Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 45
 lækkar kólesteról Benecol – fyrir þá sem vilja lækka kólesteról Benecol er bragðgóður, náttúrulegur mjólkur- drykkur. Hann er ætlaður þeim sem vilja lækka kólesteról, en of hátt kólesteról er einn af stærstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Benecol hefur slegið í gegn erlendis og er nú framleitt af Mjólkursamsölunni. Vísindalega staðfest virkni Benecols Fjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á undanförnum áratugum á áhrifum plöntu- stanólesters, hins virka efnis í Benecol, á magn kólesteróls í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla þess leiði til verulegrar lækkunar kólesteróls (sjá línurit). Áhrif Benecols Til að ná hámarkslækkun nægir að drekka eina 65 ml flösku á dag og má þá reikna með allt að 15% meðaltalslækkun kólesteróls þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Mælanleg áhrif koma fram á nokkrum vikum eftir að neysla hefst, en kólesteról hækkar aftur sé neyslu hætt. Benecol fæst í tveimur bragðtegundum, með appelsínu og jarðarberjum, og er selt í kippum sem innihalda sex flöskur. inniheldur plöntustanólester sem -2 0 2 4 6 8 10 12 14 200 210 220 230 240 250 tími (mán.) ) l d/g m( lór etse ló k rannsóknartímiFyrir Eftir Á 12 mánaða tímabili lækkaði kólesteról um 15% í hópi fólks sem fékk stanólester Heimild: Miettinen o.fl., New England Journal of Medicine, 1995; 333:1308-12. án stanólesters með stanólester nýjung Framleitt með einkaleyfi frá MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004 Spámaðurinn og föðurlandið Nýlega bárust fréttir um að tveir kvikmyndagerðarmenn hefðu hlotið verðlaun í útlöndum. Ómar Ragn- arsson fékk aðalverðlaun í Cana- vese á Ítalíu fyrir heimildarmynd sína um Kárahnjúka „In Memori- am“ sem er stytt útgáfa af mynd- inni „Á meðan land byggist“. Páll Steingrímsson var verðlaunaður í St. Pétursborg í Rússlandi fyrir „World of Solitude“ eða „Öræfa- kyrrð“. Ég samgleðst báðum mönnunum innilega og óska þeim til hamingju því þeir hafa unnið sín verk þrátt fyrir mikinn mótbyr. Ómar lagði aleiguna sína undir í þessa kvikmynd sína, fékk hvergi styrki fyrir hana, á meðan Lands- virkjun sem er jú ríkisfyrirtæki fjármagnar sínar áróðursmyndir um gerð Kárahnjúkavirkjunar all- myndarlega. Ómar segist hvorki hafa tíma né peninga til að senda verðlaunamyndina sína á fleiri kvikmyndahátíðir. Kvikmynd Páls hefur bara verið sýnd einu sinni hér á landi, á kvik- myndahátíð Landverndar sl. vor. Ríkissjónvarp og Stöð 2 vildu ekki sýna hana! Nú spyr maður: Hvað veldur því að íslenskum kvikmyndum sem fá verðlaun í útlöndum er hafnað hér- lendis? Báðar myndirnar hafa mikið upplýsingagildi en þær fjalla um viðkvæm mál fyrir ráðamenn þjóð- arinnar. Þessum mönnum finnst greinilega óæskilegt að íslenski al- múginn spái of mikið í þessi mál. Ég finn mjög greinilega bananalykt af þessu og þarna er farið bak við þjóð- ina, sem á rétt á því að fá bestu upp- lýsingar um mál sem alla snerta. Ríkissjónvarpið á skilyrðislaust að sýna báðar verðlaunamyndirnar fljótlega og það á góðum útsending- artíma. Ekki væri verra að sleppa í staðinn einhverju af þessu ómerki- lega bandaríska léttmeti, sem er næstum daglega troðið upp á áhorf- endur sjónvarpsins. ■ UMRÆÐAN ÚRSÚLA JÜNEMANN KENNARI OG LEIÐSÖGUMAÐUR SKRIFAR UM VERÐ- LAUNAÐAR KVIKMYNDIR Hvað veldur því að íslenskum kvikmyndum sem fá verðlaun í útlöndum er hafnað hérlendis? ,, Ekki sniðugt Það eru ekki ummælin sjálf sem voru óheppileg heldur hvernig þau koma fram í vandræðalegu spjalli [Þorgerðar Katrín- ar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra] við kennara fyrir utan fræðasetur norður í landi. Það var ekki hægt að búast við því að vitræn umræða skapaðist milli ráð- herra og kennara með kröfuspjöld. Ráð- herrann vill sýnast vingjarnlegur og tekur undir að launin séu ekkert til að hrópa húrra yfir. Einmitt þau ummæli sýna að það er ekki sniðugt að lenda í svona sennu. Það hefði verið miklu heppilegra að setja undir sig hausinn og vaða inn í gegnum þvöguna og í mesta lagi bjóða góðan daginn. Ráðherrann er ekki aðili að kjaradeilunni og á þess vegna ekki að taka þátt í spjalli um hana, síst af öllu þegar myndavélinni er beint að honum. Benedikt Jóhannesson á heimur.is AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.