Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 4
FJÁRMÁL Veruleg aukning hefur orðið í árangurslausum fjárnám- um á einstaklinga á árunum 1998 til 2004, miðað við fyrstu níu mán- uði hvers árs. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Lánstrausts hf. Milli áranna 2003 og 2004 hef- ur aukningin verið um 52 prósent. Mest er hún hjá aldurshópnum 26 til 30 ára eða um 35 prósent. Á hæla honum kemur fólk á aldrin- um 31 til 45 ára, þar sem aukning- in nemur 28 prósentum. Aftur á móti hefur árangurslausum fjár- námum heldur fækkað hjá aldurs- hópnum 18 til 20 ára milli ára 2003 til 2004. „Vissulega eru þetta sláandi tölur,“ sagði Björk Ólafsdóttir, fjármálastjóri Lánstrausts hf. „Við gerðum athugun á því hvort það væri einhlít skýring fyrir þessari miklu aukningu, en svo virðist ekki vera. Þó leiddi sú at- hugun í ljós að einkaneysla og aukin skuldsetning eigi einhverja orsök á þessarri aukningu árang- urlausra fjárnáma. Fjöldi einstak- linga á vanskilaskrá er um tutt- ugu þúsund og hefur sú tala stað- ið nokkuð í stað síðasta árið en aftur á móti sjáum við að fleiri ár- angurslaus fjárnám eru á hvern einstakling heldur en verið hefur síðustu ár. Aukningin liggur ein- nig í því. Hún er nokkuð jöfn í öll- um aldurshópum, þó að 26 til 30 ára hópurinn standi greinilega upp úr. Neyslulánin virðast hafa aukist.“ „Það getur verið allnokkuð átak að snúa þróuninni við þegar svona er komið í fjármálum fólks“, sagði Björk ennfremur. „Sumu fólki finnst ef til vill erfitt að setja sig í samband við kröfu- hafa og bíður of lengi með það. Á meðan rúllar boltinn og vefur utan á sig uns fólki finnst sem því séu allar bjargir bannaðar.“ Björk sagði að aukning árang- urslausra fjárnáma væri einnig til staðar hjá fyrirtækjum. Þar hefðu þau aukist um fjörutíu prósent á fyrstu níu mánuðum 2004 miðað við sama tímabil 2003. Síðastliðinn vetur fóru starfs- menn frá Lánstrausti hf. með stuðningi banka og fjármálafyrir- tækja í tíunda bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og héldu stutt námskeið um forvarnir í fjármálum. Lánstraust hf og stuðningsaðilar ætla sér að halda þessum námskeiðum áfram. jss@frettabladid.is 4 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Framsóknarfélag Dalasýslu lýsir stuðningi við Kristin H. Gunnarsson: Vill að þingflokkur biðjist afsökunar STJÓRNMÁL Málflutningur Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, er í fullu samræmi við almennan vilja kjós- enda flokksins. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Framsóknar- félagsins í Dalasýslu. Á fundinum var stuðningsyfirlýsing við Krist- in samþykkt einróma. „Aðalfundurinn skorar á þing- flokk Framsóknarflokksins að endurskoða þá ákvörðun sína að vísa Kristni H. Gunnarssyni úr öllum nefndum á vegum Alþingis og lítur á slík vinnubrögð sem mannréttindabrot gagnvart hon- um og kjósendum flokksins í kjör- dæminu,“ segir í ályktun félags- ins. „Þetta er atlaga að almennu lýðræði í Framsóknarflokknum, og væri ekki til of mikils ætlast að þingflokkurinn bæðist afsökunar á framkomunni.“ Framsóknarfélagið Dalasýslu er fjórða félagið til að mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Fram- sóknarflokksins að útiloka Kristin H. Gunnarsson frá setu í fasta- nefndum Alþingis. Hin félögin sem mótmælt hafa eru Framsókn- arfélag Barðastrandarsýslu, Bol- ungarvíkur og Hólmavíkur- hrepps. - th DÆMDUR FYRIR FJÁRDRÁTT Maður á fimmtugsaldri var Í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér tæpar 56 þúsund krónur þegar hann starfaði sem bifreiðastjóri hjá fyrir- tæki. Maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um refsi- verða háttsemi. KÝLDI LÖGREGLUMANN Tæp- lega fimmtugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann með krepptum hnefa í andlitið. Lögreglumað- urinn marðist í andliti, tönn brotnaði og fjarlægja þurfti tönn sem losnaði. ■ DÓMAR Léstu sprauta þig gegn flensu? Spurning dagsins í dag: Óttastu hrun á íslenska hlutabréfa- markaðnum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 16% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun ANDRÉS JÓNSSON Á fundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur í gærkvöld þar sem rætt var um framtíð Reykjavíkurlistans. Reykjavíkurlistinn: Staða Sam- fylkingar er óásættanleg STJÓRNMÁL Staða Samfylkingarinn- ar innan Reykjavíkurlistans er óá- sættanleg miðað við fylgi flokks- ins í borginni. Þetta kom fram í máli Andrésar Jónssonar, for- manns Ungra jafnaðarmanna, á fundi Samfylkingarfélags Reykja- víkur í gærkvöld. Andrés segir að miðað við fylg- ið í kosningunum megi búast við því að flokkurinn fengi sex borg- arfulltrúa af fimmtán en nú eru tveir borgarfulltrúar Reykjavík- urlistans frá Samfylkingu. Miðað við sömu forsendur fengi Sjálf- stæðisflokkur einnig sex fulltrúa og Framsóknarflokkur, Vinstri grænir og Frjálslyndir einn borg- arfulltrúa hver. „Þetta hlýtur að vera eitthvað sem Samfylkingarfólk í Reykja- vík þarf að skoða vandlega þegar tekin verður afstaða til þess hvort við höldum áfram samstarfi um R-lista,“ segir Andrés. - ghg KRISTINN Á ÞINGFLOKKSFUNDI Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sat sinn fyrsta þingflokksfund hjá Framsóknar- flokknum 6. október eftir að ákveðið var að hann sæti í engum þingnefndum fyrir flokkinn. 84% ■ LÖGREGLUFRÉTTIR TVÖ INNBROT Brotist var inn í bílskúr á Álfaskeiði og inn í bíl við Austurgötu í Hafnarfirði fyrrinótt. Verkfærum var stolið úr bílskúrnum og hljómflutnings- tækjum úr bílnum. Málin eru í rannsókn. Einkaneysla leiðir til árangurslausra fjárnáma Árangurslaus fjárnám á einstaklinga hafa aukist um rúmlega 50 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin hjá aldurshópnum 26 til 30 ára. BÍLALÁN Nokkuð algent er að bílakaup með bílalánum valdi því að fólk kemst í fjárhagsvandræði. 2004 2003 A ld ur 60+ 56-60 51-55 46-50 41-45 36-40 31-35 26-30 21-25 18-20 0 100 200 300 400 500 600 Fjöldi ÁRANGURSLAUS FJÁRNÁM SAMANBURÐUR Á 2003 OG 2004 ALDURSKIPT 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2. 69 5 3. 30 0 4. 12 1 5 .9 13 7 .3 19 8. 21 0 12 .4 21 ÁRANGURSLAUS FJÁRNÁM 1998-2004 FYRSTU 9 MÁN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.