Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 26
Gólfin hjá Vigni Jóhannssyni myndlistarmanni eru listaverk og sá sem horfir oní gólf hjá honum gerir það ekki af skömm eða feimni heldur af einskærum áhuga. „Ég vildi hafa þetta pers- ónulegt frá minni hendi og með tilvísun í mína eigin myndlist,“ segir Vignir, sem meðal annars parkettlagði gólfin á þann veg að það teiknar upp rýmið. „Ég bjó lengi á meðal indíána í Nýju Mexíkó þar sem þeir vefa teppi af mikilli list, sem veitti mér inn- blástur þegar ég ákvað að leggja hluta af parkettinu þannig að það tók á sig form gólfteppis,“ segir Vignir. Á baðherbergið fékk hann þá hugmynd að notast við gler og setja eitthvað undir það, en hann hefur talsvert unnið með það í verkum sínum. „Ég tók þá ákvörðun að mála málverk undir flísarnar svo ég sneri þeim við og málaði verkið aftan á, en ég hef mikið verið að mála af pollum og vatni og var myndefnið í þá áttina,“ segir Vignir og hefði varla getað valið betra myndefni á baðherbergisgólfið. Á nokkrum stöðum má svo sjá tilvitnanir í texta skálda og rithöfunda sem Vignir setti einnig undir gler- flísarnar. „Hugmyndin var að taka inn í þetta heimspekilegar vangaveltur, og þegar maður situr á klósetinu getur maður séð þessar tilvitnanir,“ segir Vignir en Þorsteinn J. var honum innan handar við valið á textanum og ákvað Vignir að nota eina línu frá Þorsteini – Sáldra flórsykri yfir fjöllin. „Textanum er komið þannig fyrir að best er að lesa hann þegar setið er á klósettinu og horft niður. Það er kjörinn staður fyrir vangaveltur en margt gott fæðist á klósettinu,“ segir Vignir. 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR2 LINDA ÁSGEIRSDÓTTIR LEIKKONA Nammiskálin í sérstöku uppáhaldi Vangaveltur á klósettinu Vignir Jóhannsson myndlistarmaður vann gólfin heima hjá sér með tilvísun í eigin myndlist FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R „Það sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér er tvær skálar eftir Margréti Jónsdótt- ur, leirlistakonu á Akureyri,“ segir Linda Ásgeirsdóttir leikkona en hún er ekki í neinum vafa um hvaða hlutir gefa heimilinu hennar fallegan brag. „Báðar skál- arnar eru mjög fallegur og afskaplega ólíkar. Önnur er blá og lítil en hin er hvít og stór. Þessi bláa er til dæmis tilvalin nammiskál og hún er notuð óspart undir góðgæti. Af þeim sökum býr hún yfir ótrúlegu aðdráttarafli,“ segir Linda en Margrét Jónsdóttir er í sérlegu uppáhaldi. „Margrét er mjög skemmtilegur lista- maður og með afskaplega skemmtilegt auga fyrir fallegum hlutum. Nú dauð- langar mig í spiladós sem hún hannaði sem er á óskalistanum. Maður þarf reyndar að elta hana til Akureyrar því hún er með vinnustofu þar og verslun að ég held.“ Lindu finnst gaman að skreyta heimili sitt með fallegum hlutum og er ekki í neinum vafa um hvað heillar hana mest. „Ég hef dálæti á öllu sem tengist mynd- list og leirlist og allt íslenskt handverk höfðar til mín. Mér finnst gaman þegar einhver skapar og býr til eitthvað og leggur hjarta sitt í verkið. Það gerir það eitt- hvað svo sérstakt.“ 1. Ég ákvað að leggja hluta af parkettinu þannig að það tók á sig form gólfteppis. 2. Rýmið er teiknað upp með því að leggja parkettið á mismunandi vegu. 3. Glerflís með ljóðlínu eftir Hannes Sigfússon. 5. Gólfið er þakið glerflísum með málverki eftir Vigni og tilvitnanir í ljóð. 6. Vignir málaði mynd- verk aftan á glerflísarnar og setti þar tilvitnanir í ljóð. HEIMILISBLAÐIÐ: UMSJÓN: Sigríður B. Tómasdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. HÖFUNDAR EFNIS: Brynhildur Björnsdóttir, Edda Jóhannsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Kristín Eva Þórhallsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Sigríður B. Tómasdóttir. LJÓSMYND Á FORSÍÐU: Teitur Jónasson. HLUTIR Á FORSÍÐUMYND: Bíll úr Lystadún-Marco. Motta og kollur úr Ikea. FYRIRSÆTUR: Arnar Tumi Arnarsson, Kristín Arnarsdóttir og Tinni Teitsson. HÖNNUN: Bergdís Sigurðardóttir. UMBROT: Frétt ehf. Linda heldur mikið upp á tvær skálar eftir leirlistakonuna Margréti Jónsdóttur. 1 2 3 4 5 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HEIMILISBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.