Fréttablaðið - 08.11.2004, Side 37

Fréttablaðið - 08.11.2004, Side 37
16 8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ EIGNALISTINN ÖRUGG MIÐLUN FASTEIGNA 3ja herb. KRUMMAHÓLAR. Góð 3 ja. herb. íbúð á 2. hæð í góðu 6 hæða fjölbýli m/ bíl- skýli. Snyrtlegar innr. Parket á stofu, dúkur á herb. Nýuppgerð eldhús innr. og ný tæki. Suður svalir. V. 12.5 m. Laus við kaup- samning 4ra herb KRISTNIBRAUT- GRAFAR- HOLTI Mjög skemmtilega skipulögð 4ra herb. íbúð á jarðhæð í þessu barn- væna hverfi. 3 svefniherbergi, stórt bað- herbergi, þvottahús innan íbúðar og af- girt verönd út frá stofu. V: 20,5 millj. HJALTABAKKI. Ágæt 4. herb. 105 fm íbúð á efstu hæð við Hjaltabakka. Mjög snyrtileg íbúð á þessum vinsæla stað fyrir barnafólk. Eldri innréttingar, parket á gólf- um, flísar á baðherbergi. V. 12,6 m. Hæðir SKIPASUND: Mjög snyrtileg efsta hæð í þríbýlishúsi.Sérinngangur. Tvö svefniherbergi, stofa og borðstofa. Stórt eldhús með nýlegri innréttingu, gott flísa- lagt baðherbergi með nýlegri innréttingu og sturtuklefa. V: 15,9 millj. Landið Selfoss-Hörðuvellir. Einkar glæsilegt 365 fm einbýli auk 42 fm bílskúrs á besta stað á Selfossi. Fallegar innrétting- ar og gólfefni. Nánari uppl. á skrifstofu. Verð tilboð. Atvinnuhúsnæði ÞINGHOLTSSTRÆTI Glæsilegt 468,5 fm húsnæði sem er ný tekið í gegn að innan. Húsnæðið er á tveimur hæðum. Hentar afar vel fyrir félagasamtök eða annan atvinnurekstur. Ýmis skipti ath. Allar nánari uppl á skrifstofu. DALVEGUR - KÓPAVOGI Mjög vel staðsett iðnaðarhúsnæði við Dalveg í kópavogi. Húsnæðið býður uppá mjög gott auglýsingagildi með staðsetningu út við Reykjanesbraut- ina.Um er að ræða 3 hluta, samtals 647,2 fm, með fjórum innkeyrsludyrum. Milliloft með skrifstofu, lager og kaffistofu rými. Erum með jafnvel með áhugasamann kaupanda af 1 hluta. Verð. 72 millj. Góð ákv. lán. S:530-4600 / 864-1243. LÆKJARGATA Til sölu góð skrif- stofuhæð í miðbænum. Bílastæði í bíla- stæðahúsi undir húsinu fylgja. Hagstæð lán geta fylgt. Verð 38 millj Ákv góð lang- tímalán í erlendri myntkörfu upp á 28 millj..Nánari uppl. á skrifstofu. IÐNBÚÐ GARÐABÆ Í einkasölu 573 fm atvinnuhúsnæði og tvær íbúðir 72 fm hvor íbúð. Um er að ræða heila húseign með stóru malbikuðu plani. Gott langtíma- lán. V. 56 m. Sumarbústaðir SUMARHÚS - KLAUSTUR. Skemmtilega hannaður 60,8 fm sumarbú- staður í landi Efri Víkur við Klaustur.Byggð- ur 2004 FULLINNRÉTTAÐUR MEÐ ÖLL- UM HÚSGÖGNUM Stutt í veiði, einstakt útivistarsvæði. Verð 8,4 millj. Uppl. gefur Ólafur í S:530-4600/ 864-1243 Sigurður Örn Sigurðason löggiltur fasteignasali Á 0-16.00 Hamraborg 20A • 200 Kópavogur • www.husalind.is Sími 554 4000 • Fax 554 4018 • Email: husalind@husalind.is Sveinbjörg B. Sveinbjörnsd., löggiltur fasteignasali og hdl., Guðbjörg G. Sveinbjörnsd., sölufulltrúi. Skipasund-bílskúr-sérinngangur Falleg og björt 4ra herbergja 90,5 fm íbúð á miðhæð í þríbýlishúsi ásamt 35,1 fm bílskúr. Nýtt eld- hús, AEG tæki, gler endurnýjuð að hluta, snjóbræðslukerfi í stétt, falleg upplýst lóð. Falleg eign á eftirsóttum stað. Brunabótamat 13,9. Verð 18,9 millj. Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá Kórsalir- lyftuhús- bílskýli Falleg og vel skipulögð 3ja her- bergja 99,1 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Þvottahús inn af íbúð. Bílastæði í bílskýli. Hiti í stéttum og bílaplani. Barnvænt hverfi og stutt í þjónustu. Brunabótamat 15,6 millj. Verð 16,9 millj. TIl LEIGU Skrifstofuhúsnæði við Laugaveg Til leigu 150 fm skrifstofuhúsnæði við Laugaveg á 4. hæð í lyftuhúsi. Mjög fallegt útsýni. Hentar vel fyrir lögmannsstofu, erkitekta, bókhalds- stofu eða aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Góðar skjalageymslur eru i kjallara. Möguleiki er á sameiginlegri móttöku/afgreiðslu. Allar nán- ari upplýsingar veitir Sveinbjörg í síma 867 2928. Staðir fylgja fólki og fólk stöðum Fyrsta heimili Einars Más Guðmundssonar rithöfundar var að Mímisvegi 2a. Þar var mjög gott að vera, segir hann. „Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. „Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahús- um þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eft- ir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lög- fræðiskrifstofu sem leigði íbúð- irnar út samkvæmt einhverri vísi- tölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin.“ Og ekki bara með verðið. „Þarna var mjög gott að búa, stað- setningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum.“ Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. „Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasal- arnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar.“ Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í hús- inu og Einari stóð til boða að eign- ast íbúðina. „Og þá gerði ég vit- leysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum.“ En hvað finnst honum um húsið í dag? „Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum fram- hjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu.“ En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? „Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöð- um þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman.“ Einar Már á góðar minningar frá Mímisveginum og heilsar húsinu alltaf þegar hann fer framhjá.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.