Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 45

Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 45
 lækkar kólesteról Benecol – fyrir þá sem vilja lækka kólesteról Benecol er bragðgóður, náttúrulegur mjólkur- drykkur. Hann er ætlaður þeim sem vilja lækka kólesteról, en of hátt kólesteról er einn af stærstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Benecol hefur slegið í gegn erlendis og er nú framleitt af Mjólkursamsölunni. Vísindalega staðfest virkni Benecols Fjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á undanförnum áratugum á áhrifum plöntu- stanólesters, hins virka efnis í Benecol, á magn kólesteróls í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla þess leiði til verulegrar lækkunar kólesteróls (sjá línurit). Áhrif Benecols Til að ná hámarkslækkun nægir að drekka eina 65 ml flösku á dag og má þá reikna með allt að 15% meðaltalslækkun kólesteróls þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Mælanleg áhrif koma fram á nokkrum vikum eftir að neysla hefst, en kólesteról hækkar aftur sé neyslu hætt. Benecol fæst í tveimur bragðtegundum, með appelsínu og jarðarberjum, og er selt í kippum sem innihalda sex flöskur. inniheldur plöntustanólester sem -2 0 2 4 6 8 10 12 14 200 210 220 230 240 250 tími (mán.) ) l d/g m( lór etse ló k rannsóknartímiFyrir Eftir Á 12 mánaða tímabili lækkaði kólesteról um 15% í hópi fólks sem fékk stanólester Heimild: Miettinen o.fl., New England Journal of Medicine, 1995; 333:1308-12. án stanólesters með stanólester nýjung Framleitt með einkaleyfi frá MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004 Spámaðurinn og föðurlandið Nýlega bárust fréttir um að tveir kvikmyndagerðarmenn hefðu hlotið verðlaun í útlöndum. Ómar Ragn- arsson fékk aðalverðlaun í Cana- vese á Ítalíu fyrir heimildarmynd sína um Kárahnjúka „In Memori- am“ sem er stytt útgáfa af mynd- inni „Á meðan land byggist“. Páll Steingrímsson var verðlaunaður í St. Pétursborg í Rússlandi fyrir „World of Solitude“ eða „Öræfa- kyrrð“. Ég samgleðst báðum mönnunum innilega og óska þeim til hamingju því þeir hafa unnið sín verk þrátt fyrir mikinn mótbyr. Ómar lagði aleiguna sína undir í þessa kvikmynd sína, fékk hvergi styrki fyrir hana, á meðan Lands- virkjun sem er jú ríkisfyrirtæki fjármagnar sínar áróðursmyndir um gerð Kárahnjúkavirkjunar all- myndarlega. Ómar segist hvorki hafa tíma né peninga til að senda verðlaunamyndina sína á fleiri kvikmyndahátíðir. Kvikmynd Páls hefur bara verið sýnd einu sinni hér á landi, á kvik- myndahátíð Landverndar sl. vor. Ríkissjónvarp og Stöð 2 vildu ekki sýna hana! Nú spyr maður: Hvað veldur því að íslenskum kvikmyndum sem fá verðlaun í útlöndum er hafnað hér- lendis? Báðar myndirnar hafa mikið upplýsingagildi en þær fjalla um viðkvæm mál fyrir ráðamenn þjóð- arinnar. Þessum mönnum finnst greinilega óæskilegt að íslenski al- múginn spái of mikið í þessi mál. Ég finn mjög greinilega bananalykt af þessu og þarna er farið bak við þjóð- ina, sem á rétt á því að fá bestu upp- lýsingar um mál sem alla snerta. Ríkissjónvarpið á skilyrðislaust að sýna báðar verðlaunamyndirnar fljótlega og það á góðum útsending- artíma. Ekki væri verra að sleppa í staðinn einhverju af þessu ómerki- lega bandaríska léttmeti, sem er næstum daglega troðið upp á áhorf- endur sjónvarpsins. ■ UMRÆÐAN ÚRSÚLA JÜNEMANN KENNARI OG LEIÐSÖGUMAÐUR SKRIFAR UM VERÐ- LAUNAÐAR KVIKMYNDIR Hvað veldur því að íslenskum kvikmyndum sem fá verðlaun í útlöndum er hafnað hérlendis? ,, Ekki sniðugt Það eru ekki ummælin sjálf sem voru óheppileg heldur hvernig þau koma fram í vandræðalegu spjalli [Þorgerðar Katrín- ar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra] við kennara fyrir utan fræðasetur norður í landi. Það var ekki hægt að búast við því að vitræn umræða skapaðist milli ráð- herra og kennara með kröfuspjöld. Ráð- herrann vill sýnast vingjarnlegur og tekur undir að launin séu ekkert til að hrópa húrra yfir. Einmitt þau ummæli sýna að það er ekki sniðugt að lenda í svona sennu. Það hefði verið miklu heppilegra að setja undir sig hausinn og vaða inn í gegnum þvöguna og í mesta lagi bjóða góðan daginn. Ráðherrann er ekki aðili að kjaradeilunni og á þess vegna ekki að taka þátt í spjalli um hana, síst af öllu þegar myndavélinni er beint að honum. Benedikt Jóhannesson á heimur.is AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.