Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 18
Skoðanir þola yfirleitt illa löng ferðalög. Ef menn ferðast um heiminn með því hugarfari að hnýsast sem mest í skoðanir heimamanna á hverjum stað verður þeim fljótt ljóst að skoð- anir eru sérlega staðbundin fyr- irbæri. Hafi menn gert þetta um hríð sjá þeir líka að jafnvel í hin- um íhaldssamari samfélögum eru skoðanir óstöðugar og bundnar við tíma. Það sem er viðtekinn sannleikur á einum stað og á einum tíma þykir mesti misskilningur eða jafnvel undarlegheit þegar fjær dregur í rúmi eða tíma. Það er helst inn- an Evrópu að almennar skoðanir um lífið, tilveruna og æskilega skikkan mannfélagsins nái yfir landamæri en jafnvel í okkar litlu álfu finna menn auðveld- lega verulegan mun á skoðunum fólks á milli landa. Ekkert evr- ópskt samfélag er heldur svo íhaldssamt að skoðanir manna þar hafi ekki umturnast á til- tölulega stuttum tíma. Hafi menn þetta í huga verður dálítið einkennilegt hvað víða þykir fínt að menn komi sér upp einni skoðun til lífstíðar og eyði æv- inni í að verja hana hvað sem á dynur og hvers sem menn kunna annars að verða vísari á lífsleiðinni. Svo dæmi sé tekið er erfiðasta mál Kerrys í kosn- ingabaráttunni vestra að hann hefur ítrekað orðið uppvís að því að hafa skipt um skoðun. Hann fór sem ungur hermaður til Víetnam og eftir að horfa á tilgangslaust blóðbað sem kost- aði milljónir Víetnama lífið skipti hann um skoðun á stríð- inu. Kosningabaráttan væri hon- um auðveldari ef stríð á fölsk- um forsendum og fjöldamorð á saklausu fólki hefði ekki fengið hann til að efast um utanríkis- stefnu lands síns fyrir þrjátíu árum síðan. Í sumum samfélögum þykir það raunar skýrt merki um heimsku að efast lítið um skoð- anir sínar og halda í þær eins og ættargripi. Þar er viðurkennt að skoðanir eru ekki veruleikinn sjálfur heldur aðeins ein tiltekin hlið hans og oftast sú hlið sem hentugast er fyrir viðkomandi að einblína á. Í einu slíku samfé- lagi austur í heimi sagði mér eitt sinn maður að það væru fjórir hópar af fólki sem þyrftu á þeirri sannfæringu að halda að skoðanir þeirra væru raunveru- legar og réttar myndir af veru- leikanum, nefnilega þeir ungu, þeir heimsku, þeir hræddu og þeir gráðugu. Þeir ungu ráða ekki við flókinn veruleika, sagði maðurinn, og verða að trúa því að þeirra eigin mynd af honum sé rétt. Þeir heimsku, sagði hann, skilja ekki veruleikann en geta skilið einfalda skoðun á honum. Þeir hræddu, sagði hann, finna fótfestu og öryggi í skoðunum. Svo eru það þeir gráðugu, bætti hann við, þeir þurfa skoðanir til að réttlæta áfergju sína með einhverju sem hljómar háleitara en græðgi. Á Íslandi hafa menn jafnan borið svo djúpa virðingu fyrir sínum eigin skoðunum að lokað- ur hugmyndaheimur og einbeitt þrjóska hefur verið álitin aðall hins sanna manns. Lifandi og einlæg leit að hinu sanna hefur hins vegar verið flokkuð undir vingulshátt og jafnvel tvöfeldni. Sá sem skiptir um skoðun er því yfirleitt tortryggður rétt eins og annarlegir hagsmunir frekar en aukinn þroski, viska eða lær- dómur liggi að baki nýrri skoð- un. Þetta er hins vegar að breyt- ast. Íslenskur veruleiki breytist það hratt að skoðanir á honum úreldast ört. Virðing fyrir stað- festu í skoðunum hefur að sama skapi farið minnkandi. Þótt ein- faldari menn úr hópi stjórn- málamanna skemmti sér enn við þá gömlu íslensku aðferð að núa mönnum því um nasir að þeir hafi einhvern tíma fyrir löngu haft aðra skoðun á sama máli, hljómar slík umræða kjánaleg fyrir flest fólk. Um leið fara for- dómar minnkandi, bæði gagn- vart fólki sem lítur öðru vísi út en flestir íslendingar, og þeim sem kjósa sér annan lífsstíl en þann sem menn álitu áður vera þann rétta að mati guðs almátt- ugs. Það er allt í senn orsök, af- leiðing og einkenni framfara að menn skipta um skoðun. Virðing fyrir þrjóskulegri skoðanafestu er merki um stöðnun, lokun og fordóma. Útbreitt dekur við ein- föld og altæk hugmyndakerfi er merki um veikleika og jafnvel sjúkleika í samfélagi. Eitt gleggsta merki um heilbrigði og örar framfarir í íslenskum sam- tíma er að fleiri en áður eru til- búnir að endurmeta gamlar skoðanir. ■ H lutabréf hafa farið lækkandi undanfarna daga eftir nærstöðugar hækkanir undanfarin tvö ár. Hreyfingar á hluta-bréfamarkaði eiga sér jafnan fleiri en eina skýringu. Einn helsti drifkraftur hækkana undanfarna mánuði hafa verið hræringar í eignarhaldi félaga, auk þess sem skráðum félögum hefur fækkað. Það hefur leitt til þess að kostum fjárfesta hefur fækkað sem aftur leiðir til hækkandi verðs þeirra félaga sem skráð eru á markaði. Samhliða hafa miklir peningar verið í umferð og leitað ávöxtunar. Við þessar aðstæður myndast tækifæri fyrir ný félög að skrá sig á markað, auk þess sem félög sem skráð eru á markaði sjá tækifæri í að auka hlutafé sitt með útboði hlutafjár. KB banki hef- ur þegar aukið hlutafé um ríflega 90 milljarða og má gera ráð fyrir að bróðurpartur þeirra fjármuna sé sóttur á innlendan markað. Fleiri félög hafa séð sér leik á borði og boða nú að nýtt hlutafé verði sótt á markaðinn. Má þar nefna SÍF, Íslandsbanka og Bakka- vör. Auk þessa eru væntingar um að ný félög verði skráð á mark- að á næsta ári. Má þar nefna nýjan flugrisa, Avion, byggðan á flug- félaginu Atlanta og stærstu dagvörukeðju landsins, Haga. Leiða má líkur að því að þessar væntingar hafi öðru fremur leitt til þess að markaðurinn lækkar nú. Fjárfestar innleysa hagnað og setja fé á hliðarlínuna til þess að kaupa í komandi hlutafjárútboðum. Fyrir rúmu ári lá fyrir að miklir peningar yrðu í umferð vegna komandi uppsveiflu. Á það var bent að upp væri runninn hentug- ur tími fyrir ríkið að selja Símann. Síðasta tilraun til sölu Símans mistókst vegna þess að mikil bjartsýni á markaði snerist í and- hverfu sína um það leyti sem ríkið lét til skarar skríða og hugðist selja. Frá áramótum hefur ríkið boðað útboð vegna ráðgjafar við sölu Símans. Von er á að niðurstaða fáist brátt í þann hluta söluferlis- ins. Þá er eftir töluverð vinna við að undirbúa söluna. Hættan er auðvitað sú að stjórnvöld vilji sem fyrr eyða orku í að velja kaup- endur í stað þess að velja það að selja þeim sem tilbúnir eru til að borga hæsta verðið. Ef almennum ráðleggingum hefði verið fylgt, væri sölu Símans væntanlega nýlokið eða að ljúka. Slík sala hefði temprað hækkan- ir á eignamörkuðum að undanförnu og dregið úr undirliggjandi þenslu í hagkerfinu. Í stað þess þarfaverks að koma Símanum úr eigu ríkisins eyddi ríkisstjórnin kröftum sínum í fjölmiðlafrumvarp og ástæðulitlar áhyggjur af viðskiptalífinu og þróun þess. Lækkun markaðarins nú sýnir einmitt að viðskiptalífið lagar sig sjálft að breyttu um- hverfi og býr sig undir innkomu nýrra aðila á markað. Viðskipta- lífið nýtir einnig þau tækifæri sem verða til við skarpa hækkun á markaði. Hægagangur ríkisins við sölu Símans getur hæglega orð- ið til þess að sagan endurtaki sig. Markaðurinn verði einfaldlega áhugalaus um kaup á því verði sem ríkið telur sig eiga að fá fyrir fyrirtækið. ■ 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Markaðurinn sækir sér hlutafé á markað og spurning hversu mikið verður eftir fyrir einkavæðinguna. Of seinir í Símann? FRÁ DEGI TIL DAGS Ef almennum ráðleggingum hefði verið fylgt, væri sölu Símans væntanlega nýlokið eða að ljúka. Slík sala hefði temprað hækkanir á eignamörkuðum að undanförnu og dregið úr undirliggjandi þenslu í hagkerfinu. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Vond skoðanafesta Fiskurinn fremri börnunum Lítið virðist hafa komið út úr fundi for- sætisráðherra með forystumönnum kennara og sveitarfélaga á mánudag, annað en það að leiða menn í bönd- um að samninga- borðinu. Hávær umræða hefur verið um að rík- isvaldið eigi að stöðva verkfallið með lagasetningu en ráðamenn virðast afar var- færnir í þeim efn- um, svo ekki sé meira sagt. Fyrir fáum árum setti sama ríkisvaldið lög á verkfall sjó- manna svo loðnuvertíðin á þeim tíma færi ekki í hundana. Þá horfðu menn fram á það að mikil verðmæti myndu tapast ef landfestar yrðu ekki leystar. Öllu minna er rætt um þau verðmæti sem eru að tapast þessar vikurnar, sem eru fólgin í menntun íslenskra ung- menna ... Stóð ekki á svörunum Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sté ábúðarmikill fram á tröppur Stjórn- arráðsins á mánudag og hlýddi á mót- mæli nokkurra skólakrakka sem þar voru mættir með spjöld á lofti og heimtuðu kennslu. Halldór spurði hvernig krökkunum liði og hvernig verkfallið léki þá. Og það stóð ekki á svörum eins pollans úr hópnum: „Við verðum heimskari,“ sagði sá stutti og ku hæstvirtur forsætisráðherra hafa staðið kjaftstopp eftir á tröppunum ... Hvor rétturinn er hærri Ein af athyglisverðustu spurningum sem settar hafa verið fram í kennara- verkfallinu er úr munni formanns Sam- foks, Bergþóru Valsdóttur, sem vill fá að vita hvor rétturinn er æðri og sterk- ari; réttur kennara til verkfalls eða rétt- ur barna til náms (sem vel að merkja er lögvarin skylda). Fátt hefur orðið um svör og ef til vill er það lýsandi fyrir þessa síðustu og verstu daga og sá sem helst ætti að geta svarað þessari spurningu, Umboðsmaður barna, er í leyfi frá störfum ... ser@frettabladid.is Í DAG SKOÐANIR JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Á Íslandi hafa menn borið svo djúpa virð- ingu fyrir sínum eigin skoðunum að lokaður hugmyndaheimur og einbeitt þrjóska hefur verið álit- in aðall hins sanna manns. ,, SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.