Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 32

Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 32
Það getur verið varhugavert að eltast um of við tískuna þegar kemur að innréttingum og skáp- um. Tískusveiflur eru tíðar og það sem var móðins í fyrra get- ur verið lummó í dag. Í endur- hönnun heimilisins er því ætíð skynsamlegt að velja sígildu leiðina, eða í það minnsta þá hlutlausu, nema sköpunargleðin rími þeim mun betur við fjár- ráðin. Undanfarin misseri hafa inn- réttingar úr kirsuberjavið og litríkar flísar ráðið ríkjum í eld- húsinnréttingum landsmanna, en nú vilja innanhúshönnuðir ekki sjá þá samsetningu lengur. Boðorð dagsins er hvítt og meira hvítt, léttleiki og ljósið allsráðandi, og svo einfaldleik- inn. „Hvíttuð eik og hvíttaður hlynur eru það heitasta í dag,“ segir Karen Rafnsdóttir, innan- húsarkitekt hjá Brúnási sem selur íslenskar innréttingar sem smíðaðar eru austur á Eg- ilsstöðum. „Langar skúffur í neðri innréttingu og svo lægri skápar en upp í loft, eða jafnvel engir, eru tískan núna og vin- sælt að hafa þverspónlagðar hurðir á innréttingunum. Þá liggur lárétt í viðnum í staðinn fyrir lóðrétt, eins og við erum vönust að sjá.“ Karen segir höldur bæði vera að minnka og styttast á eldhús- skápum og að nú sé hæstmóðins að hafa engar höldur en þess í stað grip sem fræst er neðst í skúffur og meðfram skápahurð- um. „Í borðplötum er granít það flottasta; bæði svart og ljóst, en alls ekki í litum. Þykkari borð- plötur en áður þekktist eru líka farnar að sjást; fjórir senti- metrar og þaðan af þykkara. Þá eru litaðar flísar alveg úti í kuldanum en þess í stað komnar kremaðar flísar, grábrúnar eða í öðrum mildum náttúrulitum.“ Að sögn Karenar eru vinsæl- ustu heimilistækin úr stáli og möttu áli, sem reyndar er auð- veldara að þrífa en stálið. Þá kjósi sífellt fleiri að loka heimil- istæki bak við skápahurðir, eins og ísskápa og uppþvottavélar. Bræðurnir Ormsson flytja inn HTH-innréttingar frá Dan- mörku. Þórunn Elvar tekur undir orð Karenar hjá Brúnási og segir hvíttaða eik og hlyn áberandi í nýjustu eldhúsinn- réttingunum að utan. „Hvíttuð eldhús og höldulaus koma sterk inn núna og svart granít í borð- plötum. Kámfrítt ál hefur orðið vinninginn yfir stálið í heimilis- tækjum og hvergi má sjá liti, ef horft er til ströngustu tísku- strauma.“ Þórunn segir ljósar flísar milli eldhússkápa nýjasta nýtt, sem og veggjapanil úr áli og það frumlegasta; sandblásið og sýruþvegið gler rammað inn í álramma á milli borðplötu og efri skápa. Auðvelt í þrifum og verulega huggulegt fyrir augað. Hvíttaður viður með granít- og glerflísum Nýjasta tíska í eldhúsinnréttingum Artótekið, listaverkaleigan sem opnuð var í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu á afmæli Reykjavíkur þann 18. ágúst síðastliðinn, hefur farið vel af stað, að sögn Katrínar Guðmundsdóttur verkefnisstjóra. Um 100 listamenn hafa lagt inn nýleg verk og eftirspurn eftir þeim til útleigu hefur verið talsverð. ìÞó vildum við auðvitað sjá enn meiri hreyfingu,î viðurkennir Katrín. Artótekið er við hlið afgreiðslunnar á jarðhæð þar sem tölvusalurinn var áður. Margt fallegt er þar að sjá þótt hvert verk fyrir sig fái ekki það pláss eða lýsingu sem það þyrfti til að njóta sín til fulls eins og um sýningu væri að ræða. Katrín segir tvívíð verk, svo sem olíumálverk og grafík hafa verið einna vinsælust til útlána. Leiguupphæðin fer eftir verðmæti verksins og er frá 1.000 á mánuði upp í 10 þúsund. Artótekið byggist á samstarfi safnsins og Sambands íslenskra mynd- listarmanna. Fyrirmyndin er finnsk. Þar fór slík starfsemi hægt af stað en hefur náð góðri fótfestu og nýtur nú mikilla vinsælda að sögn Katrínar. Hún segir einungis félagsmenn í SÍM eiga verk í Artótekinu og hámarkið sé fimm verk frá hverjum listamanni til að fjölbreytni sé tryggð. Þau megi hvorki vera stór né viðkvæm og verðmæti þeirra ekki fara yfir hálfa milljón. En við hvaða kringumstæður fær fólk svona hluti leigða? „Langflestir eru að hugsa um að eignast verkin sem þeir fá leigð en eru svona að prófa hvernig þeir kunni við þau heima. Þeir taka þau að láni í mánuð en ef menn vilja framlengja tímann þá bara borga menn áfram,” segir Katrín og getur þess í lokin að kjörið sé fyrir fyrirtæki að prýða hjá sér með leiguverkum og skipta þeim síðan út. Afgreiðslutími Artóteksins er á þriðjudög- um kl. 12-16 og á fimmtudögum kl. 16-20 en verkum má líka skila á öðrum tímum. Nánari upplýsingar er að finna á artotek.is 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR8 1. Hvíttaður viður er það heitasta í dag og borðplötur úr steini eru inni. Innréttingar úr Brúnási. 2. Takið eftir breiðum skúffum sem eru mjög vinsælar núna. Innrétting úr HTH. Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster L a n g h o l t s v e g i 1 1 1 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 8 7 9 0 0 A f g r e i ð s l u t í m i v i r k a d a g a k l . 1 1 – 1 8 . o g l a u g a r d a g a k l . 1 1 – 1 4 . Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“. Hágæðarúm frá Stearns & Foster Frá einu virtasta tískuhúsi Frakklands: Rúmteppi, sængurverasett, lök, handklæði, frottésloppar, ilmsápur, ilmkerti, ilmvatn o.fl. Myndlist til leigu Olíumálverk og grafík einna vinsælust 1. Katrín Guðmundsdóttir er verkefnisstjóri Artóteksins. 2. Allt er það samtímalist sem í boði er en úrvalið er mikið. 2 1 1 [ SNIÐUGT Í ELDHÚSIÐ ] Svartir salt- og piparstaukar. 1.550 kr. settið í Í húsinu. Tímastillir í laginu eins og hamborgari. 677 kr.í Byggt & Búið. Fallegur röndóttur platti undir heitt 200 kr. í Tiger. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. 2 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.