Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 21
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 115 stk.
Keypt & selt 21 stk.
Þjónusta 37 stk.
Heilsa 11 stk.
Skólar & námskeið 2 stk.
Heimilið 17 stk.
Tómstundir & ferðir 6 stk.
Húsnæði 27 stk.
Atvinna 25 stk.
Tilkynningar 4 stk.
Ræktar tengsl við Vesturheim
BLS. 3
Góðan dag!
Í dag er miðvikudagurinn
27. október,
301. dagur ársins 2004.
Reykjavík 8.56 13.12 17.26
Akureyri 8.49 12.56 17.03
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
„Konur þekkja að það að vera kynvera
snýst ekki bara um kynlífsathafnir eða
hvað kynfærin aðhafast hverju sinni,
heldur hvernig hjartað hefur það,“ segir
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynlífsfræðing-
ur, sem verður með námskeið í næsta mán-
uði sem ber heitið Kynverund kvenna.
Námskeiðið er fyrir konur sem vilja
styrkja og læra um eigin kynverund út frá
eigin forsendum og reynslu. „Við munum
meðal annars fjalla um sjálfstraust í nánum
samböndum, einkenni góðra parsambanda,
kynsvörun kvenna og eðli og mismunandi
birtingu kynlöngunar hjá kynjunum.
Þetta snýst um að styrkja konur í því að
hafa skoðun á því hvernig þær vilja haga
sínu kynlífi, algjörlega á eigin forsendum.
Það er alltof algengt að konum sé sagt
hvernig þær eiga að upplifa kynlífið, eða
þær lesi um það óraunhæfar lýsingar í bók-
um og blöðum og verði þar af leiðandi óör-
uggar og hræddar um að þær séu að gera
eitthvað rangt.
Námskeiðið verður í formi stuttra fyrir-
lestra, við verðum með verkefni í litlum
hópum og umræður. Áherslan er á afslapp-
að andrúmsloft, trúnað og gagnkvæmt
traust og takmarkaður fjöldi er á hverju
námskeiði,“ segir Jóna Ingibjörg.
Námskeiðið, sem hefst 20. nóvember, er
tveir laugardagar, samtals 12 kennslu-
stundir, og hægt er að skrá sig eða fá nán-
ari upplýsingar með því að senda tölvupóst
á namskeid@jonaingibjorg.is eða hringja í
síma 690-3569
Á vef Jónu Ingibjargar jonaingibjorg.is
er boðið upp á nýja þjónustu sem á sér ekki
hliðstæðu hérlendis. „Fólk getur sent
fyrirspurn í tölvupósti á netrad@jonaingib-
jorg.is og fengið skriflegt svar frá mér
innan viku. Þá er á sama vef hægt að panta
símatíma fyrir kynlífsráðgjöf.“ ■
Námskeið um kynverund kvenna:
Snýst líka um hjartað
nam@frettabladid.is
Kertagerð er eldgömul iðja á Ís-
landi og nú í skammdeginu eru
ýmsir sem vilja endurvekja hana.
Helga Björg Jónasardóttir mynd-
listarmaður í fyrirtækinu Vaxandi
er með grunnnámskeið í kerta-
gerð og kennir þar hefðbundn-
ar aðferðir, bæði að steypa í
mót og dýfa kveiknum
endurtekið í vax. Nám-
skeiðin eru fjögurra
tíma löng og að
þeim liðnum segir
Helga fólk vera orð-
ið sjálfbjarga og geta
haldið áfram heima. Hún
býður líka upp á sérstök kerta-
kvöld fyrir saumaklúbba eða aðra
hópa sem langar að læra þetta
göfuga handverk. Pantanir og
upplýsingar eru í síma 354 6062
og 898 6202.
Nemendur í náttúrufræði í
Framhaldsskóla Austur-Skafta-
fellssýslu á Höfn hafa að undan-
förnu verið að læra um landmót-
un vegna jökla og vatns. Á suð-
austurhorninu sést vel hvernig
jöklarnir unnu sitt verk fyrir
10.000 árum og því eru vett-
vangsferðir út í náttúruna partur
af náminu hjá FAS.
Gigtarfélag Ís-
lands efnir til þriggja
kvölda haustnámskeiðs
fyrir þá sem greinst hafa
með vefjagigt. Fyrsti tíminn er í
kvöld og hefst kl. 19.30. Þar verða
læknar með fræðslu og á hann
mega aðstandendur koma. Síðan
skiptist hópurinn í tvennt á næstu
vikum og verður kennt bæði á
miðvikudags- og fimmtudags-
kvöldum þar sem sjúkraþjálfari,
félagsfræðingur og iðjuþjálfi fara
yfir meðferð og þjálfun, aðlögun
að breyttum aðstæðum og ýmsa
tilfinningalega og félagslega þætti.
Forritunar-
keppni
fram-
halds-
skólanna
2004 verður
haldin helgina
29-30. október í Háskólanum í
Reykjavík. Tuttugu hafa skráð sig
til leiks.
Námskeiðið er fyrir konur sem vilja styrkja eigin kynverund út frá
eigin forsendum og reynslu.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
Í NÁMI
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Það eina jákvæða
í umsögninni
minni var:
„Hann ratar
oftast heim
til sín.“
PhotoReading er lestrartækni
sem kennd er í þrjátíu löndum
um allan heim.Þessi tækni
gerir námsmönnum kleift að
innbyrða mikið lesefni á
skömmum tíma og vinna úr
því á markvissan hátt. Með
PhotoReading eiga allir að
geta þrefaldað lestrarhraða
sinn nær strax og einbeiting
og skilningur á efni eykst.
Einnig er auðveldara að muna
aðalatriði efnisins.
Með aðferðum PhotoReading
nær undirmeðvitundin að
skynja mun meiri texta en þú
skynjar almennt við hefðbund-
inn lestur. Virkni beggja heila-
hvela er nýtt samtímis en við
það nemur heilinn um
10.000.000 bita upplýsinga á
sekúndu í stað um 40 bita við
hefðbundinn lestur.
Næsta námskeið í PhotoRead-
ing verður haldið í nóvember.
Frekari upplýsingar um nám-
skeiðið er að finna á vefsíð-
unni photoreading.is. Hægt er
að skrá sig á námskeiðið í
tölvupósti á jona@nams-
taekni.is og í síma 899 4023.
Námskeið í PhotoReading lestrartækni:
Lestrarhraði þrefaldast
og skilningur eykst
PhotoReading lestrartæknin á
að geta þrefaldað lestrarhraða
allra.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.