Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 54
30 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Fáðu vasabox fyrir nicorette lyfjatyggigúmmí ® Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Styrktarforeldrar óskast - sos.is SOS - barnaþorpin S: 564 2910 Stjörnur á borð við Noel Gallag- her, Damon Albarn og Dido hafa öll samþykkt að aðstoða hljóm- sveitirnar Coldplay, Travis, The Darkness og Keane við upptökur á jólalaginu Do They Know It’s Christmas sem upphaflega var gefið út á smáskífu árið 1984. Var það sungið af hljómsveitinni Band Aid og rann allur ágóði til hungr- aðra barna í Eþíópíu. Einnig von- ast skipuleggjandinn Midge Ure eftir því að Thom Yorke, söngvari Radiohead, og Robbie Williams, gangi til liðs við þennan fríða hóp tónlistarmanna. „Ég get ekki beðið eftir því að heyra Keane og Coldplay byrja lagið með píanóleik og The Dark- ness spila melódíuna á gítar í lok- in,“ sagði Ure, sem einnig var á bak við upptökurnar á laginu árið 1984 ásamt popparanum Bob Geldof. „Þetta ætti að verða mjög skemmtilegt,“ bætti hann við. Hann sagðist ekki eiga von á að hljómsveitirnar myndu reyna að endurvekja þann anda sem sveif yfir vötnunum fyrir tveimur ára- tugum heldur reyna að flytja lag- ið á sinn eigin hátt. Jólasmáskífa selst í 3,5 milljónum eintaka Upphaflega Band Aid-sveitin samanstóð af listamönnum á borð við U2, Sting, Duran Duran og George Michael. Á þessum tíma var „eitís“-tímabilið í algleymingi og tónlistarmenn með blásið hár og í bleikum skyrtum voru alls- ráðandi á vinsældalistum. Bob Geldof, liðsmaður hljómsveitar- innar Boomtown Rats, heyrði af mikilli hungursneyð í Eþíópíu og vildi semja lag til styrktar mál- efninu þar sem ágóðinn myndi renna til hungraðra barna. Fékk hann þá Ure, söngvara hljóm- sveitarinnar Ultravox, til liðs við sig og saman sömdu þeir jólalagið Do They Know It’s Christmas. Kom það út á smáskífu fyrir jólin í Bretlandi og stóðu vonir til að hún myndi seljast í hundrað þús- und eintökum. Sú varð aldeilis ekki raunin því skífan seldist í 3,5 milljónum eintaka í Bretlandi og kom af stað mikilli vakningu á meðal almennings um hung- ursneyðina í Afríku. Alls safnaði lagið um einum milljarði króna sem rann óskiptur til hjálpar- starfs í Eþíópíu. Sönnuðu vinsæld- ir þess svo um munaði að popp- stjörnur geta haft áhrif á gang heimsmála. Live Aid sjónvarpað um allan heim Í júlí árið 1985 var smáskífunni síðan fylgt eftir með Live Aid-tón- leikunum þar sem bestu tónlistar- menn beggja vegna Atlantshafs- ins héldu tvenna tónleika á sama tíma á Wembley í London og á JFK-leikvanginum í Fíladelfíu. Stóðu þeir yfir í sextán klukku- stundir og var sjónvarpað um víða veröld. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn höfðu bæst í hópinn, meðal annars Queen, Beach Boys, Led Zeppelin, Rolling Stones, Bob Dylan, Phil Collins, Tina Turner og Madonna. Vöktu tónleikarnir að vonum gríðarlega athygli og söfnuðu þeir þrefalt meiri pening til styrktar hungruð- um heimi en upphaflega var von- ast eftir, eða rúmum 3,8 milljörð- um króna. Frá árinu 1985 hefur smáskífu- lagið Do They Know It’s Christmas og Live Aid-tóneikarnir safnað tæpum tíu milljörðum króna fyrir hjálparstarf í Afríku. En betur má ef duga skal, því í dag er hungursneyð til að mynda enn viðvarandi í Eþíópíu og árið 2000 voru 12 milljónir manna í lífs- hættu þar í landi, sökum matar- skorts. Við þetta er að bæta að þrátt fyrir heimsvakninguna miklu létust 1,2 milljónir manna í Afríku af völdum hungursneyðar á árunum 1984 til 1985. freyr@frettabladid.is Sungið gegn hungursneyð Margar af helstu poppstjörnum Breta ætla að syngja nýja útgáfu af jólalagi Band Aid-hljómsveit- arinnar, Do They Know It’s Christmas?, sem fyrst kom út fyrir tuttugu árum. Fréttablaðið rifjar upp söguna á bak við lagið. LIVE AID Fjölmargar hljómsveitir komu fram á Live Aid-tónleikunum sem voru haldnir samtímis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Milljónir áhorfenda fylgdust með í sjónvarpinu. Adam Clayton (U2) Phil Collins Bob Geldof Steve Norman (Spandau Ball- et) Chris Cross (Ultravox) John Taylor (Duran Duran) Paul Young Tony Hadley (Spandau Ball- et) Glenn Gregory (Heaven 17) Simon LeBon (Duran Duran) Simon Crowe Marilyn Keren Woodward (Bananarama) Martin Kemp (Spandau Ballet) Jody Watley Bono (U2) Paul Weller James Taylor Midge Ure (Ultravox) Martin Ware (Heaven 17) George Michael John Keeble (Spandau Ballet) Gary Kemp (Spandau Ballet) Roger Taylor (Duran Duran) Sarah Dullin (Bananarama) Siobhan Fahey (Bananarama) Peter Briquette Francis Rossi (Status Quo) Robert ‘Kool’ Bell Dennis Thomas Andy Taylor (Duran Duran) Jon Moss (Culture Club) Sting Rick Parfitt (Status Quo) Nick Rhodes (Duran Dur- an) Johnny Fingers David Bowie Boy George Holly Johnson Paul McCartney Upprunalegi Band-Aid hópurinn: Coldplay Damon Albarn Travis The Keanes Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.