Fréttablaðið - 27.10.2004, Page 62
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Um 7%.
Sölvi Sveinsson.
Boston Red Sox og St. Louis
Cardinals.
38 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Drauminn um að verða lögga þeg-
ar hún yrði stór geymir hún enn.
Tók inntökupróf í Lögregluskól-
ann í fyrra og náði. Var bara ekki
valin í skólann. Ætlar að reyna
aftur seinna, þegar hún hefur
fengið nóg af starfi sínu sem rútu-
og vörubílstjóri á Snæfellsnesinu.
„Það eru margir mjög ánægðir
með hvernig ég keyri og líður vel
í bíl hjá mér. Karlmenn agnúast
samt stundum þegar þeir koma
upp í bílana og eru með leiðinleg-
ar athugasemdir meðan á akstrin-
um stendur; segja mig eins og
fjórtán ára stelpu sem ekki ráði
við bílinn. Á leiðarenda eru þeir
svo oftast ánægðir með ferðina,“
segir Ragnheiður Kristín Grétars-
dóttir, 21 árs Hólmari sem keyrir
skólabíl frá Stykkishólmi yfir í
nýja fjölbrautaskólann í Grundar-
firði og áætlunarferðir hjá Sæ-
mundi í Borgarnesi. Segist hafa
haft óbilandi áhuga á bílum, vél-
um og tækjum síðan hún man eft-
ir sér og snattaðist í kringum vél-
ar með pabba sínum sem þá var
vélavörður hjá Rarik í Hólminum.
„Ég var byrjuð að safna mér
fyrir mótorhjólum strax á unga
aldri og keypti mér fyrstu
skellnöðruna þegar ég var þrett-
án. Skipti svo yfir í mótorkross-
hjól þegar ég varð sautján og hef
átt nokkur mótorhjól í gegnum
tíðina,“ segir þessi strákastelpa
sem vildi fyrst og fremst vera
vinur strákanna í uppvextinum,
enda áhugamálin svipuð; bílar,
tæki og tól.
Þegar hún er spurð um mesta
kost starfsins segist hún hafa yndi
af akstri stórra bíla og eins að
hitta fólkið sem kemur upp í rút-
urnar, þótt vitaskuld séu samræð-
ur við bílstjóra í akstri með öllu
bannaðar. „Það er oft stuð í skóla-
bílnum en nemendurnir æði
þreyttir enda leiðin milli Stykkis-
hólms og Grundarfjarðar fremur
leiðinleg. Ég þarf að setja í gang
klukkan sjö á morgnana og er
komin heim um átta á kvöldin,
þegar ég er búin í áætluninni. Í
frítímum sinni ég svo áhugamál-
inu, sem eru bílar. Ég á tvo góða.
Skoda Octaviu Turbo og Ford
Econoline ‘87-árgerð á „38 tomm-
um. Ég er að gera hann upp sjálf,
en ég er liðtæk í bílaviðgerðum og
nýbúin að skipta um stýrisendana.
Fæddist víst með þessa kunnáttu í
genunum,“ segir Ragnheiður
Kristín og skellir upp úr. Nefnir
að hún sé aldrei hrædd undir
stýri. „Að keyra rútu eða vörubíl
er mjög ólíkt því að keyra fólks-
bíl, en alls ekki eins flókið og það
lítur út fyrir. Mestu skiptir að
vera vakandi fyrir því sem maður
er að gera og keyra með gát. Þá á
maður örugglega góða heim-
komu.“
thordis@frettabladid.is
– hefur þú séð DV í dag?
Handrukkara-
skelfir barinn
og gefið raflost
Hollvinir hins gullna jafnvægis
eru að leita að fjölskylduvænustu
fyrirtækjum landsins, bæði úr
einkageiranum og opinbera geir-
anum. Um miðjan nóvember
hyggjast þeir veita tveimur fyrir-
tækjum viðurkenninguna Lóð á
vogarskálarnar. Þau biðja fólk um
að senda tilnefningar á vefsvæði
sitt, sem er hjg.is.
„Í nóvember á síðasta ári veitt-
um við í fyrsta sinn viðurkenning-
una Lóð á vogarskálarnar, og þá
kom hún í hlut Sjóvár-almennra
og Íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur,“ segir Linda Rut
Benediktsdóttir, sem ber hitann
og þungann af starfi hollvina hins
gullna jafnvægis.
Að baki hollvinunum standa
sautján fyrirtæki, stofnanir og
samtök, þar á meðal Alþýðusam-
band Íslands, stéttarfélagið Efl-
ing og félagsmálaráðuneytið.
Tilgangur þeirra er að stuðla
að fjölskylduvænu atvinnuum-
hverfi sem auðveldar einstakling-
um að samhæfa atvinnu sína og
einkalíf.
Hollvinir hins gullna jafnvæg-
is vilja fá rökstuddar ábendingar
um fyrirtæki, sem hafa staðið sig
vel gagnvart starfsfólki sínu.„Það
er mikilvægt að rökstyðja ábend-
ingarnar og koma með dæmi, ekki
segja bara að þetta sé æðislegur
vinnustaður.“ ■
Leita að fjölskyldu-
vænum fyrirtækjum
LINDA RUT BENEDIKTSDÓTTIR
Hún segir vinnuveitendur í auknum mæli
vera farna að átta sig á því að það kemur
þeim sjálfum til góða að styðja starfsfólk.
RAGNHEIÐUR KRISTÍN GRÉTARSDÓTTIR: 21 ÁRS RÚTU- OG VÖRUBÍLSTJÓRI Í STYKKISHÓLMI
Ósmekklegar athugasemdir karla
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
...fær Femínistafélag Íslands fyrir
að stofna til femínistaviku sem
stendur nú yfir og vekja þannig
athygli á jafnréttismálum.
HRÓSIÐ
RAGNHEIÐUR , RÚTU- OG VÖRUBÍLSTJÓRI Segir karlmenn gjarna á ósmekklegar athugasemdir þegar þeir sjá hana við stýrið á stór-
um rútum og vörubílum, en ánægða við ferðalok.
Vopnaburður getur ver-
ið nauðsynlegur
„Ég verð að segja eins og
dagsatt er að ég get ekki
gert mér grein fyrir þessu
því mig skortir bakgrunn og
innsæi á þessi mál. Svo
mikið sem við erum öll á
móti vopnaburði þá geri ég
ráð fyrir að það séu tilvik
þar sem vopnaburður er
nauðsynlegur. Ég veit ekki
hvort hann er nauðsynlegur
í þessu tilviki en ég held að
hann geti verið það stund-
um. Ég geri úr því skóna að við Íslendingar séum öll
friðarsinnar og við lítum á vopnaburð hér á landi
sem óhugsandi en þegar fólkið okkar er komið út í
heim þá gilda aðrar reglur og þeim er ég ekki nægi-
lega kunnug.“
Vopnaburður eykur öryggi
„Öryggi friðargæsluliðanna skiptir mestu máli og ef
það eykur öryggi þeirra að vera vopnaðir þá eiga
þeir að sjálfsögðu að vera það. Ég tel að það sé rétt
af Íslendingum að axla
meiri ábyrgð í alþjóða-
samfélaginu og eitt af
því sem við leggjum
fram eru friðargæslulið-
ar sem eru að vinna af-
skaplega góð og þörf
störf við hættulegar að-
stæður. Þetta eru hug-
rakkir menn en það
verður eðli málsins
samkvæmt að tryggja
öryggi þeirra við hættu-
leg störf og þar af leið-
andi verða þeir því mið-
ur að vera vopnaðir.“
Eigum ekki að vera hluti
af her
„Íslendingar eiga ekki að taka
þátt í störfum á átakasvæð-
um erlendis sem hluti af her
eða sjálfstæð hersveit. Til
þess eru aðrir betri, sem hafa
til þess þjálfun og hefð, en
einkum höfum við nóg ann-
að fram að færa, og eigum
að gæta orðspors okkar og
ímyndar sem herlaus þjóð.
Hvort menn bera varnarvopn
einhverskonar við störf sem ekki eru hernaðarleg,
svona eins og íslenska löreglan með kylfur í beltinu
og byssur uppi í skáp – það er tæknilegt úrlausnar-
efni. Aðalatriðið er það að ríkisstjórnin er á villigöt-
um með þennan hálfher í Kabúl og þarf nú að svara
áleitnum spurningum um framtíðina í þessum mál-
um.“
EIGA ÍSLENSKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR AÐ VERA VOPNAÐIR?
AUÐUR EIR
VILHJÁLMSDÓTTIR
prestur
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐ-
ARSON alþingismaður
MÖRÐUR ÁRNA-
SON alþingismaður
Lárétt: 1 kát, 6 hestur, 7 eldivið, 8 skel – u,
9 prófgráða, 10 taða, 12 hita, 14 sár, 15 á
fæti, 16 tímabil, 17 ílát, 18 viðlag.
Lóðrétt: 1 líf, 2 barn, 3 píla, 4 breyta mik-
ið, 5 vetrarmánuður, 9 ung stúlka, 11 nak-
ið, 13 heybaggi, 14 hólf, 17 tveir eins.
LAUSN:
Lárétt: 1fjörug,6jór,7mó,8öð,9mba,
10hey, 12yls,14ben,15tá,16ár, 17
fat,18stef.
Lóðrétt: 1 fjör, 2jóð,3ör, 4umbylta,5
góa,9mey, 11bert, 13sáta,14bás,17
ff.
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »