Fréttablaðið - 30.10.2004, Page 45

Fréttablaðið - 30.10.2004, Page 45
33LAUGARDAGUR 30. október 2004 STJÓRNMÁL Ragnar Guðmundsson fyrrverandi forstöðumaður Þróun- arhjálpar Sameinuðu þjóðanna í Kabúl, er einn fárra Íslendinga sem búið hafa í Afganistan um árabil. Ragnar bjó þar á árunum 1985-1989 og fylgist enn vel með afgönskum málefnum. Þá herjuðu talíbanar á Rauða herinn en nú berjast þeir gegn NATO og lýstu tilræðinu gegn íslenska friðargæsluliðinu á hend- ur sér. Ragnar sem hafði meðal annars öryggismál á sinni könnun segist undrast hvernig íslenskir friðargæsluliðar hafi staðið að mál- um síðastliðinn laugardag þegar til- ræðið var framið á svokölluðu Kjúklingastræti. Ragnar segir að mönnum hafi verið þá eins og nú uppálagt að sneiða hjá þeirri götu: „Þessi fræga verslunargata „Chicken street“ hefur alltaf verið hættuleg. Allra síst ættu menn að ganga þar um vopnaðir og í einkennisbúning- um. Satt að segja er lítil ástæða fyrir hermenn í búningi að vera þvælast mikið á götunum í Kabúl. Að vera í einkennisbúningi er ákveðin ögrun og betra fyrir Vest- urlandabúa að vera bara í lopa- peysunni sinni. Maður með byssu í einkennisbúningi er sjálfkrafa skotmark.“ Ragnar segir að Afganar séu mjög stoltir af því að vera Afganar þótt þeir skiptist í marga ólíka ætt- bálka og tali mörg tungumál. Flestir hati ekki NATO- liða eins og Rússa á sínum tíma en þyki óþægilegt að hafa erlenda her- menn í sínu landi. Talibanarnir hatist hins vegar við NATO og í þeirra hópi séu menn vanir vopna- burði. Ragnar var spurður hvort hann teldi að yfirmaður íslenska friðar- gæslusveitarinnar hafi stofnað lífi manna sinna í hættu í verslunar- leiðangrinum örlagaríka: „Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Menn eiga ekki að vera lengi á sama stað vopnaðir og í einnkennisbúningi. Það veit ekki á gott.“ - ás Laugardagur: Banda-rísk kona og afgönsk stúlka auk tilræðis- manns létust í sjálfs- morðsárás gegn ís- lenskum friðargæslulið- um í Kabúl. Tveir Ís- lendingar voru fluttir á sjúkrahús og einn til viðbótar hlaut skrámur. Sunnudagur: Kennarar útiloka ekkigerðardóm en formaður launa- nefndar sveitarfélaganna telur þá leið ólíklega til árangurs. Má n u d a g u r :Deilendur í kennaradeilunni fallast á að fara aftur í Karphúsið eftir að Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra kall- aði þá á teppið í stjórnarráðshúsinu. „Það er óviðun- andi að funda ekkert í hálfan mán- uð,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Þriðjudagur: Dómur HéraðsdómsReykjaness þar sem gefið er til kynna að kona hafi unnið til áverka sem e i g i n m a ð u r hennar veitti henni er harð- lega gagnrýnd- ur. Jónína Bjartmarz al- þing ismaður gagnrýnir að dómurinn telji það skipta máli hve konan kærði seint. Miðvikudagur: Yfirmaður ís-lenska friðargæsluliðsins í Kab- úl sakaður um aðgæsluleysi þegar hann lét undirmenn sína bíða í klukkustund á Kjúklingastræti á meðan hann keypti sér teppi. Fi m m t u d a g u r :Rétt eftir mið- nætti tilkynnti Ríkis- sáttasemjari að hann hygðist leggja fram miðlunartil- lögu í kennaradeil- unni. Verkfalli er þar með frestað og atkvæði greidd um tilllögu hans. Kennsla getur þó ekki hafist fyrr en á mánudag. Föstudagur: Hall-dór Ásgrímsson forsætisráðherra fagn- ar því að kennaraverk- falli hafi verið frestað og hvetur kennara til að samþykkja tillög- una. Friðargæsluliðarn- ir sem særðust í Kabúl koma heim. - ás SJÖ DAGAR Fyrrverandi starfsmaður SÞ í Kabúl: Ögrun að vera í einkennisbúningi RAGNAR GUÐMUNDSSON Starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kabúl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.