Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 30
Lítil herbergi krefjast oft meira
hugvits í skipulagningu en þau
stóru og rúmgóðu. Erna Hjaltested
og Sigfús Þór Sigmundsson þurftu
heldur betur að leggja höfuðið í
bleyti áður en þau fóru í endurbæt-
ur á baðherberginu sínu, það var
rúmir 2 fermetrar en eftir stækk-
un er það 3,5 fermetrar. Það telst
ekki vera stórt baðherbergi en með
miklum pælingum tókst að koma
öllu haganlega fyrir, fallegum
sturtuklefa, upphengdu klósetti,
vaski, ofni og þremur skápum.
Baðherbergið er við hliðina á eld-
húsi íbúðarinnar og hugmyndin
var að fórna litlu búri inn af eld-
húsinu undir baðherbergið. Með
því fengust bæði eftirsóttir fer-
metrar og gluggi á baðherbergið
sem hefur sannarlega breytt um
svip eftir framkvæmdirnar. Eig-
endurnir eru afar ánægðir með
hvernig til tókst, enda ekki ástæða
til annars. Samstarf við Valgerði
Sveinsdóttur innanhússarkitekt
gekk mjög vel og segist Erna vera
mjög ánægð með að hafa unnið
með arkitekt að breytingunum.
Eins og oft vill verða urðu breyt-
ingarnar umfangsmeiri en til stóð í
upphafi. Til dæmis kom í ljós eftir
að veggurinn á milli búrs og baðs
hafði verið rifinn niður að vegg-
irnir stóðust ekki fullkomlega á.
Það þurfti að sjálfsögðu að laga.
Innréttingar í rúmlega 1 metra
breitt herbergi liggja ekki á lausu,
lausnin var að allir skápar voru
sérsmíðaðir af Haraldi í Eld-
húsvali eftir teikningum Valgerðar
sem hún gerði í samráði við eig-
endur. Þess má geta að blöndunar-
tæki, klósett og vaskur eru úr
Tengi en ofninn frá Ísleifi Jóns-
syni.
Meðal hugmynda sem kviknuðu á
leiðinni var að nýta gamalt hurðar-
op frá baðherbergi yfir í svefnher-
bergi sem hafði verið fyllt upp í.
Það var opnað og svo lokað með
þunnri gifsplötu.
Auka plássið sem þarna skapaðist
var nýtt fyrir handklæðaofn og lít-
inn skáp.
Loftið í gamla baðherberginu
hafði verið tekið niður en í því
nýja fær lofthæðin að njóta sín,
einungis var tekið niður fyrir inn-
felldri lýsingu.
Áður en lagt var í breytingarnar
gerðu Erna og Sigfús grófa kostn-
aðaráætlun. Valgerður mælir ein-
dregið með því að fólk gera slíka
áætlun áður en hafist er handa.
Fólk þurfi að gera sér grein fyrir
hvað það er tilbúið að eyða í breyt-
ingar. Valgerður segir einnig mik-
ilvægt að eigendur skrifi hjá sér
hvað þeir vilja fá fram með breyt-
ingunum, þannig sé komist hjá því
að mikilvægir hlutir gleymist.
1. Baðherbergið eftir
breytingarnar. 2. Auka
pláss við gamla hurðar-
opið var nýtt fyrir ofn og
skáp. 3. Vaskurinn, blöndunartæki
og klósett eru úr Tengi. 4.
Mósaíkflísar eru í sturtuklefanum,
en stærri flísar í herberginu. 5.
Skáparnir eru allir sérsmíðaðir. 6.
Fyrir breytingar. 7. Búið að rífa nið-
ur vegginn milli búrs og baðs. 8.
Hér er horft í gegnum gamla hurð-
aropið frá svefnherberginu, fjær
sést hurðaropið yfir í búrið.
27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR6
[ SNIÐUGT Í BAÐHERBERGIÐ ]
Leonardo Eros glerskál sem hægt
er að fylla baðherbergið ilmi með
ilmjurtum
6.590 kr. í Í húsinu.
Nýtískuleg vog til að fylgjast vel með
aukakílóunum
15.882 kr. í Byggt & Búið.
Fallegt hjartakerti
á 200 kr. í Tiger.
Sápupumpa og tannburstavasi í
fjölbreyttum litum.
Vasi á 1.390 kr., pumpa á 2.490 kr.
og diskur og 1.490 kr. í Debenhams.
Búr verður að sturtu
Baðherbergi tekið í gegn
1
6 7 8
2
4
5 3
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
M
YN
D
IR
Ú
R
EI
N
K
AE
IG
N
HEIMILISBLAÐIÐ