Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 20
Á að banna reykingar á veitinga-
stöðum?
Hulda: Það er mannréttindabrot að
taka valdið af eiganda staðarins því
tel ég reykingabann skaða frelsi
hans. Við getum hvorki bannað né
leyft reykingar á veitinga- og
skemmtistað í einkaeign því það er
algerlega val eigendans að setja slík-
ar reglur sjálfur, en þetta er mál sem
kemur ríkinu hreinlega ekki við. Þetta
er ekkert frábrugðið einkaheimili þar
sem fólk setur reglur um slíka hluti
án afskipta ríkisins. Eigendur geti
ráðið því sjálfir hvað má gera á þeir-
ra eign svo lengi sem það brýtur ekki
í bága við lög en reykingar eru ekki
bannaðar samkvæmt lögum.
Dagur: Ég tel að það það eiga að
banna þær því heilbrigðislega séð tel
ég þetta koma ríkinu við þar sem al-
menningur sækir þessa staði. Aðalat-
riðið er að vernda lýðheilsu borgar-
anna og að mínu mati er það frelsis-
skerðing að fara inn á staði þar sem
maður þarf að anda að sér reykmett-
uðu lofti og verða fyrir heilsutjóni en
ég lít ekki á veitingastað og heimili
sem sama hlut þó að báðir staðir séu
í einkaeign. Maður býður ekki al-
menningi að ganga í gegn heima hjá
sér.
Hvað með rétt starfsfólksins?
Dagur: Vissulega eiga veitingahúsa-
eigendur staðinn en þeir eiga ekki
starfsfólkið sem verður fyrir óbeinum
reykingum, og er það oft í mjög erfiðri
aðstöðu að berja í borðið vegna þess
hvernig búið er um ráðningarsamn-
inga og í sumum tilfellum eru þeir
engir. Sökum skorts á atvinnu eru
þetta oft einu störfin sem eru í boði
og því valið ekki mikið og því er það
fáránlegt að reykingar þurfi að vera at-
riði sem fólk þarf að hugsa um þegar
það velur sér starf. Það er á okkar
ábyrgð að tryggja það að fólk verði
ekki fyrir heilsutjóni á vinnustöðum.
Hulda: Enn og aftur snýst þetta um
val því fólk kýs sér starfsvettvang og
þarf að vega og meta ýmsa þætti sem
viðkoma starfinu, og er því ekki leynt
fyrir fólki að það sé leyfilegt að reykja
á staðnum. Þá getur fólk kosið hvort
það vilji vinna á stað þar sem reyking-
ar eru leyfðar. Reykingarbann á veit-
ingastað er alfarið á ábyrgð eigendans
að mínu mati alveg eins og það er al-
farið á ábyrgð starfsfólksins að vinna á
stað þar sem er reykt. Við eigum að
bera ábyrgð á okkar öryggi sjálf og
flest viljum við halda lífi og heilsu
þannig að það kemur af sjálfu sér að
við gætum öryggis, það er ekki hlut-
verk ríkisins að koma inn í öll smámál.
Auk þess sem ég tel það ekki á ábyrgð
eigendans ef ekki aðra vinnu er að fá.
Á maður að gæta bróður síns?
Hulda: Maður getur valið að gæta
hans eða ekki. Við berum fyrst og
fremst ábyrgð á okkur sjálfum, það er
ekki hlutverk annarra að bera þá
ábyrgð.
Dagur: Já algerlega. Ég tel að við eig-
um að bera ábyrgð á hvort öðru.
27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR20
Frelsi eigenda eða
almennings skert
SKIPTAR SKOÐANIR
UM REYKINGABANN
Kaupmáttur ellilífeyris hefur lækkað
Aldraðir hafa gleymst.
Kaupmáttur tekna
þeirra eftir skatta hefur
minnkað.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
UMRÆÐAN
ELLILÍFEYRIR
,,
– hefur þú séð DV í dag?
Kýldi tönn
úr þessari
löggu en
sleppur
Enn eitt hneykslið hjá
Héraðsdómi Reykjaness:
Lögreglumaðurinn
hlaut varanlegan
skaða en fær
engar bætur
Á hjólum í kringum þig
Verð með VSK.
9.948 kr.
„Fred-ræstivagninn“ hentar einkar
vel við þrif hjá minni fyrirtækjum
eða þar sem erfitt er að athafna
sig vegna þrengsla.
• Tvær 15 ltr. fötur
• Vel hönnuð pressa
• Meðfærilegur vagn
Verð aðeins
Ríkisstjórnin talar mikið um
það að kaupmáttur tekna hafi
aukist undanfarin ár. Rétt er
það, að kaupmáttur tekna mar-
gra hefur aukist nokkuð en einn
hópur hefur orðið útundan:
Aldraðir hafa gleymst. Kaup-
máttur tekna þeirra eftir skatta
hefur minnkað. Það er m.a.
vegna þess að skattleysismörk-
in hafa ekki fylgt verðlagsþró-
un eða launahækkunum. Skatt-
leysismörkin eru í dag 71.270
kr. Ef þau hefðu fylgt hækkun
verðlags frá 1988 væru þau í
dag 99.557 kr. en 114.956 kr. ef
þau hefðu fylgt launaþróun.
Þetta þýðir að launafólk verður
að greiða skatt af stærri hluta
tekna en áður. Skattbyrðin hef-
ur því aukist enda þótt tals-
menn ríkisstjórnarinnar haldi
hinu gagnstæða fram. Örfáir
talsmenn ríkisstjórnarinnar
viðurkenna að skattbyrðin hafi
aukist en bæta því þá við að
hins vegar hafi kaupmáttur
aukist mjög mikið.
En hvernig er ástandið í þess-
um efnum hjá öldruðum? Lítum
á dæmigerðan ellilífeyrisþega á
árinu 2004, sem hefur nokkurn
lífeyri úr lífeyrissjóði: Óskertur
grunnlífeyrir og tekjutrygging
með eingreiðslum nemur sam-
tals 64.640 kr. á mánuði. 45.860
kr. koma úr lífeyrissjóði. Sam-
tals gera þetta 110.500 kr. á
mánuði. Samsvarandi tekjur
árið 1988 voru 46.114 kr. á mán-
uði, miðað við greiðslur al-
mannatrygginga 1988 og sömu
rauntekjur frá lífeyrissjóði það
ár. Kaupmáttur tekna þessa elli-
lífeyrisþega hefur aukist um
6,3% fyrir tekjuskatt frá 1988.
En eftir tekjuskatta (kaupmátt-
ur ráðstöfunartekna) hefur
kaupmáttur tekna hans minnkað
um 6,85% eða um 7.013 kr. á
mánuði. Ef athugað er hvernig
kaupmátturinn hefur breyst frá
árinu 1990 kemur í ljós að hann
hefur aukist um 2,4%, eða um
2.261 kr. á mánuði eftir skatta!
Það er öll aukning kaupmáttar
aldraðra á því tímabili sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur far-
ið með stjórnarforustu.
Kaupmáttur lágmarkslauna á
almennum vinnumarkaði hefur
aukist um 56,1% fyrir tekju-
skatt frá árinu 1990. Kaupmátt-
ur greiðslna almannatrygginga
hefur hins vegar aðeins aukist
um 24,7% á sama tímabili, fyrir
tekjuskatt. Lífeyrisþegar
Tryggingastofnunar ríkisins
hafa því ekki fengið sömu hækk-
un á lífeyri sínum og verkafólk
á almennum vinnumarkaði. Á
þessu tímabili hefðu elli- og ör-
orkulífeyrisþegar átt að fá
meiri hækkun en aðrir í þjóðfé-
laginu en þeir hafa setið eftir og
fengið minna en aðrir. Ef þeir
hefðu fengið hið sama og aðrir
væru bætur þeirra nú 16.248 kr.
hærri á mánuði en þær eru. Það
þarf að leiðrétta þessar bætur. ■
Tannmissir getur verið þungbær
því við erum háðari tönnum okkar
en við gerum okkur grein fyrir
meðan við höfum þær. Tal okkar
dregur dám af ástandi tannanna,
við tyggjum matinn með tönnunum
og hver vill ekki geta brosað breitt
og óhindrað? Þetta á við hvort sem
tennurnar eru okkar eigin eða við
erum með gervitennur. Ef vel tekst
til nær fólk yfirleitt að laga sig all-
vel að gervitönnum. Í fyrstu falla
þær vel og sitja sæmilega fastar á
undirlaginu, þ.e. gómunum. Með
tímanum rýrnar þó beinið þar sem
tannræturnar sátu áður. Ástæðan
er skortur á álagi og áreiti vegna
tyggingar. Þegar beinið rýrnar
losna gervitennurnar, sérstaklega í
neðri gómi. Þá er nauðsynlegt að
fóðra hann. Efri tannagómurinn er
hins vegar þannig gerður að hann
sogar sig fastan við undirlagið að
því tilskildu að hann hafi fallið vel
að gómnum í upphafi. Los á efri
gómi veldur því sjaldnar veruleg-
um vandræðum.
Margir grípa til þess örþrifa-
ráðs að líma gervitennur sínar fast-
ar með þar til gerðu lími sem fæst
í lyfjaverslunum. En límið er að-
skotahlutur, í það setjast matarleif-
ar og gróðrarstía myndast fyrir
sýkla sem aftur valda ertingu og
andremmu. Lím myndar fyllingu
milli gervigóms og munnslímhúðar
og getur því riðlað bitinu, aukið á
beineyðingu gómbeinsins og valdið
skökku átaki á kjálkaliði, sem
stundum leiðir til verkja í andliti,
hálsi og höfði. Límið er því hvim-
leitt til lengdar og ætti ekki að nota
nema til bráðabirgða meðan beðið
er eftir fóðrun eða öðrum varan-
legum ráðstöfunum.
Með nútímatækni er hægt að
festa gervitennur með svokölluð-
um tannplöntum. Tannplantar eru
skrúfur úr hreinu títan sem grædd-
ar eru í beinið þar sem rætur tann-
anna sátu. Á þessar skrúfur má
smíða stakar tennur eða önnur
tanngervi.
Útfærslur á tannplantagervum
eru með ýmsu móti, allt frá tveim-
ur tannplöntum í neðri gómi upp í
sex til átta tannplanta í hvorum
gómboga. Fer útfærslan eftir að-
stæðum og ástandi góma. Þegar
tveimur eða fleiri plöntum hefur
verið komið fyrir má festa venju-
legar gervitennur með smellum
sem líkjast fatasmellum. Notand-
inn getur auðveldlega smellt tönn-
unum úr og í. Annar kostur er að
byggja fastar brýr á tannplanta en
þá er notanda ómögulegt að ná
tanngervinu úr sér sjálfur, það er
einungis á færi tannlæknis.
Nú á dögum er unnt að leysa
vanda tannlausra einstaklinga á
hagkvæman og þægilegan hátt en
ómetanlegar framfarir hafa orðið
frá þeim tíma þegar einungis var
hægt að bjóða lausa tanngóma. Enn
sem komið er líta margir á tann-
planta sem lúxusmeðferð enda er
hún mun dýrari lausn en hefð-
bundnar gervitennur. Tennur sem
festar eru eins og hér er lýst kom-
ast næst því að vera eins og nátt-
úrulegar tennur þegar þeirra nýtur
ekki lengur við. Notkun tannplanta
hefur aukist talsvert enda auka
þeir mjög lífsgæði þeirra sem
þurfa að nota gervitennur. Fólk
getur talað, hlegið og tuggið án
þess að eiga á hættu að tennurnar
gangi til.
Höfundur er tannlæknir með
munn- og tanngervalækningar
sem sérgrein.
Ert þú með lausar gervitennur?
ELÍN SIGURGEIRSDÓTTIR
UMRÆÐAN
TANNVERND
DAGUR & HULDA
Hulda Sigrún Haraldsdóttir sem situr í stjórn frjálshyggjufélagsins og Dagur Snær Sævarsson sem situr í rit-
stjórn Múrsins og í stjórn UVG, takast á um hugsanlegt reykingabann á veitingahúsum og skemmtistöðum.