Fréttablaðið - 30.10.2004, Page 29

Fréttablaðið - 30.10.2004, Page 29
17LAUGARDAGUR 30. október 2004 Vaxtalækkunin er farin að skila sér í bílalánum. Bílaþing Heklu kynnir nú vaxtalækkun í fjármögnun notaðra bifreiða. Vextir hafa verið lækkaðir í 4,2% sem tryggir kaupendum mun lægri greiðslubyrði á allt að 100% bílaláni. Til dæmis er nú hægt að eignast VW Golf Highline, nýskráðan 2002, ekinn 50.000 km, fyrir aðeins 26.900 krónur á mánuði í 60 mán- uði. [ NOTAÐIR BÍLAR ] Hekla lækkar bílalánin ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Þegar konungur hjólbarðanna tekur sig til er vandað til hlutanna IVALO i2 LÉTTNAGLADEKK ALPIN VETRARDEKK ÁN NAGLA STÆRÐ VERÐ KR. M/NÖGLUM 175 / 70 R 13 8.100.- 175 / 65 R 14 8.990.- 185 / 65 R 14 9.900.- 195 / 65 R 15 11.250.- STÆRÐ VERÐ KR. 175 / 70 R 13 8.100.- 175 / 65 R 14 9.150.- 185 / 65 R 14 10.275.- 195 / 65 R 15 11.625.- VERÐDÆMI: HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI STAÐUR SÍMI Helstu útsölustaðir: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Garðabær. Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 587 5589 Gúmmívinnustofan Skipholti 31 553 1055 Höfðadekk Tangarhöfða 15 587 5810 Hjólbarðav. Sigurjóns Hátúni 2 551 5508 Hjól-Vest Ægissíðu 102 552 3470 Barðinn Skútuvogi 2 568 3080 Hjólkó Smiðjuvegi 26 557 7200 Nýbarði Garðabæ 568 8600 Dekkið Reykjavíkurvegi 56 555 1538 Bæjardekk Mosfellsbæ 566 8188 Hjólbarðastöðin Bíldshöfða 8 587 3888 Tíminn er kominn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum farin að vakna aðeins fyrr á morgn- ana til að skafa af gluggunum á bílnum og miðstöðin er endalaust lengi að verma kalda kroppana. Fyrr en varir ágerist frostið og göturnar verða ísi lagðar. „Undanfarið hafa nagladekkin verið vinsælust hjá okkur. Þau hafa að minnsta kosti selst meira í ár en undanfarin haust,“ segir Guðni Gunnarsson hjá hjólbarðaverk- stæðinu Bílkó í Kópavogi. „Það er aragrúi af dekkjum á markaðinum, mörg léleg og mörg mjög góð. Öryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það hefur verið mikið í umræðunni um að nagladekkin fari illa með malbik og því ætti fólk ekki að keyra á þeim. Við hvetjum fólk til að velja þau dekk sem það vill og hafa öryggið í fyrirrúmi.“ Guðni vill brýna fyrir fólki að heilsársdekk eru ekki endilega þau sem þau sýnast. „Til eru ónegld vetrardekk sem margir á Íslandi kalla heilsársdekk. Þau eru lögleg allt árið en eru ekki mjög góð á sumrin þar sem gúmmíið í þeim þarf kælingu til að endast sem best. Síðan eru til heilsársdekk sem eru úr gúmmíblöndu sem endist líka á sumrin,“ segir Guðni. Guðni segir ekkert hægt að full- yrða um endingu dekkja. Hún sé afskaplega mismunandi. „Endingin á dekki fer eftir bílum, akstri og tegund dekks. Hágæðavara getur skemmst á nokkrum dögum og svo getur hún enst í nokkur ár,“ segir Guðni. lilja@frettabladid.is Dekkin borin saman: Öryggið í fyrirrúmi Guðni Gunnarsson keyrir um á nagladekkjum en hvetur fólk til að hugsa um öryggi sitt en ekki velferð veganna á Íslandi. Bílkó selur dekk frá stórum dekkjafram- leiðendum sem eru með háan gæða- staðal. Nú er um að gera að fara að velja sér dekk og verjast hálkunni sem leggst á vegina. Nagladekk Kostir Naglarnir grípa vel í hálku og eru besta vörnin í ísingu. Gallar Mikið heyrist í nagladekkjum. Ónegld vetrardekk Kostir Hljóðlát. Gallar Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ekki heilsársdekk – þarf að umfelga og taka undan á sumrin. Kornadekk Kostir Hljóðlát. Gallar Þau eru sóluð sem sumum finnst galli. Ekki eins mikið grip og nagladekk. Heilsársdekk Kostir Gúmmíblanda endist á sumrin. Oft ódýrari. Þarf ekki að skipta út á sumrin. Gallar Grípa ekki eins vel og ónegldu vetrar- dekkin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Konur fjölmenntu á Femínkvöld hjá Heklu á fimmtu- dagskvöld. Tilefnið var kynning á VW Polo sem stað- ið hefur yfir undanfarnar vikur. 8.000 konum á aldr- inum 18 til 50 ára var sendur póstur með boði um að reynsluaka Polo. Nöfn þeirra sem þáðu boðið lentu í potti og heppinn vinningshafi hlaut að launum ferð til New York á slóðir kvennanna í Sex and the City- þáttunum. Guðrún Birna Jörgensen í markaðsdeild Heklu segir þetta í annað sinn sem Hekla beinir sérstaklega sjónum sínum að konum í herferð en sama var upp á teningnum þegar nýr Golf var kynntur í vor. „Konur ráða miklu þegar kemur að bílakaupum,“ segir Guðrún sem telur þó enga sérstaka þörf á að hvetja konur til að reynsluaka, þær geri það nú þegar í miklum mæli. „Poloinn hefur marga kosti sem konur leita eftir í bílum, hann er góður í útréttingar, lipur og sparneytinn.“ ■ Nú þegar 10 ár eru liðin síðan Toyota kom fram með RAV4-jepp- linginn eru menn farnir að bíða spenntir eftir nýrri útgáfu. Fyrir- tækið hefur látið uppi að árið 2006 komi ný og endurbætt gerð af þessum vinsæla jepplingi með töluverðum breytingum. Línurnar hafa allar verið mýktar og fram- hluti bílsins og grillið tekur stakkaskiptum. Búnaður bílsins mun einnig taka miklum breyting- um. RAV4 er minni en flestir sam- keppnisjepplingar en það hefur aldrei komið niður á sölu hans. Nú eru hins vegar Hyundai Tucson og Kia Sportage komnir fram með nýja bíla með nýja eiginleika og má sem dæmi nefna að Tucson- bílinn fæst með V6 vél og því hafa Toyota-menn brugðið á það ráð að bjóða RAV4 með V6 bensínvél í Bandaríkjunum. Harðnandi sam- keppni á jepplingamarkaðinum blasir nú við enda vill enginn bíla- framleiðandi sitja hjá þar sem eftirspurn eftir jepplingum eykst stöðugt. ■ Fjöldi vinninga var dreginn út á samkundunni.Margir létu sjá sig á skemmtikvöldinu. Skemmtikvöld: Konur aka Polo á Femínkvöldi Önnur kynslóð Toyota RAV4: Nýr og betri jepplingur Jeppar og jepplingar njóta mikilla vin- sælda hjá Íslendingum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.