Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 57
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið útspennusöguna Englar og djöflar
eftir Dan Brown í ís-
lenskri þýðingu Karls
Emils Gunnarsson-
ar. Áður hefur Bjartur
gefið út eftir sama
höfund Da Vinci lyk-
ilinn en báðar þessar
bækur hafa notið fá-
dæma vinsælda um
allan heim að und-
anförnu. Líkt og í Da Vinci lyklinum
er Robert Langdon aðalpersónan í
Englum og djöflum. Hann er boðað-
ur með skömmum fyrirvara til Sviss
að rannsaka vettvang óhugnanlegs
morðs á þekktum vísindamanni. Fyrr
en varir er hann flæktur inn í alda-
langar erjur kaþólsku kirkjunnar og
leynifélagsins Illuminati sem hefur í
hyggju að valda usla í páfagarði.
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið útDanteklúbburinn eftir Matthew
Pearl, í íslenskri
þýðingu Árna
Ó s k a r s s o n a r .
Sagan gerist í
Boston árið 1865.
Nokkrir af nafn-
toguðustu bók-
menntamönnum
B a n d a r í k j a n n a
taka höndum
saman um að
koma Hinum guðdómlega gleði-
leik ítalska skáldsins Dantes út á
ensku. Valdamiklir einstaklingar inn-
an Harvard-háskóla sjá fyrirætlan
þessari hins vegar allt til foráttu og
málin flækjast enn frekar þegar
hefst röð morða þar sem morðing-
inn virðist sækja sér innblástur til
lýsingar Dantes á Víti.
Hjá Máli og menningu er HótelKalifornía eftir Stefán Mána
komin út í kilju. Bókin kom fyrst út
árið 2001 og var meðal annars sögð
„Óvæntasta uppgötvun ársins“ og
„meinfyndin bók“.
Hótel Kalifornía
fjallar um sein-
heppna verkamann-
inn Stefán sem
drekkur brennivín í
pepsí með vinum
sínum þegar hann
vill skemmta sér og
á frábært safn af
rokkplötum. Áform
hans eru einföld: Að
halda áfram að vinna og eignast
kærustu. En í samfélagi þar sem
hversdagsleikinn hefur breyst í
óhugnað verða einfaldar óskir ótrú-
lega flóknar.
NÝJAR BÆKUR
Nýtt íslenskt leikrit. Gaman. Hér er
enginn viðvaningur á ferð. Hlín Agn-
arsdóttir tekur íslenskan samtíma,
flettir honum sundur eins og lauk og
þegar innsta laginu sleppir kemur í
ljós að þar er enginn kjarni. (,,Hún
náttúra er hnyttin,“ segir Pétur Gautur
í samnefndu leikriti þegar hann er bú-
inn að flysja allan laukinn.) Þær systur
hræsni og blekking eru afhjúpaðar og
tilgangur leiksins verður ljós: ,,Að sýna
dyggðinni svip sjálfrar sín, forsmáninni
líkingu sína og tíð vorri og aldarhætti
mynd sína og mót.“ (W. Shakespeare.
Þýð: Helgi Hálfdanarson.)
Leikritið kemur okkur við. Leiktext-
inn sem slíkur er vel meitlaður og Hlín
tekst að draga disfúnksjónalisma (van-
virkni+meðvirkni) innan einnar fjöl-
skyldu sundur og saman í háði án
þess nokkurn tíma að missa sjónar á
hinu harmræna í mannlegum sam-
skiptum. Hér er allt til staðar sem
prýða má góða sögu. Breyskar mann-
eskjur í kröppum dansi sem reyna allt
hvað þær geta til að láta allt líta út fyrir
að vera gott, en leyndarmálin mara í
hálfu kafi og bíða þess eins að komast
upp á yfirborðið.
Leikararnir skila góðu verki. Þrúður
Vilhjálmsdóttir býr yfir miklum
sprengikrafti sem hún notar miskunn-
arlaust til að sveifla hinni stressuðu og
meðvirku Rebekku upp og niður til-
finningaskalann þar sem sárindin og
niðurlægingin renna inn í eina alls
herjar örvæntingu. Hún er á mörkum
þess að kafkeyra persónuna í
óhemjulátunum en það gengur upp.
Elma Lísa fer aðra leið með Rut sem
notar áfengi og sambandsfíkn sem
leið út úr sínum vanda og með hóf-
stilltari leik nær hún að skapa persónu
sem áhorfandinn skilur og hefur sam-
úð með. Vel gert hjá Elmu Lísu. Arndís
Hrönn Egilsdóttir leikur hálfsysturina
Rakel sem hefur verið utangarðs allt
þar til hún slær í gegn sem rithöfund-
ur. Arndísi tekst sérlega vel að túlka
persónu sem kvelst af þörfinni fyrir
viðurkenningu og þegar hið skelfilega
leyndarmál lífs hennar verður ljóst er
ekki verið að velta því upp úr eggi og
raspi heldur er áhorfendum látið eftir
að geta í eyðurnar.
Þá er ótalinn eini karlleikari sýning-
arinnar, Hjálmar Hjálmarsson í hlut-
verki föðurins Tómasar. Faðirinn er
aðalhreyfiafl sögunnar sem sögð er á
sviðinu. Það er gaman að sjá Hjálmar
á leiksviði að fást við alvöru hlutverk.
Hann hefur þá kosti sem þarf til að
túlka Tómas, kvikmyndagerðarmann
og lífskúnstner. Hjálmar sýnir sjálfs-
ánægjuna og yfirlætið sem einkennir
persónuna en einnig sést glitta í hið
lítilmótlega, tvöfeldnina og vanhæfn-
ina til að hlúa að sínum nánustu. Eink-
um fannst mér Hjálmar eiga falleg
augnablik í þau skipti sem persónan
Tómas neyðist til að líta í eigin sálar-
spegil.
Heildarsvipur sýningarinnar ein-
kennist af einföldum lausnum og er
það vel. Stöku sinnum fannst mér leik-
stjórinn falla í óþarfa freistni að útskýra
fyrir áhorfendum hvað hann væri að
fara í stað þess að treysta textanum.
Flott músík og fín vinna hjá Rebekku
Ingimundar en ég veit ekki með allan
dansinn á milli atriða. Ég hefði bara
treyst leikritinu. Sannleikurinn er
stundum falinn í helgiskríni einfald-
leikans. ■
LEIKLIST
VALGEIR SKAGFJÖRÐ
Iðnó
Faðir vor eftir Hlín Agnarsdóttur
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir / Elma
Lísa Gunnarsdóttir / Hjálmar Hjálmarsson
/ Þrúður Vilhjálmsdóttir / Leikmynd og
búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir /
Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvins-
son /Tónlist: Hallur Ingólfsson / Ljósa-
hönnun: Jón Þorgeir Kristjánsson/Leik-
stjóri: Agnar Jón Egilsson.
Hvað kemur okkur við?
LEIKRITIÐ KEMUR OKKUR VIÐ
Breyskar manneskjur í kröppum dansi
sem reyna allt hvað þær geta til að láta
allt líta út fyrir vera gott.