Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 4

Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 4
FJÁRMÁL Veruleg aukning hefur orðið í árangurslausum fjárnám- um á einstaklinga á árunum 1998 til 2004, miðað við fyrstu níu mán- uði hvers árs. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Lánstrausts hf. Milli áranna 2003 og 2004 hef- ur aukningin verið um 52 prósent. Mest er hún hjá aldurshópnum 26 til 30 ára eða um 35 prósent. Á hæla honum kemur fólk á aldrin- um 31 til 45 ára, þar sem aukning- in nemur 28 prósentum. Aftur á móti hefur árangurslausum fjár- námum heldur fækkað hjá aldurs- hópnum 18 til 20 ára milli ára 2003 til 2004. „Vissulega eru þetta sláandi tölur,“ sagði Björk Ólafsdóttir, fjármálastjóri Lánstrausts hf. „Við gerðum athugun á því hvort það væri einhlít skýring fyrir þessari miklu aukningu, en svo virðist ekki vera. Þó leiddi sú at- hugun í ljós að einkaneysla og aukin skuldsetning eigi einhverja orsök á þessarri aukningu árang- urlausra fjárnáma. Fjöldi einstak- linga á vanskilaskrá er um tutt- ugu þúsund og hefur sú tala stað- ið nokkuð í stað síðasta árið en aftur á móti sjáum við að fleiri ár- angurslaus fjárnám eru á hvern einstakling heldur en verið hefur síðustu ár. Aukningin liggur ein- nig í því. Hún er nokkuð jöfn í öll- um aldurshópum, þó að 26 til 30 ára hópurinn standi greinilega upp úr. Neyslulánin virðast hafa aukist.“ „Það getur verið allnokkuð átak að snúa þróuninni við þegar svona er komið í fjármálum fólks“, sagði Björk ennfremur. „Sumu fólki finnst ef til vill erfitt að setja sig í samband við kröfu- hafa og bíður of lengi með það. Á meðan rúllar boltinn og vefur utan á sig uns fólki finnst sem því séu allar bjargir bannaðar.“ Björk sagði að aukning árang- urslausra fjárnáma væri einnig til staðar hjá fyrirtækjum. Þar hefðu þau aukist um fjörutíu prósent á fyrstu níu mánuðum 2004 miðað við sama tímabil 2003. Síðastliðinn vetur fóru starfs- menn frá Lánstrausti hf. með stuðningi banka og fjármálafyrir- tækja í tíunda bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og héldu stutt námskeið um forvarnir í fjármálum. Lánstraust hf og stuðningsaðilar ætla sér að halda þessum námskeiðum áfram. jss@frettabladid.is 4 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Framsóknarfélag Dalasýslu lýsir stuðningi við Kristin H. Gunnarsson: Vill að þingflokkur biðjist afsökunar STJÓRNMÁL Málflutningur Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, er í fullu samræmi við almennan vilja kjós- enda flokksins. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Framsóknar- félagsins í Dalasýslu. Á fundinum var stuðningsyfirlýsing við Krist- in samþykkt einróma. „Aðalfundurinn skorar á þing- flokk Framsóknarflokksins að endurskoða þá ákvörðun sína að vísa Kristni H. Gunnarssyni úr öllum nefndum á vegum Alþingis og lítur á slík vinnubrögð sem mannréttindabrot gagnvart hon- um og kjósendum flokksins í kjör- dæminu,“ segir í ályktun félags- ins. „Þetta er atlaga að almennu lýðræði í Framsóknarflokknum, og væri ekki til of mikils ætlast að þingflokkurinn bæðist afsökunar á framkomunni.“ Framsóknarfélagið Dalasýslu er fjórða félagið til að mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Fram- sóknarflokksins að útiloka Kristin H. Gunnarsson frá setu í fasta- nefndum Alþingis. Hin félögin sem mótmælt hafa eru Framsókn- arfélag Barðastrandarsýslu, Bol- ungarvíkur og Hólmavíkur- hrepps. - th DÆMDUR FYRIR FJÁRDRÁTT Maður á fimmtugsaldri var Í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér tæpar 56 þúsund krónur þegar hann starfaði sem bifreiðastjóri hjá fyrir- tæki. Maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um refsi- verða háttsemi. KÝLDI LÖGREGLUMANN Tæp- lega fimmtugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann með krepptum hnefa í andlitið. Lögreglumað- urinn marðist í andliti, tönn brotnaði og fjarlægja þurfti tönn sem losnaði. ■ DÓMAR Léstu sprauta þig gegn flensu? Spurning dagsins í dag: Óttastu hrun á íslenska hlutabréfa- markaðnum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 16% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun ANDRÉS JÓNSSON Á fundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur í gærkvöld þar sem rætt var um framtíð Reykjavíkurlistans. Reykjavíkurlistinn: Staða Sam- fylkingar er óásættanleg STJÓRNMÁL Staða Samfylkingarinn- ar innan Reykjavíkurlistans er óá- sættanleg miðað við fylgi flokks- ins í borginni. Þetta kom fram í máli Andrésar Jónssonar, for- manns Ungra jafnaðarmanna, á fundi Samfylkingarfélags Reykja- víkur í gærkvöld. Andrés segir að miðað við fylg- ið í kosningunum megi búast við því að flokkurinn fengi sex borg- arfulltrúa af fimmtán en nú eru tveir borgarfulltrúar Reykjavík- urlistans frá Samfylkingu. Miðað við sömu forsendur fengi Sjálf- stæðisflokkur einnig sex fulltrúa og Framsóknarflokkur, Vinstri grænir og Frjálslyndir einn borg- arfulltrúa hver. „Þetta hlýtur að vera eitthvað sem Samfylkingarfólk í Reykja- vík þarf að skoða vandlega þegar tekin verður afstaða til þess hvort við höldum áfram samstarfi um R-lista,“ segir Andrés. - ghg KRISTINN Á ÞINGFLOKKSFUNDI Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sat sinn fyrsta þingflokksfund hjá Framsóknar- flokknum 6. október eftir að ákveðið var að hann sæti í engum þingnefndum fyrir flokkinn. 84% ■ LÖGREGLUFRÉTTIR TVÖ INNBROT Brotist var inn í bílskúr á Álfaskeiði og inn í bíl við Austurgötu í Hafnarfirði fyrrinótt. Verkfærum var stolið úr bílskúrnum og hljómflutnings- tækjum úr bílnum. Málin eru í rannsókn. Einkaneysla leiðir til árangurslausra fjárnáma Árangurslaus fjárnám á einstaklinga hafa aukist um rúmlega 50 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin hjá aldurshópnum 26 til 30 ára. BÍLALÁN Nokkuð algent er að bílakaup með bílalánum valdi því að fólk kemst í fjárhagsvandræði. 2004 2003 A ld ur 60+ 56-60 51-55 46-50 41-45 36-40 31-35 26-30 21-25 18-20 0 100 200 300 400 500 600 Fjöldi ÁRANGURSLAUS FJÁRNÁM SAMANBURÐUR Á 2003 OG 2004 ALDURSKIPT 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2. 69 5 3. 30 0 4. 12 1 5 .9 13 7 .3 19 8. 21 0 12 .4 21 ÁRANGURSLAUS FJÁRNÁM 1998-2004 FYRSTU 9 MÁN.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.