo
stormasama daga í þinginu. Shar-
on hafði hótað að reka þá ráð-
herra Likud-bandalagsins sem
ekki myndu greiða atkvæði með
áætluninni. Þeir gerðu það allir
en áður Sharon hafði rekið tvo
þeirra. Það voru friðarsinnaðir
stjórnarandstöðuflokkar sem
tryggðu áætluninni framgöngu
með því að greiða atkvæði með
henni.
Fjöldi fólks kom saman fyrir
utan þinghúsið, mest landnemar,
til að mótmæla áætlun stjórn-
valda. ■
Stal 25 bílum á
höfuðborgarsvæðinu:
Bílþjófur
fangelsaður
LÖGREGLA Maður fæddur árið
1982 var handtekinn í fyrra-
kvöld í tengslum við rannsókn
fjölda bílþjófnaða sem lögregl-
an í Reykjavík og lögreglan í
Kópavogi unnu saman að.
Fyrir liggur að maðurinn er
búinn að stela 25 bílum undan-
farnar vikur og mánuði að sögn
Harðar Jóhannessonar, yfirlög-
regluþjóns í Reykjavík. Maður-
inn hefur áður komið við sögu
lögreglu en hann fór í afplánun í
gær því hann átti eftir að sitja af
sér dóm. Hörður segir stóran
hluta af bílþjófnuðum að undan-
förnu hafa verið upplýstan með
handtöku mannsins. Maðurinn
virðist hafa notað bílana til að
komast á milli staða og til að
hafa til afnota í einhvern tíma en
skildi þá síðan eftir hér og þar.
Haukur Ásmundsson sagði í
viðtali við Fréttablaðið í vikunni
að Nissan og Subaru væru búnir
að vera vinsælir meðal bílþjófa í
nokkurn tíma. ■,,Ég held
að við verð-
um að bíða
og sjá hvað
gerist í
samninga-
viðræðun-
um og
hvort miðl-
unartillaga
líti dagsins
ljós.
Ég hef lífsviðurværi mitt af því að
skrifa um spákaupmennsku, ekki
að stunda hana.
Þórður Pálsson er yfirmaður greiningardeildar KB
banka. Metlækkun hefur orðið á Úrvalsvísitölunni
undanfarna tvo daga.
SPURNING DAGSINS
Þórður, ertu búinn að selja?
FUNDAÐ Í KARPHÚSINU
Samninganefndir sjómanna og útvegs-
manna hafa fundað stíft í húsi ríkissátta-
semjara. Hægt miðar í viðræðunum en
ekki þó þannig að þörf sé á verkfallsboðun.
Sjómenn og útvegsmenn:
Hægt miðar
í samningsátt
KJARAMÁL Verkfall sjómanna er ekki
í bígerð á meðan gangur er í við-
ræðum við útvegsmenn að sögn
Sævars Gunnarssonar, formanns
Sjómannasambands Íslands.
Fundarhöld sjómanna og útvegs-
manna um kjarasamninga hafa ver-
ið stíf í Karphúsinu að undanförnu.
Sævar vill ekki tjá sig um efnisat-
riði viðræðnanna en þeim miði
hægt.
Sævar segir Sólbakssamninginn
ekki hafa verið uppi á borðum í
samningaviðræðunum. Ekki sé tek-
ið mið af efnisatriðum hans. - gag
SKEMMTUN
DÁLEIÐANDI MÁTTUR
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
FULL AF FJÖRI
OG SPENNU
BÓK SEM MAÐUR
LEGGUR EKKI FRÁ SÉR
FYRR EN AÐ
LESTRI LOKNUM
NÝ BÓK UM STELPUNA MEÐ DÁLEIÐSLUHÆFILEIKANA
- Kirkus Review
.
Undanþágunefnd:
Fundartími
óákveðinn
VERKFALL Ekki hefur verið ákveðið
hvenær undanþágunefnd kennara
og sveitarfélaga fundar.
Undanþágunefnd átti síðast
fund á föstudag.
Um 30 kennarar fengu þá und-
anþágu til að kenna í Lækjarskóla í
Hafnarfirði, Hjallaskóla í Kópa-
vogi og Fellaskóla í Reykjavík.
Tvær umsóknir liggja fyrir
samkvæmt Þórörnu Jónsdóttur
fulltrúa kennara. Sigurður Óli Kol-
beinsson fulltrúi sveitarfélaganna
telur einnig að fara verði yfir um-
sóknir síðasta fundar sem hafi ver-
ið hafnað því þær hafi ekki fengið
viðhlítandi umfjöllun. - gag
KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON
„Ég er að horfa til þess að grunnskólakennari ráði sig til grunnskólans sem venjulegur
launamaður og hafi ákveðna vinnuskyldu í hverri viku. Þegar hún er uppfyllt og einhver
verk standa útundan og hann vill vinna verði greitt yfirvinna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
FLATEYRI
Eini bærinn innan sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar þar sem stundakennarar eru engir.
Kennsla liggur því algerlega niðri í verkfalli kennara öfugt við það sem gerist í öðrum bæj-
um sveitarfélagsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Þáttaskil í deilu Ísraela og Palestínumanna:
Brottflutningur land-
nema samþykktur
ANDSTÆÐINGAR HEILSAST
Ariel Sharon forsætisráðherra tekur í höndina á Shimon Perez, formanni Verkalýðsflokks-
ins, eftir að áætlunin var samþykkt.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Ættingjar forsetans:
Ekki kjósa
Bush frænda
BOSTON, AP Sjö fjarskyldir ættingj-
ar George W. Bush Bandaríkjafor-
seta hafa opnað vefsíðu (
www.bushrelativesforkerry.com)
þar sem kjósendur eru beðnir um
að kjósa ekki frænda þeirra.
Ættingjarnir, sem segjast aldrei
hafa hitt Bush, styðja allir John
Kerry, forsetaframbjóðanda
demókrata. Á heimasíðunni segir
að nauðsynlegt sé að lækna Banda-
ríkin af þeim veikindum sem þau
hafi átt við að stríða síðan Bush tók
við völdum árið 2000. Ættingjarnir
eru barnabörn Mary Bush House.
Hún var systir Prescott Bush, sem
var faðir og afi Bush-feðganna. ■