Fréttablaðið - 27.10.2004, Page 11

Fréttablaðið - 27.10.2004, Page 11
STJÓRNMÁL Búast má við að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verði starfandi forsætisráðherra öðru sinni í næstu viku vegna þátttöku Halldórs Ásgrímssonar og átta annarra ráðherra í þingi Norðurlandaráðs í næstu viku frá 1. til 3. nóvember. Davíð Oddsson utanríkisráðherra fer ekki á þing- ið í Stokkhólmi en ekki er búist við að hann leysi Halldór af hólmi vegna veikinda. Sturla Böðvars- son samgönguráðherra er heldur ekki skráður til þátttöku á þinginu og má því búast við að mikið mæði á honum og Guðna Ágústs- syni, því þeir munu skipta með sér öllum ráðherraembættunum eftir flokkslínum. Ísland tekur við forystu í nor- rænu samstarfi næsta árið á þing- inu. Rannveig Guðmundsdótir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur við formennsku í Norður- landaráði á þinginu. Búast má við að þingstörf riðlist því auk 9 ráð- herra sitja 7 þingmenn úr Íslands- deild Norðurlandráðs þingið, einn þingmaður úr Vestnorræna ráð- inu að ógleymdum starfsmönnum þingsins. ás 11MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004 ROLANDAS PAKSAS Sýknaður af hluta ákæra sem kostuðu hann forsetaembættið. Afbrot í starfi: Forsetinn sýknaður LITHÁEN, AP Rolandas Paksas, fyrr- um forseti Litháens, var á mánu- dag sýknaður af ákærum um að hafa greint fjárhagslegum bak- hjarli sínum frá ríkisleyndar- málum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fyrir því að forsetinn fyrrverandi hefði gert það sem hann var sakað- ur um. Þing Litháens vék Paksas úr embætti vegna ásakana um að hann hefði sagt frá ríkisleyndar- málum og hjálpað Yuri Borisov, rússneskum bakhjarli sínum, að fá litháenskan ríkisborgararétt. Eftir á að rétta um síðara málið. ■ Norðurlandaráðsþing í næstu viku: Tveir starfandi ráðherrar á landinu RÁÐHERRARNIR Liklegt er að mikið muni mæða á Guðna Ágústssyni og Sturlu Böðvarssyni í næstu viku því þeir verða einu ráðherrarnir við störf hérlendis. Aðrir fara á þing Norður- landaráðs. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 4 Flugstöð Leifs Eiríkssonar býður öllum farþegum, sem mæta í innritun fyrir kl. 6 að morgni í morgunmat. Þeim sem mæta á einkabílum fyrir kl. 6 býðst jafnframt að geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á bílastæði Securitas. Miðar eru afhentir í innritunarsal Flugstöðvarinnar og í afgreiðslu Securitas á bílastæðum. Athugi› a› innritun hefst kl. 5.30. Tilbo›i› gildir til 30. nóvember. Morgunstund gefur gull í mund! Frír morgunmatur í Leifsstö› og tveir sólarhringar á bílastæ›i Hraðakstur: Komst ekki hjá sektinni DÓMSMÁL Fertugur karlmaður var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir hraðakstur. Í ákæru er maðurinn sagður hafa verið á 115 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 kílómetra hraði. Þegar hann fékk sektargerð hélt hann því fram að lögreglan hefði mælt hraða annars bíls og haldið að um hans bíl væri að ræða. Hann seg- ist hafa verið í samfloti við félaga sinn og þeir hafi báðir séð svartan bíl á miklum hraða. Dómurinn tók sögu mannanna ekki trúanlega. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Skilorð fyrir ýmis brot DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur mað- ur var, í Héraðsdómi Reykja- víkur, dæmdur í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir, brot gegn lögreglulögum, fíkni- efnabrot og vopnalagabrot. Maðurinn ók á brott þrátt fyrir fyrirmæli að óeinkennis- klæddur lögreglumaður, sem var með skilríki hálsinn, skipaði hon- um að vera kjurrum. Eftir eftir- för lögreglu fundust bæði í bíl og á heimili mannsins rúmlega 90 grömm af hassi. Þá fannst einnig lögreglukylfa á heimilinu. Maðurinn hafði engin leyfi fyrir kylfunni. ■ Kjördæmavika á Alþingi: Þinghlé eftir einn mánuð STJÓRNMÁL Alþingi Íslendinga kemur ekki saman til fundar alla þessa viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, segist undrandi á þessu vikufríi frá þing- störfum. „Það er þinghlé í fjóra mánuði yfir sumarið og svo hófst þing að nýju í byrjun október. Hafi menn verið einhvers staðar annars staðar en í kjördæminu sínu í þinghléinu í sumar, þá sé ég ekki að það eigi að bæta það upp með þessari viku.“ Mörður segist raunar halda að helsta ástæðan fyrir að kjör- dæmavikan sé nú sé sú að gefa ráðherrum tóm til að koma með ný stjórnarfrumvörp. „Það hafa nánast engin ný frumvörp komið inn. Það hefur mjög lítið sést frá ríkisstjórninni hingað til á þessu þingi.“ Ein lög hafa verið sam- þykkt á Alþingi frá því það kom úr sumarfríi fyrir tæpum mánuði. Það er frumvarp um „varnir gegn mengun hafs og stranda“. Ekki náðist í Halldór Blöndal, forseta Alþingis, sem var á ferð í Norð- vesturkjördæmi. - ás MÖRÐUR ÁRNASON Lítið sést til ríkis- stjórnarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.