Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 50
26 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Við mælum með...
... að Ásgeir Ásgeirsson, Þórhallur Dan Jóhannsson og Sævar
Þór Gíslason skelli sér til Ríkislögreglustjóra í dag og biðji um að
verða tengdir við lygamæli. Þá er vonandi hægt að komast að því
hver sé raunverulega að segja satt og hver sé að ljúga. Það er ekki
hægt að hafa ástandið svona.
„Það virðist alltaf vera hægt að drulla yfir okkur
stjórnarmenn en nú er okkur nóg boðið.“
Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, fékk nóg af meintum
lygum leikmanna sinna og lét þá hafa það óþvegið í gær.
sport@frettabladid.is
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
24 25 26 27 28 29 30
Miðvikudagur
OKTÓBER
FÓTBOLTI Það er harka hlaupin í
samskipti stjórnar Fylkis og leik-
mannanna Þórhalls Dans Jó-
hannssonar og Sævars Þórs Gísla-
sonar. Greint var frá því á mánu-
dag að samningar hefðu ekki tek-
ist við þá félaga og því hefðu þeir
leikið sinn síðasta leik fyrir Fylki.
Stjórn Fylkis var afar ósátt við
ummæli þeirra félaga í fjölmiðl-
um daginn eftir og því ákvað Ás-
geir Ásgeirsson, formaður meist-
araflokksráðs Fylkis, að birta
greinargerð á heimasíðu Fylkis í
gær þar sem hann greinir frá því
af hverju samningar tókust ekki
við þá félaga og greinir Ásgeir ít-
arlega frá samskiptum sínum við
leikmennina.
„Það virðist alltaf vera hægt að
drulla yfir okkur stjórnarmenn og
mér fannst ég verða að svara því
sem komið hefur fram hjá Þór-
halli og Sævari,“ sagði Ásgeir í
gær en hann vill meina að leik-
mennirnir séu hreinlega að ljúga.
„Þeir eru ekki að segja satt og
þetta hlustar fólk á og hefur verið
að smjatta á því síðan. Okkur var
bara nóg boðið.“
Í greinargerð Ásgeirs kemur
fram að samningaviðræður við
Sævar hafi borið árangur á laug-
ardegi. Sævar vildi upphaflega
setja í samninginn að Fylkir
bjargaði honum um vinnu en það
vildu Fylkismenn ekki gera því
þeir hefðu margoft aðstoðað
Sævar með vinnu. Þess í stað buðu
þeir upp á að hjálpa honum í at-
vinnuleitinni án skuldbindinga.
Ásgeir segir að þegar þeir hafi
lagt fram samninginn til Sævars
hafi komið skýrt fram að þeir
gætu ekki boðið betur. Sævar
sagðist vera sáttur við samning-
inn en vildi fresta undirskrift til
hádegis á sunnudag því hann vildi
fara yfir málið með fjölskyldu
sinni.
Bara bull í Ásgeiri
Fylkismenn ræddu tvisvar við
Sævar á sunnudeginum án þess að
fá niðurstöðu í málið en um kvöld-
ið hafði Sævar samband þar sem
hann sagðist treysta því að þeir
hjálpuðu honum með vinnu og
jafnframt fór hann fram á 33%
hækkun á grunnlaunum samn-
ingsins að sögn Ásgeirs. Sævar
sagði við fjölmiðla við samnings-
slitin að gagntilboð hans hefði
verið mjög nærri tilboði Fylkis.
Hann stendur við þau orð og segir
Ásgeir sjálfan ljúga.
„Hann lýgur sjálfur. Þetta með
33% hækkunina er bull. Ég veit
ekki nákvæmlega hver prósentu-
talan er en hún er fjarri 33%. Ás-
geir fer með rangt mál og hann
veit það sjálfur,“ sagði Sævar Þór
sem vildi að öðru leyti ekkert tjá
sig um málið. Því væri lokið af
hans hálfu.
Ásgeir segir enn fremur í
greinargerð sinni að Þórhalli Dan
hafi verið boðinn samningur á
sambærilegum nótum og hans
gamli samningur.
Jafnframt hafi Þórhalli verið
tjáð að svigrúm stjórnar í samn-
ingagerðinni væri takmarkað. Í
kjölfarið hafi verið boðað til fund-
ar á laugardeginum. Þórhallur
mætti ekki til fundarins og lét
ekkert af sér vita. Þegar það náð-
ist í hann seinni partinn afsakaði
hann fjarveruna með því að hann
hefði gleymt fundinum.
Steingleymdi fundinum
„Þetta er nú meiri metnaðurinn.
Ég meina hver mætir ekki á
samningafund? Ég hlusta ekki á
rök þess eðlis að hann hafi gleymt
fundinum,“ sagði Ásgeir, frekar
gramur. Þórhallur játar það fús-
lega að þar hafi hann klikkað.
„Ég tek það á mig. Ég var með
fjölskyldu minni og án símans og
bara steingleymdi fundinum,“
sagði Þórhallur en hann segir, líkt
og Sævar, að Ásgeir ljúgi því að
samningurinn hafi verið á sam-
bærilegum nótum og gamli samn-
ingurinn. „Það var verið að lækka
launin mín um þriðjung sam-
kvæmt þessum nýja samningi.
Ásgeir er bara hreint og klárt
að ljúga ef hann heldur því fram
að nýi samningurinn sé á sam-
bærilegum nótum. Annars nenni
ég ekki þessum sandkassaleik. Ef
hann vill maka aðra drullu þá
verður hann að eiga það við sjálf-
an sig en ég nenni ekki þessum
leik með honum,“ sagði Þórhallur,
fúll yfir endalokum síns ferils hjá
Fylki.
Það verður ekki annað sagt en
að mál þetta sé komið í algjöran
hnút. Orð stendur gegn orði en
það eina sem er á hreinu er að
Sævar Þór Gíslason og Þórhallur
Dan Jóhannsson leika ekki með
Fylki í lautinni næsta sumar.
henry@frettabladid.is
GLAÐIR Á GÓÐRI STUND Sævar Þór Gíslason og Þórhallur Dan Jóhannsson fagna hér
marki með Fylki í sumar. Þeir neita því að vera lygarar og segja Ásgeir Ásgeirsson, for-
mann meistaraflokksráðs Fylkis, sjálfan fara með rangt mál.
Lygar í lautinni
Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sakar Þórhall
Dan Jóhannsson og Sævar Þór Gíslason um lygar. Leikmennirnir svara
ásökununum fullum hálsi og segja Ásgeir sjálfan vera lygara.
■ ■ LEIKIR
18.00 Haukar 2 og Bifröst mætast
á Ásvöllum í 16 liða úrslitum SS-
bikars karla í handbolta.
19.15 Stjarnan og ÍBV mætast í
Ásgarði í 16 liða úrslitum SS-
bikars karla í handbolta.
19.15 Grindavík og Keflavík
mætast í Grindavík í 1. deild
kvenna í körfubolta.
19.15 KR og Haukar mætast í
DHL-Höllinni í 1. deild kvenna í
körfubolta.
19.15 Njarðvík og ÍS mætast í
Njarðvík í 1. deild kvenna í kör-
fubolta.
20.00 Afturelding og HK mætast á
Varmá í 16 liða úrslitum SS-bikars
karla í handbolta.
20.30 Haukar og Fram mætast á
Ásvöllum í 16 liða úrslitum SS-
bikars karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
17.20 Olíssport á Sýn.
18.35 Enski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Manchester
City og Arsenal í enska deilda-
bikarnum í fótbolta.
20.35 X-Games á Sýn.
21.25 Stjörnugolf á Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.20 Handboltakvöld á RÚV.
23.15 Enski boltinn á Sýn. Útsend-
ing frá leik Manchester City og
Arsenal í enska deildabikarnum í
fótbolta.
Hefur þú
fengið þér
sextíu
sjö í dag&
Keflavík
ENSKA DEILDABIKARKEPPNIN
Portsmouth – Leeds 2–1
1–0 Kamara (14.), 2-0 Berkovich v. (32.),
2-1 Deane (40.)
Doncaster – Nottingham 0–2
0-1 King (33.), 0-2 Perch (63.)
Millwall – Liverpool 0–3
0-1 Diao (17.), 0-2 Baros (70.), 0-3 Baros
(90+4.)
Burnley – Aston Villa 3–1
1-0 Branch (9.), 2-0 Camara (65.), 2-1
Angel (81.), 3-1 Valois (86.)
Sheffield U. – Watford 0–0
Bournemouth – Cardiff 1–2
1-0 Hayter (8.), 1-1 Lee (24.), 1-2 Bullock
(49.)
Crewe – Manchester U. 0–3
0-1 Smith (10.), 0-2 Miller (53.), 0-3 Forster
sjm. (59.)
ÞÝSKA BUNDESLIGAN
Bayern – Wolfsburg 2–0
Bochum – M’gladbach 3–0
Hannover – Kaiserslautern 3–1
Hertha Berlin – Dortmund 0–1
SPÆNSKA KONUNGSBIKAR-
KEPPNIN
Cerceda – Deportivo 0–2
Castellón – Osasuna 0–0
Leganés – Real Madrid 1–2
Aganefnd KKÍ tók Magnamálið umdeilda fyrir í gær:
Fékk eins leiks bann
KÖRFUBOLTI Aganefnd Körfuknatt-
leikssambands Íslands dæmdi
Magna Hafsteinsson, leikmann
Snæfells, í eins leiks bann á fundi
nefndarinnar í gær. Bannið fær
hann sjálfkrafa fyrir að fá á sig
tvær tæknivillur í leik Ham-
ars/Selfoss - Snæfells í síðustu
viku.
Dómari þess leiks bar einnig
fram kæru þar sem hann taldi
Magna hafa slegið til sín í þeim
leik en aganefndin tók kæru hans
ekki til greina.
Þeir Fannar Helgason og Roy
Robinson hlutu báðir tveggja leik-
ja bann fyrir slagsmál í leik ÍR og
Tindastóls um helgina. Eins fékk
Kerbrell Brown sem leikið hefur
með Skallagrími eins leiks bann
en kappinn er farinn af landi
brott. -aöe
Enska deildabikarkeppnin:
Að mestu
eftir bókinni
FÓTBOLTI Óvæntustu úrslitin í þriðju
umferð deildabikarkeppninnar í
Englandi var án efa góður sigur
Burnley á úrvalsdeildarliði Aston
Villa en önnur úrslit voru nokkuð
eftir bókinni. Liverpool vann góð-
an 0-3 sigur á döpru og afar grófu
liði Millwall og náði Milan Baros
sér sérstaklega vel á strik í leikn-
um. Lið Manchester United átti
heldur ekki í miklum vandræðum
með Crewe þrátt fyrir að yngri
leikmenn liðsins fengju að sprey-
ta sig. Varð sigurinn sannfærandi,
0-3, með mörkum Smiths og Mill-
ers en eitt markanna var sjálfs-
mark.
Sama var uppi á teningnum í
Þýskalandi þar sem leikið var í
Bundesligunni. Claudio Pizarro
átti góðan leik með Bayern og
skoraði bæði mörkin gegn Wolfs-
burg sem heldur þó efsta sætinu í
deildinni. Bochum kom sér tíma-
bundið úr fallsæti með 3-0 sigri á
M’gladbach. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
. Ó
L.