Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 16
16 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Heimili og skóli eru frjáls félagasam-
tök og starfa óháð stjórnmálaflokk-
um og trúfélögum. Samtökin voru
stofnuð í september 1992 og hafa
gert sig gildandi í umræðu um upp-
eldis- og menntamál, meðal annars
með þátttöku í opinberri umræðu og
útgáfu tímarits. Mætt hefur á forystu-
mönnum samtakanna að undan-
förnu vegna verkfalls kennara.
Fyrir hverja?
Samtökin eru ætluð foreldrum og
forráðamönnum grunnskólanema og
eru þúsund manns skráð í samtökin.
Hlutverk?
Markmið samtakanna er að stuðla að
bættum uppeldis- og menntunarskil-
yrðum barna og unglinga og veita
foreldrum og forráðamönnum þeirra
ýmsa þjónustu. Þau veita stuðning
og liðveislu, koma sjónarmiðum for-
eldra á framfæri við yfirvöld, vinna að
auknum áhrifum foreldra á skólastarf
og eflingu á starfi foreldrafélaga. Á
vefsíðu samtakanna, heimiliog-
skoli.is, er að finna margvíslegar upp-
lýsingar og meðal annars svör við al-
gengum spurningum foreldra.
MÁLEFNI?
Auk almennra mála sem tengjast
skólastarfi hafa Heimili og skóli fjall-
að sérstaklega um dyslexíu og einelti.
Þá hafa samtökin hvatt til varfærnis-
legrar umgengni um netið og bent
foreldrum á leiðir til að forðast þær
ýmsu hættur sem þar kunna að leyn-
ast fyrir forvitnum börnum.
Hverjir stjórna?
María Kristín Gylfadóttir er formaður
Heimilis og skóla en með henni í
stjórn sitja Halldór Levi Björnsson,
Hlynur Snorrason, Kristín Þorleifs-
dóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Árni
Einarsson, Barbara Björnsdóttir,
Brynja Sigfúsdóttir og Elín Thoraren-
sen sem jafnframt er framkvæmda-
stjóri.
AUÐ KENNSLUSTOFA Í HÓLA-
BREKKUSKÓLA
Fjölmennur
þrýstihópur
Er kynbundinn launamunur til
staðar?
Já, það er staðreynd að konum eru al-
mennt greidd lægri laun en körlum fyrir
sambærileg störf. Þannig var í síðustu
viku greint frá könnun sem leiddi í ljós
að karlar í BHM, BSRB og KÍ eru með
17 prósentum hærri heildarlaun á mán-
uði en starfsystur þeirra. Launakönnun
VR fyrir árið 2003 sýndi að karlar fá 14
prósentum hærri laun en konur. Í báð-
um þessum könnunum hefur verið leið-
rétt fyrir vinnutíma, menntun, aldur og
starf, þannig að horft er til fólks með
sömu menntun við sambærileg störf.
Hvers vegna fá konur lægra
kaup?
Ef til væri einfalt svar við þessari spurn-
ingu væri einfalt að uppræta launamun-
inn en því miður er málið örlítið flókn-
ara en svo. Eflaust er í ein-
hverjum mæli enn litið á
atvinnuþátttöku kven-
na sem frávik frá
venju og því
þurfa þær að
sækja fastar að
fá góð laun
en karlar.
Af þessari
skýringu leið-
ir aðra sem
gerir ráð
fyrir að
konur séu ein-
faldlega ekki nógu slyng-
ar í að semja um kjör sín;
ólíkt körlunum sem biðja um hærri
laun en þeir búast við að fá fara kon-
urnar fram á lægri upphæð og upp-
skera samkvæmt því.
Þessu til viðbótar eru
karlar oft sagðir dug-
legri við að ná sér í
aukasporslur og yf-
irvinnu og fá
því hærri heild-
arlaun þótt
grunnlaun
þeirra séu
þau sömu
og kvenn-
anna. Síð-
an má ekki
gleyma því
viðhorfi að fyrst
að flestar stjórnunarstöður fyrirtækja og
stofnana eru skipaðar körlum þá sé
ekki við öðru að búast en að þeir verð-
launi „strákana“ með góðu kaupi frekar
en starfsystur þeirra.
Hvað er til ráða?
Margir telja að stjórnvöld eigi að axla
aukna ábyrgð í þessum efnum og jafn-
vel eigi að veita þeim heimildir til að
krefja fyrirtæki um upplýsingar um
launagreiðslur. Konur verða líka að
spenna bogann hærra við samninga-
borðið og bera sig saman í ríkari mæli
við aðra í sambærilegum störfum. En
fyrst og síðast hvílir ábyrgðin hjá þeim
sem greiða launin en þeir vilja auðvitað
ekki borga meira en þeir þurfa. Í því
liggur jafnframt vandinn. - shg
FBL GREINING: LAUNAMUNUR KYNJANNA
HEIMILI OG SKÓLI
HVAÐ ER?
Illviðráðanlegur ófögnuður
R öddin er eitt mikilvægastatæki hvers stjórnmála-manns en miklu máli skipt-
ir hvernig henni er beitt. Djúpar,
yfirvegaðar raddir eru meira
sannfærandi en háar og spenntar.
Nýleg rannsókn sýnir að raddir ís-
lenskra stjórnmálaleiðtoga höfða
mismikið til fólks. Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstri-
grænna er sagður mest sannfær-
andi en Guðjón Arnar Kristjáns-
son, formaður Frjálslynda flokks-
ins, er sístur í þessum efnum.
Útlendingar í meirihluta
Rannsóknina gerðu þær Ásdís
Emilsdóttir Petersen og Svafa
Grönfeldt en greint er frá rann-
sókninni í ritinu Rannsóknir í fé-
lagsvísindum V sem kom út í síð-
ustu viku. Markmið hennar var að
kanna hvort og með hvaða hætti
raddir leiðtoga hefðu áhrif á upp-
lifun áheyrenda af sannfæringar-
krafti þeirra. Sautján af 28 þátt-
takendum rannsóknarinnar voru
af erlendum uppruna og höfðu
komið til landsins nokkrum dög-
um áður en hún var gerð, vorið
2003. Þeir skildu því ekki innihald
þess sem þeir heyrðu í raddupp-
tökum sem leiknar voru fyrir þá
né þekktu þeir til forystumanna
stjórnmálaflokkanna fimm sem
töluðu á upptökunum.
Misskýrmæltir menn
Flestir þátttakendur í rannsókn-
inni töldu að raddir þeirra Hall-
dórs Ásgrímssonar, formanns
Framsóknarflokksins, og Stein-
gríms J. Sigfússonar, formanns
Vinstri-grænna, væru áheyrileg-
astar. Óáheyrilegasta röddin að
mati þátttakenda var rödd Guð-
jóns A. Kristjánssonar. Þeir töldu
ennfremur þá Halldór og Stein-
grím vera skýrmæltasta og Guð-
jón jafnframt óskýrmæltastan.
Það vekur athygli að munur var á
mati erlendu og íslensku þátttak-
endanna á rödd Davíðs Oddssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins.
Rúmlega helmingur útlendinganna
taldi þá rödd vera óskýra en svör
Íslendinganna voru mun dreifðari.
Þegar spurt var um raddein-
kenni taldi meirihluti þátttakenda í
könnuninni Davíð vera með ráma
rödd og Guðjón Arnar og Össur
Skarphéðinsson, formann Sam-
fylkingarinnar, tala spenntum
rómi.
Raddirnar fimm voru jafnframt
mældar með aðferðum talmeina-
fræðinnar. Aðeins Halldór og
Steingrímur voru sagðir tala á eðli-
legum hraða, hinir þrír töluðu of
hratt. Nær allir höfðu nokkuð góða
stjórn á öndun miðað við fjölda
orða á útöndun á mínútu, Össur þó
sísta. Þegar áreynsla eða spenna
raddanna voru mældar voru leið-
togarnir yfirleitt innan eðlilegra
marka en rödd Guðjóns Arnars var
þó sögð einkennast af spennu og
hæsi.
Djúpar raddir sannfærandi
Þær raddir sem taldar voru
áheyrilegastar, skýrastar og ein-
kenndust af minnstri spennu og
hæsi voru jafnframt þær sömu og
þátttakendur töldu vera mest
sannfærandi. Skipti þá engu máli
hvort viðkomandi skildi innihald
þess sem sagt var í hljóðupptökun-
um. Raddir Halldórs og Stein-
gríms voru taldar mest sannfær-
andi, síðan raddir Össurar og Dav-
íðs en rödd Guðjóns þótti minnst
sannfærandi.
Hver er skýringin á sannfær-
ingarkrafti þeirra Steingríms og
Halldórs? Höfundar rannsóknar-
innar benda á að þótt þeir séu oft á
öndverðum meiði eigi þeir ýmis-
legt sameiginlegt. Þeir eru sagðir
með nokkuð djúpar raddir. Báðir
eru taldir mjög áheyrilegir, skýr-
mæltir og með eðlilegan radd-
styrk. Þeir tala ekki of hratt og
varla er að finna nokkra spennu í
rödd Halldórs. Þessi einkenni eru í
samræmi við skoðanir þátttakend-
anna um trúverðugar raddir. Djúp-
ar raddir eru taldar áheyrilegar,
trúverðugar, fela í sér vald og vera
sannfærandi.
Rímar við trúverðug-
leikakannanir
Nýleg könnun Fréttablaðsins um
trúverðugleika stjórnmálamanna
rímar ágætlega við niðurstöður
rannsóknar þeirra Ásdísar og
Svöfu. Davíð Oddsson fékk þar
mest fylgi enda formaður stærsta
stjórnmálaflokksins. Hins vegar
nutu þeir Halldór og Steingrímur
mun meira trausts en fylgi flokka
þeirra segir til um. Guðjón Arnar
fékk slaka útkomu í könnuninni og
í ljósi sterkrar stöðu Samfylking-
arinnar virtust fáir treysta Össuri
Skarphéðinssyni. Hvort góð rödd
hafi afgerandi áhrif í þessum efn-
um er erfitt að meta en engu að
síður sýnir þessi rannsókn að rödd-
in skiptir máli í árangri leiðtoga.
sveinng@frettabladid.is
Málrómur stjórnmála-
manna skiptir máli
Nýleg rannsókn á röddum formanna íslensku stjórnmálaflokkanna sýnir að djúpar, yfirvegaðar
raddir eru mest sannfærandi. Leiðtogarnir fimm eru afar misjafnir í þessu tilliti.
VEFUR VÆTTUR DÖGG
Þessi bananaköngurló býr í Flórída í
Bandaríkjunum en annars eru þær víða að
finna. Fætur þeirra geta spannað fimmtán
sentimetra og auk þess eru þær slyngir
vefarar. Þótt köngurlóin sé eitruð er bit
hennar sjaldan hættulegt.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Steingrímur er sá flokksformaður sem talinn er búa yfir
mestum sannfæringarkrafti.
DAVÍÐ ODDSSON Útlendingunum þótti
Davíð tala óskýrt en Íslendingarnir skildu
hann betur.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Þátttak-
endum fannst Össur nokkuð sannfærandi
en fullspenntur.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Varla er nokkra spennu að finna í rödd Halldórs.
GUÐJÓN A. KRISTJÁNS
SON Guðjón er
sagður með óáheyrilegustu
röddina.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P