Fréttablaðið - 30.10.2004, Side 64

Fréttablaðið - 30.10.2004, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 SMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMS Sendu SMS skeytið BT BTF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið 10. Við sendum þér spurningu. þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. Heimabíó Leikjatölvur GSM símar Sjónvörp DVD spilarar DVD myndirBíómiðar GLÄNSA aðventuljós 7 arma 1.490 kr. IK E 26 28 5 1 0. 20 04 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Tendrum ljósin skær 290,- GLÄNSA aðventuljós 5 arma GLÄNSA skrautsería með ljósi 14 sm 6 stk. 490,- Nýr réttur Kryddjurtabakaður lax með grænmeti 690,- 1.990,- 2.990,- 690,- GLÄNSA aðventuljós 5 arma GLÄNSA jólasería 40 perur 890 kr. GLÄNSA jólaljós 15 perur 2.890 kr. GLÄNSA jólasería 35 stórar perur 1.990 kr. GLÄNSA jólasería fyrir batterí 190 kr. GLÄNSA jólasería 10 stjörnur GLÄNSA jólaljós 990 kr. GLÄNSA jólaskraut með ljósi 190 kr. GLÄNSA aðventuljós 9 arma GLÄNSA jólastjarna með ljósi 2.390 kr. Betri staður Ég verð að játa að það er hlaupiní mig dálítil spenna útaf for- setakosningunum í Bandaríkjunum. Ég hugsa gott til glóðarinnar og sé fyrir mér skemmtilega kosninga- vöku í heimahúsi einhvers staðar þriðjudagsnóttina, yfir snakki og gosi, og kannski hamborgurum og budweiser - svona upp á ameríska móðinn. Þegar best lætur er pólitík nefnilega ekki síðri viðburður í beinni útsendingu heldur en spenn- andi íþróttakappleikir. Mun Kerry komast yfir á lokamínútunum – rétt eins og Manchester United gerði gegn Bayern Munchen í úr- slitaleiknum árið 1999 – og fara heim með bikarinn? TALANDI um það. Síðast vann Bush einmitt á viðbótartíma eftir æsispennandi leik. Eða eiginlega í vítaspyrnukeppni, því málið fór fyrir hæstarétt og endaði þar í at- kvæðagreiðslu einhverra örfárra skikkjumanna. Það er alltaf ósann- gjarnt þegar spennandi leikur, svo ekki sé talað um sjálft lýðræðið í landi lýðræðisins, endar svoleiðis. NÚNA verður ekki nefnilega síður spennandi að sjá hvort að þeim fyrir vestan tekst yfirleitt að halda þessar kosningar skakkafallalaust. Menn eru þegar farnir að týna kjörseðlum. Tómt klúður. Og ekki getur Kaninn sætt sig við að halda bara kosningar upp á gamla móð- inn með kjörseðlum og kjörkössum – sem er aðferð sem hefur gagnast mjög vel hingað til og er erfitt að klúðra – heldur verða menn auðvit- að endalaust að koma með ein- hverjar nýjar aðferðir: snertiskjái, stimpilvélar og guð má vita hvað. Í landi uppfinninganna eru kosning- ar endalaust basl. Allt í flækju. ÉG ER nú svona heldur á því að Kerry megi fara með sigur af hólmi, svo ég orði það kurteislega. Fyrir utan allt annað – eins og íhaldssemi og afturhald – sé ég ekki betur en Bush sé búinn að gera það sem hann ætlaði sér. Það hafði nefnilega lengi verið hans yfirlýsta markmið að ráðast inn í Írak og gamlar yfirlýsingar þess efnis má lesa í skjölum á heimasíð- um. Núna hefur honum tekist ætl- unarverk sitt og því best að þakka honum pent fyrir það og hleypa öðrum að. JÚ JÚ, Saddam mátti vel missa sín, en það er óvíst hvort heimur- inn sé þar með orðinn betri staður, eins og sumir halda fram. Ekki er loku fyrir það skotið að verri menn en Saddam geri usla í náinni fram- tíð. Hvar er til dæmis þessi Osama? En hvað um það. Talandi um betri stað. Mér segir svo hugur að lengi megi gott bæta, og næsta skref, nú þegar Saddam er á leið í fangelsi, sé að Bush fari aftur í bú- garðinn sinn. Það yrði óneitanlega kaldhæðnisleg lending fyrir Bush, en breytir ekki því að þá yrði heimsbyggðin loksins laus við þá óvildarmenn báða. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.