Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 6
6 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNMÁL Svo virðist sem Fram-
sóknarflokkurinn hafi breytt um
stefnu og opni á skólagjöld í fram-
haldsnámi að sögn Elsu B. Frið-
finnsdóttur framsóknarkonu.
Vitnar Elsa til orða Dagnýjar
Jónsdóttur, þingkonu flokksins, í
Fréttablaðinu í gær. Þar sagði
Dagný: „Framsóknarflokkur-
inn...hafnar skólagjöldum í grunn-
námi í ríkisreknum háskólum.“
Elsa segir að þetta sé nánast
orðrétt tillaga hennar sjálfrar frá
flokksþingi Framsóknarflokksins
í byrjun þessa árs. Þá hafi Dagný
hins vegar lagt fram frávísunar-
tillögu.
Dagný Jónsdóttir segir hins
vegar stefnu flokksins óbreytta,
hún hafi aðeins notað orðið grunn-
nám því tilefni viðtals Frétta-
blaðsins hefði verið sameining
Tækniskólans og Háskólans í
Reykjavík.
Elsa B. Friðfinnsdóttir segir að
fundarstjóri landsfundar hafi lát-
ið afgreiða frávísunartillögu Dag-
nýjar sem dagskrártillögu og þar
með ekki leyft neinar umræður.
„Þetta var mjög brútalt og því er
flokkurinn enn bundnari en ella af
óbreyttri stefnu.“ ás
VEISTU SVARIÐ?
1Hversu mikið hefur Úrvalsvísitalanlækkað síðustu tvo daga?
2Hver hefur verið ráðinn skólastjóriVerslunarskóla Íslands?
3Hvaða lið leika nú til úrslita í banda-ríska hafnaboltanum?
Svörin eru á bls. 38
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Rakarinn morðóði
– eftir Stephen Sondheim
Fyrst rakstur
- svo bakstur!
Fáar sýningar – Misstu ekki af þessum krassandi
viðburði á sviði Íslensku óperunnar!
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Forsætisráðherra Úkraínu:
Fær stuðning
Pútíns
ÚKRAÍNA, AP Viðtal við forseta
Rússlands, Vladimir Pútín, birtist
í úkraínsku sjónvarpi í gær, að-
eins sex dögum fyrir umdeildar
forsetakosningar í landinu. Talið
er að viðtalið hafi verið birt til að
styðja Viktor Janukovítsj sem
keppir um embættið á móti um-
bótamanninum Viktor Júshtsjen-
ko.
Rússar eiga mikilla hagsmuna
að gæta í kosningunum, þar sem
úkraínska höfnin Sevastopol í
Svarta hafinu er heimahöfn suð-
urflota rússneska sjóhersins. ■
Framsóknarmenn deila:
Breytt stefna um
skólagjöld
ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR OG DAGNÝ JÓNSDÓTTIR
Fyrrverandi aðstoðarmaður Framsóknarráðherra og eiginkona Kristins H. Gunnarssonar
sakar flokkssystur sínar um sinnaskipti í trássi við landsfundarsamþykkt.
DÓMSMÁL „Í dómnum er látið að
því liggja að konan hafi unnið til
áverkanna,“ segir Jónína Bjart-
marz, alþingismaður og lög-
fræðingur, um dóm sem kveðinn
var upp í Héraðsdómi Reykja-
ness í síðustu
viku þar sem
refsingu yfir
manni vegna
heimilisofbeldis
var frestað. Guð-
mundur L. Jó-
h a n n e s s o n
h é r a ð s d ó m a r i
dæmdi málið.
Maðurinn var
ákærður fyrir að
hafa tekið eigin-
konu sína háls-
taki og hrint
henni til og frá
þannig að hún
tognaði á hálsi og
hné og hlaut yfir-
borðsáverka á
andliti og hár-
sverði.
Jónína segir
virðast sem dóm-
arinn telji lög-
fulla sönnun á því að maðurinn
hafi veitt konunni áverka og
hafi því brotið gegn 217. grein
almennra hegningarlaga. Þá
segir hún dómarann ákveða í
ljósi aðstæðna og atvika að fres-
ta refsingu. Þær aðstæður og at-
vik séu að maðurinn hafi lagt
hendur á konuna í mikilli bræði
og segir í dómnum að gögn
málsins hnígi frekar að því að
konan kunni að hafa valdið
bræðinni. „Þar segir dómarinn
að hugsanlega hafi framhjáhald
borið á góma á milli þeirra sem
hafi réttlætt bræðina sem síðan
réttlætir áverkana á konunni,“
segir Jónína.
Jónína segir það vekja at-
hygli að í dómnum sé eitt af því
sem dómarinn virðist vísa til
varðandi frestun refsiákvörðun-
ar það að konan hafi verið svo
sein að kæra. Henni finnst und-
arlegt að það teljist seint fyrir
konu, sem hefur sætt ofbeldi og
þurft hefur að flýja heimili sitt
ofsahrædd á nærfötunum, að
kæra einni viku eftir atburðinn.
„Ég vil enn og aftur ítreka að
konur í þessari stöðu eiga ekki
að þurfa að kæra og gera kröfu
um refsingu og eftir atvikum
skaðabóta því það ber að rann-
saka þessi mál. Í þessu máli lá
fyrir áverkavottorð og vitni að
því að konan flúði heimilið auk
þess sem konan fór til lögregl-
unnar því hefði lögreglan átt að
rannsaka málið að eigin frum-
kvæði og án kæru,“ segir Jón-
ína.
hrs@frettabladid.is
JÓNÍNA BJARTMARZ
Hún segir það vekja athygli að
dómari virðist, varðandi frestun
refsiákvörðunar, vísa til þess að
konan hafi verið sein að kæra, en
hún kærði viku seinna.
Flúði eiginmanninn
og kærði viku seinna
Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, undrast að í niðurstöðum í dómi Héraðsdóms
Reykjaness sé gefið til kynna að konan hafi unnið til áverka sem eiginmaður hennar veitti henni.
Einnig sé vísað til þess að konan hafi verið sein að kæra en hún kærði viku eftir árásina.
,,Þar segir
dómarinn
að hugsan-
lega hafi
framhjá-
hald borið
á góma á
milli þeirra
sem hafi
réttlætt
bræðina
sem síðan
réttlætir
áverkana á
konunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FÉLAGSMÁL Hundruð barna hafa
hlotið styrki frá Velferðarsjóði
barna, að sögn Ingibjargar Pálma-
dóttur framkvæmdastjóra hans,
auk ýmissar starfsemi að velferð-
armálum barna. Sjóðurinn hefur á
starfstíma sínum veitt vel á þriðja
hundrað milljóna króna til slíkra
málefna.
Sjóðurinn var stofnaður í árs-
byrjun 2000 af Íslenskri erfða-
greiningu og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Síðastliðin sumur hefur hann
til að mynda styrkt börn sem búa
við fátækt með því að veita þeim
tækifæri til þátttöku í námskeið-
um og til fatakaupa. Á sjötta
hundrað barna hafa notið slíkra
framlaga.
Stærsta verkefni sjóðsins til
þessa tíma er uppbygging hvíldar-
og hjúkrunarheimilisins Rjóðurs
fyrir langveik börn. Heimilið er
staðsett í Kópavogi og hýsir um 8
- 10 börn í einu. Þá stendur sjóður-
inn að vináttuverkefni, þar sem
háskóla- og framhaldsskólanemar
taka grunnskólanema að sér og
verja með þeim þremur stundum
á viku. Markmiðið er að víkka
sjóndeildarhring barnanna. Skóla-
árið 2004 - 2005 eru um 200 þátt-
takendur í þessu verkefni.
Loks má nefna margvísleg
fræðsluverkefni, sem sjóðurinn
hefur staðið að á starfstíma sín-
um, auk veitingu ferðastyrkja til
fjölmargra fatlaðra og veikra
barna. - jss
Velferðarsjóður barna hefur úthlutað nær 300 milljónum:
Hundruð barna hafa notið framlaga
INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR
Stofnframlag Velferðarsjóðs barna var gjöf
Íslenskrar erfðagreiningar til barna í land-
inu að upphæð ríflega 500 milljónir króna.
CONDOLEEZZA RICE
Rice segir að nú sé rétti tíminn fyrir Arafat
að hætta.
Þjóðaröryggisráðgjafi
Bandaríkjanna:
Vill að Arafat
hætti
BANDARÍKIN, AP Þeir þjóðarleiðtog-
ar sem enn ræða við Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna, eiga
að þrýsta á hann að hætta. Þetta
segir Condoleezza Rice, þjóðarör-
yggisráðgjafi Bandaríkjaforseta.
Rice sagði að þar sem Ísraelar
hygðust flytja landnema frá Gaza
og Vesturströndinni væri rétti
tíminn fyrir Arafat að hætta af-
skiptum af deilu Palestínumanna
og Ísraela. Hún sagði að Arafat
hefði einmitt barist fyrir að land-
nemar flyttu brott og því væri nú
tími kominn til þess að nýr maður
leiddi palestínsku þjóðina í friðar-
viðræðunum. Aðeins þannig væri
mögulegt að ná einhverjum ár-
angri í framtíðinni. ■