Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 48
Að vera 75 ára er tilfinning gamals manns sem er kominn til ára sinna, er að tapa geði og gjörvuleik og er að eldast hvað af tekur og nálgast gröfina,“ segir afmælisbarn dagsins, Flosi Ólafs- son. Eins og orð hans gefa til kynna er hann lítt hrifinn af því að eldast og aðspurður segist hann ekki sérlega ánægður með eiga eftir að deyja. „Ég kvíði því fyrir hönd alheimsins, sjálfs mín og minna nánustu sérstaklega því ég veit að þeir eiga eftir að sakna mín ótrúlega mikið.“ Í dag er opinber útgáfudagur bókar Flosa, Heilagur sannleikur og hann mun vera nokkuð upp- tekinn við að lesa upp úr henni. „Afmælisdagurinn fer í að kynna bókina sem ég leyfi mér að líta svo á að sé jólabókin ár,“ segir Flosi. Í tilefni afmælis hans verður bókin seld með 25 prósenta afslætti í bókabúðum. „Það er spottprís fyrir ritverk eins og þetta,“ segir Flosi. Í bókinni tíundar Flosi sam- skipti sín við hitt kynið í 75 ár, auk þess sem hann fjallar almennt um kynlíf, bæði manna og dýra. Síð- asta bók Flosa, Ósköpin öll, var ein af söluhæstu bókunum á síðasta ári og engin ástæða virðist til að ætla annað en að þessi nýja bók muni falla í kramið hjá lesendum. Síðustu árin hefur Flosi lítið gert af því að halda upp á afmæli sitt. „Það þótti meiri ástæða til þegar maður var ekki orðinn þorstaheftur. Þá þótt ástæða til að stofna til mannfagnaðar við minnstu tækifæri, jafnvel þótt ekki væri um merkisafmæli að ræða,“ segir afmælibarnið Flosi. kolla@frettabladid.is 24 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR JOHN CLEESE Breski háðfuglinn er 65 ára í dag. FLOSI ÓLAFSSON ER 75 ÁRA Í DAG OG ENN UNGUR Í ANDA „Ég á frekar auðvelt með að leika menn í viðskiptum þar sem mér er eðlislægt að vera litlaus, frekar grimmur og vanhæfur.“ - John Cleese getur brugðið sér í allra kvikinda líki en er sterkastur á viðskiptasvellinu. timamot@frettabladid.is Sænska akademían tilkynnti á þessum degi árið 1955 að Halldór Kiljan Laxness hlyti bók- menntaverðlaun Nóbels. Tilkynn- ingin vakti að vonum mikla at- hygli og gleði á Íslandi og þjóðin samfagnaði Halldóri þó hann væri enn afar umdeildur vegna stjórnmálaskoðana sinna enda „treystist enginn til að mótmæla því að hann væri mesti rithöf- undur sem Ísland hefði alið á 20.öld og þó víðar væri leitað um söguna,“ eins og það er orð- að í bókinni Ísland í aldanna rás. Einstök tök Halldórs á íslenskri tungu og fjölskrúðugar skáld- sagnapersónur hans sem margar hverjar öðluðust sjálfstætt líf með þjóðinni tóku af allan vafa um að hann væri vel að verð- laununum kominn enda fylgdi það ákvörðun akademíunnar að hann hefði endurnýjað hina miklu íslensku frásagnarlist. Í Íslandi í aldanna rás er bent á að Íslendingar hafi glaðst bæði fyrir Halldórs hönd og sína eigin þar sem það hafi verið talið „enn eitt merkið um uppgang hins sjálfstæða lýðveldis Íslands að hafa nú eignast nóbelsverð- launahöfund.“ Halldór tók við verðlaununum í Stokkhólmi þann 10. desember þetta sama ár. 27. OKTÓBER 1955 Sænska akademían tilkynnti að Hall- dór Laxness hlyti bókmenntaverð- laun Nóbels ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1858 Roland Macy opnar verslun undir merkjum Macy’s í New York. Þetta var átt- unda viðskiptatilraun hans en hinar sjö höfðu runnið út í sandinn. 1880 Theodore Roosevelt og Alice Lee ganga í hjóna- band. 1904 Neðanjarðarlestakerfi New York-borgar er tekið form- lega í notkun. 1925 Fred Waller fær einkaleyfi fyrir vatnaskíðum. 1954 Marilyn Monroe og hafna- boltahetjan Joe DiMaggio skilja en þau giftust þann 14. janúar þetta sama ár. 1978 Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, og Menachem Beg- in, forsætisráðherra Ísraels, hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir tilraunir til að stilla til friðar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Laxness fær Nóbelinn Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Katrín Gísladóttir Álfaskeiði 64, Hafnarfirði lést á St. Jósepsspítala Hafnarfirði laugardaginn 23. október sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. október kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi, Kristján Björn Guðmundsson Frá Ísafirði. Grandavegi 47, Reykjavík lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 24. október. Fyrir hönd aðstandenda Ólafur G. Kristjánsson, Svanborg Eyþórsdóttir, Sigurbjörn E. Kristjáns- son, Erla Kjartansdóttir, Rolf Kristjánsson, Ellý A. Kristjánsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir, Snorri Kristinsson, barnabörn og barnabarna- börn. Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Odds Jakobs Bjarnasonar Engjavegi 20, Ísafirði Sérstakar þakkir eru til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut deild 11E. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Jónsdóttir, Helga Oddsdóttir, Jón B. Oddsson, G. Valdís Ólafs- dóttir, Guðrún Oddsdóttir, Hörður Þór Ástþórsson, Oddný Kristín Oddsdóttir, Hákon Þorleifsson, Viðar Ingi Oddsson, Björg Leósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Spennandi verkefni framundan Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar réð í gær Björn Inga Sveinsson í stöðu sparisjóðstjóra, en Björn sem er menntaður Verkfræðingur hefur gegnt stöðu borgarverk- fræðings í Reykjavík frá árinu 2003. „Ég held að þetta sé skemmtilegt tækifæri, gott fyrir- tæki og mikil áskorun er framund- an á þessum markaði sem ég ætla mér að beita mér í að leysa vel,“ segir Björn Ingi sem starfaði sem verkfræðingur í ein tíu ár í Banda- ríkjunum og var tæknilegur fram- kvæmdastóri verkfræðifyrirtækis í rúm 6 ár eftir það og varð þá for- stjóri vélaframleiðslufyrirtækis, en 1999 gerðist hann forstjóri verkfræðistofunnar Hönnunar í Reykjavík áður en hann tók við embætti borgarverkfræðings. „Ég hef ekki mikið verið í verkfræð- inni sem slíkri því starf mitt hefur meira tengst rekstri, ég hef auðvit- að verið mikið í stjórnunarstöðum en ég er viss um að hjá Sparisjóðn- um er mikið af hæfu starfsfólki sem kann marga hluti miklu betur en ég,“ segir Björn Ingi sem sjálf- ur er búsettur í Hafnarfirðinum og á ættir sínar að rekja þangað að hluta til. „Það er nóg fyrir mig að hugsa framundan en ég þarf að skila af mér stóru verkefni sem ég er að sinna fyrir Reykjavíkurborg. Svo vil ég bara draga andann og setja mig inn í mál Sparisjóðsins og kynnast þessu ágæta fólki sem ég kem til með að starfa með,“ seg- ir Björn Ingi að lokum. ■ BJÖRN INGI SVEINSSON Borgarverkfræðingur í Reykjavík mun taka við stöðu Spari- sjóðsstjóra Hafnarfjarðar um áramótin. „Ég held að þetta sé skemmtilegt tækifæri, gott fyrirtæki og mikil áskorun er framundan á þessum markaði sem ég ætla mér að beita mér í að leysa vel.“ Jólabók á afmælisdaginn FLOSI ÓLAFSSON Afmælisdag- urinn fer í að kynna nýja bók. Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000 FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.