Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 51
Hollenski framherjinn Ruud vanNistelrooy hjá Manchester
United hefur samþykkt kæru aga-
nefndar enska knattspyrnusam-
bandsins á hendur honum vegna
brots hans á Ashley Cole, leikmanni
Arsenal, í leik liðanna á
sunnudaginn. Van Ni-
stelrooy, sem á yfir
höfði sér þriggja leik-
ja bann, sagðist þó
ekki hafa haft í hyg-
gju að meiða Cole
en sagðist taka fulla
ábyrgð á því að
brotið hafi verið
ljótt. Hann hefur
þegar beðið Cole
afsökunar á atvik-
inu.
Aganefnd enska knattspyrnusam-bandsins stendur í ströngu því
það hefur einnig kært Kevin Keegan,
knattspyrnustjóra Manchester City,
fyrir ósæmileg ummæli í garð Steve
Dunn, dómara leiks Newcastle og
Manchester City um helgina. Keegan
sagði við Dunn eftir leikinn að hann
væri ekki nógu sterkur karakter og að
hann gerði alltof mörg
mistök. Dunn var ekki
sáttur við ummæli
Keegans og kærði
hann. Keegan lét hafa
eftir sér á blaðamanna-
fundi eftir leikinn að
honum væri ná-
kvæmlega sama
þótt hann yrði
kærður – hann væri
búinn að fá nóg.
Gary Megson, knattspyrnustjóriWest Brom, hefur lokið keppni
hjá félaginu. Megson var rekinn frá
félaginu í gær og tók uppsögnin strax
gildi. Ástæða uppsagnarinnar er sú
að Megson sendi stjórn West Brom
bréf í gær þar hann tilkynnti
þeim að hann hefði ekki
áhuga á að framlengja
s a m n i n g
sinn við
félagið en
hann rennur út næsta
vor. Stjórnin leit svo á að
Megson hefði ekki leng-
ur áhuga á því að starfa
fyrir félagið og rak hann.
David Beckham, fyrir-liði enska landsliðs-
ins, er ekki nálægt því
að vera klár í slaginn
eftir að hann rifbeins-
brotnaði í leik Eng-
lands og Wales fyrir
skömmu. Beckham
verður frá næstu tvær til
þrjár vikurnar en hann
er aðeins byrjaður að
hreyfa sig án bolta. „Ég er
að koma til en á samt
nokkuð langt í land,“
sagði Beckham við fjöl-
miðla í gær.
Mariano GarciaRemon, þjálf-
ari Real Madrid,
segir að félagið hafi
gert rétt í því að
taka enska fram-
herjann Michael
Owen fram yfir
K a m e r ú n a n n
Samuel Eto’o síð-
asta sumar. Eto’o
fór til Barcelona og hefur spilað frá-
bærlega en það skiptir litlu máli fyrir
Remon. „Owen er leikmaður sem er
mér að skapi. Hann hefur byrjað í
síðustu tveimur leikjum og fært okk-
ur sex stig. Ég myndi ekki skipta á
honum fyrir Eto’o,“ sagði Remon.
ÞjóðverjinnFranz Bec-
kenbauer hef-
ur látið í veðri
vaka að hann
sé tilbúinn til
að verða eftir-
maður Svíans
Lennarts Jo-
h a n n s s o n
þegar hann
stígur af stokki
sem formaður
Knattspyrnu-
sambands Evrópu eftir tvö ár. Bec-
kenbauer, sem þykir vera líklegur
eftirmaður Svíans ásamt Frakkanum
Michel Platini, Englendingnum
Geoffrey Thompson og Hollend-
ingnum Mathieu Sprengers, sagði
það vera heiður að vera orðaður við
þessa stöðu en Johansson, sem er
orðinn 74 ára gamall, verður að
hætta vegna aldurstakmarkana hjá
sambandinu en þar má enginn yfir
70 ára aldri vera í nefndum eða
stjórnum á vegum sambandsins.
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004 27
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
www.sonycenter.is Sími 588 7669
Skýrari mynd en þú
átt að venjast!
*Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard
skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist
með jöfnum greiðslum yfir samningstímann.
Digital Comb Filter
tryggir að þú sérð öll
smáatriðin í myndinni
skýrar. Sjáðu muninn.
Mynd í mynd.
Þú horfir á tvær
stöðvar í einu, og
missir ekki af neinu.
Borð í kaupbæti
sem er hannað undir
sjónvarpstækið að
andvirði 24.950.
32” Sony sjónvarp KV-32CS76
• 100 Hz Digital Plus • 3 Scart tengi
• Stafræn myndleiðrétting (DNR)
• Virtual Dolby Surround BBE
• Forritanleg fjarstýring fylgir
12 mánaða greiðslur
vaxtalaust.
Þú veist hvað þú borgar
mikið á mánuði.
Verð 131.940 krónur
eða 10.995 krónur á mánuði vaxtalaust*
32”
Skyndibitastaðir á Laugardalsvellinum:
Krafa gerð um valkosti
á Þjóðarleikvanginum
FÓTBOLTI „Eðlilegt væri að ef uppi
eru hugmyndir um að setja upp
skyndibitastað á borð við McDon-
alds á Laugardalsvellinum yrði
fólki að minnsta kosti boðið upp á
annan valkost,“ segir Anna Elísa-
bet Ólafsdóttir, forstjóri Lýð-
heilsustöðvar.
Meðal þess sem Knattspyrnu-
samband Íslands er að skoða er að
gefa slíkum stöðum leyfi til að
starfrækja sölustaði meðan lands-
leikir og aðrir stórir viðburðir
fara fram á þjóðarleikvanginum.
Anna segir að stofnun hennar
leggi áherslu á gott aðgengi að
heilsusamlegum stöðum en hún
hafði ekki heyrt af þessum hug-
myndum KSÍ.
„Það er mikilvægt að ef slíkt er
uppi á borðinu á Laugardalsvellin-
um þá hafi almenningur allavega
val um eitthvað annað en ham-
borgara ef það kýs svo. Það er að-
alatriðið gagnvart okkur.“
OFFITUVANDAMÁL KSÍ vill skyndibita-
staði á betrumbættan þjóðarleikvang en
reykingar verða áfram með öllu óheimilar.
Blóðtaka fyrir NHL:
Fólksflótti til
Evrópu
ÍSHOKKÍ Verkfall það sem staðið
hefur yfir um skeið í bandarísku
NHL-deildinni í íshokkí mun hafa
áhrif á íþróttina um margra ára
skeið. Vegna þess að enginn vilji
virðist vera til að leysa deilu leik-
manna og eigenda liðanna fjölgar
þeim óðum sem hafa gengið í evr-
ópsk félög. Tæplega 220 leikmenn
hafa farið til Evrópu nú þegar og
telja verður ólíklegt að þeir snúi
allir aftur þegar og ef verkfallið
leysist næstu vikur eða mánuði.
Ein allra skærasta stjarnan, Sví-
inn Peter Forsberg, hefur til að
mynda formlega lýst yfir að hann
snúi ekki aftur en hann spilar nú á
ný í heimalandi sínu.