Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 56
Jóhanna Kristjónsdóttir seg- ir ranghugmyndir Vestur- landabúa um konur í Arabalöndum meðal annars spretta af því að við ætlumst til að þær séu eins og við. Það sem mér finnst vera mjög áber- andi eru ótrúlega fáránlegar hug- myndir um klæðaburð kvenna,“ segir Jóhanna Kristjónsdóttir, en bók hennar, Arabíukonur, er komin út hjá Máli og menningu. „Þegar við sjáum konu sem er með blæju fyrir andlitinu og höfuðklút og klædd í svartan kufl, þá drögum við snar- lega þá ályktun að þessi kona sé kúguð – af karlinum, eðlilega – að hún sé ómenntuð og ofsatrúarkona. Þetta er sú skekkja sem blasir við. Síðan eru margar aðrar rangfærsl- ur í sambandi við konur í þessum löndum, í sambandi við menntun þeirra, í sambandi við makaval og í sambandi við þeirra stöðu almennt innan fjölskyldunnar. Við ályktum mjög oft að þessar konur séu van- sælar vegna þess að þær búa ekki við nákvæmlega það sama og við. Okkur finnst einhvern veginn að þær eigi að breyta sér og verða eins og við, bæði í klæðaburði og al- mennri afstöðu.“ Jóhanna bendir á að okkur hætti til þess að tala niðrandi um arabakonur, hætti til að tala um þær sem „þessar ömurlegu múslima- kerlingar“. „Með því að tala við konurnar, fá að skyggnast inn í þeirra hugar- heim er hægt að reyna að átta sig á því sem blasir ekkert endilega við,“ segir hún. „Þessar konur eru heldur ekkert allar eins. Okkur finnst að allar konur í þessum heimi séu eins – en þær eru, rétt eins og við hér, hver með sínu móti. Þetta er það sem mér finnst vefjast óendanlega fyrir okkur á Vesturlöndum. Klæðnaður kvennanna, sem er auðvitað ekki gegnumgangandi um allan þennan heim sem ég er að skrifa um, fer svo í taugarnar á okk- ur. Okkur finnst hann svo ljótur. Indverskar konur geta t.d. dinglað í sínum sari-búningi og okkur finnst það í lagi og okkur finnst aðrir menningarheimar vera sjarmer- andi – en við höfum ekkert umburð- arlyndi gagnvart þessum heimi vegna þess að við þekkjum hann ekki. Okkur finnst hann ógnandi. Við reynum ekkert að skoða hver eru meginatriðin í lífsviðhorfi þessa fólks og hvers vegna þau eru svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Klæðaburður er mismunandi frá einu landi til annars. Hins vegar hefur það færst í vöxt síðustu 14-15 árin að konur noti slæðuna. Ástæð- an er m.a. sú að þær vilja segja með slæðunni hverjar þær eru og að þær skammist sín ekkert fyrir það. Þeg- ar ég var að byrja að ferðast þarna, fyrir rúmum tuttugu árum, var miklu algengara að sjá konur í vest- rænum klæðum en nú er. Þetta taka margir sem merki um vaxandi öfga- trúartilhneigingar og meiri kúgun – en þetta er bara vaxandi þjóðernis- kennd sem á ekkert skylt við öfga- trú – meðal annars vegna vaxandi afskipta Vesturlanda af þessum heimshluta.“ Jóhanna segir okkur einnig hafa verulegar ranghugmyndir varðandi menntun kvenna í Arabalöndunum. „Í einu landi situr menntun kvenna mjög á hakanum. Það er í Jemen. Það er ekki vegna markvissrar kúg- unar, heldur vegna þess að Jemen er fátækasta landið og fólk er að eign- ast 10-14 börn. Venjulega er reynt að senda tvö elstu börnin í skóla og þá yfirleitt strákana. Við höfum rang- hugmyndir um fleira, til dæmis það sem við köllum heimanmund en ég kalla kvonarmund. Við segjum alltaf að það sé verið að selja þessar konur í ánauð og hjónaband sem þær vilja ekki, en kjarni málsins er sá að þessi kvonarmundur verður séreign konu við giftingu og þar af leiðandi líta margar konur svo á að þær öðlist fjárhagslegt sjálfstæði við giftingu, venga þess að það má enginn snerta þetta nema þær. Ég er ekkert að hvítþvo araba- heiminn – þar er ýmislegt að, en það er líka margt að hjá okkur. Mér finnst oft svo mikil hræsni þegar fólk, og ekki síst karlmenn, halda því fram að arabar ofsæki konur. Þetta fær ekki staðist.“ sussa@frettabladid.is 6. - 7. nóvember kl: 10-17 - ætlað kennurum 9. -10. nóvember kl: 18-21 og 13. - 14. nóvember kl: 10-16 - ætlað leikurum Leiðbeinandi á námskeiðunum er Morten Krogh, leikhúsmaður frá Noregi. Morten hefur leikstýrt víða um heim, kennt leiklist og hannað sviðshreyf- ingar. Hann leggur áherslu á notkun líkamans á leiksviðinu. Höfuðandstæðingur Mortens er Ibsen og fyrirmynd hans er Múhammeð Alí. Skráning er til 1. nóvember, í síma 585 1200 eða með tölvupósti á fraedsla@leikhusid.is Nánari upplýsingar á http://fd.leikhusid.is Líkamlegt leikhús Fræðsludeild Þjóðleikhússins býður upp á tvö námskeið í líkamlegu leikhúsi 32 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Ljósmyndasýningu Unnar Guðjónsdóttur, Myndir frá Kína, í Feng Shui húsinu, Laugavegi 42b (inngangur frá Frakkastíg). Sýningunni lýkur á laugardaginn. Nýjum íslenskum leikritum. Böndin á milli okkar í Þjóðleik- húsinu og Faðir vor í Iðnó hafa hlotið lof gagn- rýnenda. Sýningu Valgarðs Gunnars- sonar, El- ífðin á háum hælum, í Duus-húsi, Lista- safni Reykjanesbæjar. Ljósmyndasýningin Gleym mér ei hefur verið opn- uð í Myndsal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin kemur frá Van Gogh-safninu í Amsterdam. Í fréttatilkynningu segir: „Tilkoma ljósmyndunar árið 1839 gerði flestum kleift í fyrsta sinn að eign- ast mynd af fjölskyldu sinni og vinum. Ljósmynda- tæknin sem við teljum sjálfsagða hafði byltingar- kennd áhrif: sumir spáðu því jafnvel að dagar málverksins sem listforms væru taldir. Alls kyns búnaður var notaður til að auka við ljós- myndir, þar á meðal að bæta við þær texta, blóm- um, snúrum, vindlahringjum, ljós- myndir fiðrildavængjum og jafnvel mannshári. Ýmsir hlutir voru notaðir til að geyma. Portrett voru sett í nælur, hálsmen, silfurskrín og í skreytta ramma. Á Vestur- löndum skapaðist sú hefð að taka portrett af fólki með ljósmynd af látnum ástvin- um, til að sýna að fólk hafði ekki gleymt þeim. Dæmi um allar þessar útfærslur eru á sýningunni. Í flestum tilvikum er ljósmyndarinn óþekktur. Ísland fór ekki varhluta af þessum myndgerðum og mörg form minningarbættra mynda hafa tíðkast hér og gera enn. Sýnishorn slíkra mynda úr Þjóð- minjasafninu og einkaeigu eru hluti af sýning- unni hérlendis.“ Kl. 20.30 Spennusagnakvöld á Súfistanum Bókaforlagið Bjartur stendur fyrir spennu- sagnakvöldi á kaffihúsinu Súfistanum, Laugavegi 18, miðvikudagskvöldið 27. októ- ber kl. 20.30. Tilefnið er útgáfa á tveimur rómuðum spennusögum, Englum og djöflum eftir Dan Brown og Danteklúbbnum eftir Matthew Pearl. Lesið verður úr þessum bók- um auk þess sem fjallað verður sérstaklega um leynifélagið Illuminati sem leikur stórt hlutverk í Englum og djöflum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. menning@frettabladid.is Ljósmyndun og endurminningar Auga gestsins og Sjálfsmynd Íslendinga Oft er allmikið bil á milli þess hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig aðrir sjá okkur. Það er ekki þar með sagt að sjálfsmynd geti ekki verið sönn og að gestir hafi alltaf rétt fyrir sér. Sjálfs- mynd er líka oft ómeðvituð og alls ekki hönnuð eða sviðsett en það kem- ur þó fyrir og oft segir hún annað en henni var ætlað. Í Nýlistasafninu er lítil sýning í for- stofu sem opnaði á fimmtudagskvöld- ið, einskonar spegilmynd gefin af góð- um gesti sem hér hefur dvalist undan- farnar vikur. Við þekkjum öll þessa til- finningu, þessar fyrstu vikur í ókunn- ugu umhverfi – viðmiðið umhverfið sem við komum frá. Listamaðurinn heitir Nika Radic og er frá Króatíu. Hún hugsar mikið um samskipti, mál og merkingu og sýnir myndbönd af fólki að tala þar sem búið er að klippa burtu allar setningar sem hafa beina merkingu, eftir standa hikorð og sam- tengingar. Á veggnum hanga setningar hlaðnar merkingu og tengingum fyrir okkur einskonar hugleiðing dagsins um veru hennar hér og það sem fyrir hennar augu ber. Hér eru örfá dæmi: „Hér sjást vinnupallar sem ekki eru gerðir úr fjöldaframleiddum einingum heldur slegið upp með plönkum og borðum.“ „Í dag sá ég í fyrsta skipti lögreglu- mann. Á baki hans stóð orð sem líkist ekki orðinu lögregla á nokkru öðru tungu- máli.“ Listamennirnir hérna virðast vera að lesa sömu bækurnar og eru lesnar annars staðar. Þessi sýning er yfirlætislaus, trúverðug sönn og þannig falleg. Hún er líka eftirtekt- arverð í ljósi saman- burðar við blað sem kom út síðastlið- inn föstudag. Það er árlega gefið út af auglýsingastofunni FÍTON. Þetta árið er leitin að íslenskum séreinkennum rauði þráðurinn í blaðinu. En hér er ekki vökult auga gests á ferðinni heldur einskonar sjálfsímyndarsmíði eða í mörgum tilfellum „eins og við viljum vera séð“ ímyndarsmíði. Hér eru íslenskir myndlistarmenn fengnir til að gera auglýsingar um íslenska vöru og hönnuðir fengnir til þess að skoða þjóðararfinn. Þetta eru íslensk- ir hönnuðir og myndlistarmenn sem (nb) eru að skoða sömu bækurnar og kollegar þeirra annars staðar. Sjálfsmynd Íslendinga hefur á seinni öldum og allt fram á þennan dag mótast af stöðu nýlenduríkis, stöðu þeirra sem ekki hafa valdið. Við erum ánægð þegar eftir því er tekið hvað við erum alþjóðleg og kúl en hundfúl ef tekið er eftir heimóttarskapnum. Á sínum tíma þótti mér það skelfi- legt að í augum útlendinga var það helst íslenskt sem ég skammaðist mín fyrir. Ég þreyttist seint á því að benda á það glæsilega, hvað við fylgdumst vel með, værum vel með á nótunum. Svona erlendis eins og Bjöggi orðaði það. Það hefur verið fjör í umræðunni um íslensku sérkennin í sláturtíðinni í haust. Tilefnin líka ærin. Hver mynd- listar, hönnunar- og handverkssýning- in á fætur annarri með þessum undir- tónum hefur rekið á fjörur okkar. Transforme í Marel, afmælissýning fé- lagsskaps teiknara í Hafnarhúsinu, Lopameyjan í gallerí Kling og Bang á Laugaveginum. Heimóttarskapurinn er líka orðinn alþjóðlegur og kúl og óþarfi að skammast sín fyrir hann lengur. Yfirlætið og heimsvæðingin eru orðin það illa og hallærislega. ■ Konurnar ekki allar eins ! MYNDLIST GODDUR Nýlistasafnið: Nika Radi? Tímarit auglýsingastofunnar FÍTON Háskólaútgáfan hefur sent frá sérbókina Hið fagra er satt, afmæl- isrit Kristjáns Árnasonar rithöf- undar, þýðanda og bókmennta- fræðings. Á sjö- tugsafmæli hans þótti Bók- m e n n t a f r æ ð i - stofnun Háskóla Íslands, sem hann veitti for- stöðu um skeið, hlýða að gefa út á bók helstu ritgerð- ir hans um bókmenntir, þýðingarlist og heimspeki sem hann hefur ritað í tímarit á undanförnum áratugum, auk kynningarorða hans með fáeinum bókum. Afmælisritið ber nafnið Hið fagra er satt eftir inngangsgrein bók- arinnar. Bókinni er skipt í fimm efnis- flokka: Heimspeki, skáldskaparlist, ís- lenskan skáldskap, erlendan skáld- skap og þýðingar. Háskólaútgáf-an hefur sent frá sér bókina Plotting Against a Lie – A read- ing of Ibsen’s An Enemy of the People, eftir Ró- bert H. Haralds- son. Í bókinni ræðir höfundur- inn um heim- spekilegar hug- myndir í leikverkum Henriks Ibsen og ber þær m.a. saman við hugmyndir Friedrichs Nietzsche. Sérstök áhersla er lögð á nákvæman lestur á leikritinu Þjóðníðingur. NÝJAR BÆKUR JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þessum heimi vegna þess að við þekkjum hann ekki. Okkur finnst hann ógnandi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.