Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 47
Aukið framboð hlutabréfa er líkleg-
asta ástæða lækkana hlutabréfa-
markaðar að mati greiningardeildar
Landsbankans.
Þegar hefur verið gefið út nýtt
hlutafé fyrir 121 milljarð króna á
markaði og sé gert ráð fyrir sölu
Símans má búast við að framboð
nýs hlutafjár á næstunni verði tæp-
ir 158 milljarðar króna. Alls mun
því framboð nýs hlutafjár verða
yfir 270 milljarðar króna.
„Við höfum eins og aðrar grein-
ingardeildir talið
h l u t a b r é f a v e r ð
hátt,“ segir Bjarki
Logason, sérfræð-
ingur hjá greining-
ardeild Landsbank-
ans. „Hins vegar
hefur mikil eftir-
spurn ýtt undir
hækkanir og með
auknu framboði
nýs hlutafjár
aukast líkur á lækkun.“
Greiningardeildin telur að há
verðlagning markaðarins sé meira
áhyggjuefni en áður. Sú ávöxtun
sem fjárfestar geti búist við af
markaðnum næsta árið miðað við
rekstur fyrirtækjanna sé neikvæð
um rúm fjórtán prósent. Þessi tala
er fundin með því að meta verð
fyrirtækjanna að ári með greiningu
á sjóðstreymi og meta það miðað
við núverandi verð hlutabréfa. ■
VÆNTANLEG
HLUTAFJÁRÚTBOÐ:
Landssíminn 66,8
Íslandsbanki 34,8
Bakkavör 22,5
SÍF 21,0
Flugleiðir 8,8
Burðarás 3,8
Upphæðir í milljörðum króna.
Heimild: Greiningardeild Landsbankans
23MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004
ISDN POSAR
Heimildarbeiðni tekur aðeins
3-5 sek. í stað 20-30 sek.
Allt að átta posar í einu
Hver heimild kostar
aðeins 1 kr. í stað 4 kr.
Fyrirtæki og verslanir sem nýta posa í starfsemi sinni geta
breytt venjulegri símalínu í ISDN stafræna símatengingu.
Með ISDN stafrænni símatengingu stóraukast afköstin á
álagspunktum og þar af leiðandi þjónustan um leið.
Fáðu nánari upplýsingar í síma 800 4000 eða á siminn.is.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
1
1
8
1
8
LANDSBANKINN Greiningardeild Landsbankans segir aukið framboð hlutabréfa auka
líkur á lækkun hlutabréfamarkaðar.
BJARKI
LOGASON
Framboðið
lækkar markaðinn
Aldrei fyrr hefur Úrvalsvísi-
talan lækkað jafnmikið á
tveimur dögum. Mikil við-
skipti voru í gær. Fjöldi við-
skipta hefur ekki verið meiri
síðan í árslok 2002. Líklegt
er að smærri fjárfestar séu
að innleysa hagnað. Sér-
fræðingur telur að lækkanir
kunni að halda áfram.
Síðustu dagar hafa verið nokkuð
átakamiklir í Kauphöll Íslands.
Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað
um 7,08 prósent á tveimur dögum.
Aldrei fyrr hef-
ur lækkunin
verið jafnmikil
á tveimur dög-
um.
Á mánudag
lækkaði Úrvals-
vísitalan um
fleiri stig en
nokkru sinni
fyrr og hlut-
fallslega var
lækkunin hin
ellefta mesta
frá upphafi.
Stigametið var slegið í gær þegar
vísitalan féll um 156,99 stig og
hlutfallslega er lækkunin hin
fimmta mesta í prósentum talið
frá því að vísitalan var reiknuð
fyrst árið 1993 og hin næstmesta
síðan 1994.
Mjög mikil viðskipti voru í
Kauphöllinni í gær. Hlutabréf
skiptu um hendur fyrir ríflega tíu
milljarða króna í 2.087 viðskipt-
um. Fjöldi viðskipta bendir mjög
til þess að smærri fjárfestar hafi
verið að selja bréf fyrir litlar upp-
hæðir í gær. Fjöldi viðskipta í gær
er hinn níundi mesti í sögu Kaup-
hallarinnar og hinn mesti síðan
30. desember 2002. Viðskipti í
Kauphöllinni hafa verið flest á
síðustu dögum hvers árs þegar
skattaafsláttur vegna hlutabréfa-
kaupa var í gildi. Dagurinn í gær
sker sig úr að þessu leyti því ekk-
ert var óvenjulegt við daginn ann-
að en að greinilegur söluþrýsting-
ur var á hlutabréfum í nánast öll-
um félögum.
Mest voru viðskipti með bréf í
KB banka og Landsbanka. Líklegt
er að margir vilji innleysa mikinn
hagnað af eign í þessum tveimur
félögum. Auk þess hafa fregnir
um hik KB banka varðandi Singer
& Friedlander dregið úr
væntingum um ytri
vöxt. Landsbankinn
lækkaði um 6,6 prósent
í gær en bankinn hefur
hækkað mjög hratt á
síðustu mánuðum auk
þess sem rekstur bank-
ans er viðkvæmur fyrir
sveiflum á markaði því
Landsbankinn á miklar
eignir í hlutabréfum.
Atli B. Guðmunds-
son, hjá greiningardeild
Íslandsbanka, segir
lækkun síðustu daga
ekki koma á óvart. „Í
ljósi þess hve hækkan-
irnar voru orðnar mikl-
ar og að viðskiptin voru farin að
einkennast meira af spákaup-
mennsku en rekstri fyrirtækj-
anna þá hlaut að koma að þessu,“
segir hann.
Um það hvort líklegt sé að
þessi þróun á markaði haldi áfram
segir Atli að erfitt sé að segja til
um það. „Það eru sterk rök fyrir
því að úr því að þessi þróun er
hafin þá sé sennilegt að það muni
reyna á meiri lækkanir. Hins veg-
ar eru uppgjörin að berast og fullt
af fréttum sem geta hreyft mark-
aðinn líka og þá jafnvel í hina átt-
ina,“ segir Atli.
thkjart@frettabladid.is
Það er nokkuð erfitt að átta sig á því
hvað er að gerast á vinnumarkaði
þessa dagana. Mikið hefur verið rætt
um hversu lítið atvinnuleysi hefur
minnkað þrátt fyrir mikinn hagvöxt.
Þannig mældist atvinnuleysi 3,2% að
meðaltali fyrstu níu mánuði ársins
samkvæmt vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar. Þetta er ívið minna at-
vinnuleysi en í fyrra, en þá var það
3,5% fyrstu níu mánuði ársins. Miðað
við að hagvöxtur er einhvers staðar í
kringum 5% hefði maður búist við
því að atvinnuleysi hefði minnkað
umtalsvert á milli ára.
Atvinnuleysi getur minnkað af tveim-
ur ástæðum. Annað hvort fær at-
vinnulaus einstaklingur vinnu og
bætist þá í hóp vinnandi fólks á
vinnumarkaði, eða þessi einstakling-
ur gefst upp við atvinnuleit og víkur
af vinnumarkaði. Það vekur því at-
hygli að í þessari uppsveiflu, á með-
an atvinnuleysi lækkar lítið sem ekk-
ert, þá minnkar atvinnuþátttaka um
1,5 prósentustig frá fyrra ári og er nú
ríflega 81% af fólksfjölda.
Ef við rýnum nánar í þessar tölur
kemur í ljós að atvinnuþátttaka hefur
minnkað meira hjá konum en körl-
um, eða um 2 prósentustig á móti 1
prósentustigi hjá körlum. Sérstaklega
er sláandi að atvinnuþátttaka kvenna
á aldrinum 55-74 á landsbyggðinni
minnkar um 8,5 prósentustig á með-
an atvinnuþátttaka sama hóps á höf-
uðborgarsvæðinu eykst um 2,5 pró-
sentustig. Er nú svo komið að aðeins
helmingur eldri kvenna á lands-
byggðinni er á vinnumarkaði. Þótt at-
vinnuleysi sá svipað meðal kynjanna
á þessu tímabili, þá er hugsanlegt að
þarna megi merkja áhrif þess að ef
konum gengur illa að finna starf eru
þær líklegri en karlmenn til að hverfa
af vinnumarkaði.
Á hinn bóginn er vinnutími nú lengri
en á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu
mánuði þessa árs hefur vinnustund-
um fjölgað um 0,4 á viku. Karlar
vinna að meðaltali 47,3 klukkustund-
ir á viku á meðan konur vinna að
meðaltali 36,3 klukkustundir á viku.
Karlmenn á aldrinum 16-24 vinna
1,1 klukkustund lengur en í fyrra en á
móti vegur að karlmenn á aldrinum
55-74 vinna 1,8 klukkustundum
skemur.
Fyrstu níu mánuði þessa árs voru
veitt ríflega 900 ný atvinnuleyfi til út-
lendinga sem koma hingað frá lönd-
um utan EES. Þessi fjöldi samsvarar
um 0,5% af vinnuafli landsins. Ríkis-
borgarar EES-ríkja þurfa ekki atvinnu-
leyfi til að starfa hér á landi. Nýjum
atvinnuleyfum hefur fjölgað til muna
frá því í fyrra, þegar veitt voru 360 ný
leyfi fyrstu níu mánuði ársins.
ÞJÓÐARBÚSKAPURINN
KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR
Atvinna og atvinnuleysi
ATVINNULEYSI „Atvinnuleysi getur minnkað af tveimur ástæðum. Annað hvort fær at-
vinnulaus einstaklingur vinnu og bætist þá í hóp vinnandi fólks á vinnumarkaði, eða
þessi einstaklingur gefst upp við atvinnuleit og víkur af vinnumarkaði.“
Mesta tveggja
daga lækkun
MESTA LÆKKUN
Á EINUM DEGI
19. febrúar 1993 4,88%
2. maí 2001 4,62%
18. janúar 1993 4,58%
13. apríl 1993 4,54%
26. október 2004 4,23%
MESTA LÆKKUN Á TVEIMUR
DÖGUM
25.-26. október 2004 7,07%
1. - 2. maí 2001 5,45%
10.-11. maí 2000 5,28%
17. - 18. maí 2000 5,19%
21. - 22. febrúar 1993 4,88%
ATLI B. GUÐ-
MUNDSSON Segir
ekki víst að lækkun-
arhrinu sé lokið.
DIMMT YFIR KAUPHÖLLINNI Hlutabréf hafa lækkað
skarpt tvo daga í röð. Verðmæti fyrirtækja í Úrvalsvísitöl-
unni hefur lækkað um 72 milljarða frá því á föstudag.