Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 62
                                                     ! "   "    #    " $%       &'    (     ' #  '   #'    )  &'  *   &    +"       ) '      &    ,     )  - .)   (              %&        (   '    +    & "   - /       " & "     * (  .  ( ! (   0 1         0   2  "      &'    % 2 4  5         2 4 %            & "   &  6   #%      6  &  *      #         )       7  2+"      *     1   *   8  (      9 9 & 2*           (      2 1                !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+   !"#$% & '(  ) "*"+++ (  ),%*++ #     -$0  - ) # , 1    # , 2, % "/, 3  4   ! 0" #   %   -  5   ,      6     #"!  7"/    ) 8  ) #  # "   0    MÁNUDAGUR 8. nóvember 2004 23 Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen gerði það gott í Lettlandi: Tvöfaldur Norðurlandameistari BORÐTENNIS Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen var í miklum ham á Norðurlandamót- inu sem fram fór í Lettlandi um helgina. Guðmundur varð tvöfald- ur Norðurlandameistari, bæði í einliðaleik og tvíliðaleik, og er fyrsti Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Guðmundur bar sigurorð af Eistanum Aleksandrs Smirnov í úrslitum einliðaleiksins, 4-1. Guðmundur vann fyrstu þrjár lot- urnar, 11-5, 11-6 og 11-7 en tapaði fjórðu lotunni, 9-11. Hann vann síðan fimmtu lotuna, 11-5, og tryggði sér sigurinn. Guðmundur varð einnig Norð- urlandameistari í tvíliðaleik ásamst Eistanum Vitel Vainula. Þeir unnu par frá Lettlandi í úr- slitum, 3-1. Íslensku karla- og kvennaliðin riðu ekki feitum hesti frá liða- keppninni. Karlaliðið hafnaði í fimmta sæti af fimm þjóðum og kvennaliðið í því fjórða af fjór- um. Karlaliðið tapaði öllum sínum leikjum, 2-3, og vann Guðmundur Stephensen alla sína átta leiki en eng- inn annar í íslenska liðinu náði að vinna. Kvennalið- ið tapaði öllum sínum leikjum, 3-0. - ósk GUÐMUNDUR STEPHENSEN Tvöfaldur Norðurlandameistarari í borðtennis í Lettlandi um helgina. Fréttablaðið/Tobías Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að stækka deildabikarkeppnina: Allir mega vera með á næsta ári FÓTBOLTI Stjórn KSÍ hefur ákveðið að bjóða öllum þeim félögum sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2004 að senda lið til keppni í deildabikarnum 2005 en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Undanfarin ár hefur fjöldi liða takmarkast við 40 karlalið og 12 kvennalið en nú mega öll 60 karla- liðin og 27 kvennaliðin vera með í deildabikarnum, sem er aðalund- irbúningsmót liðanna fyrir kom- andi Íslandsmót. Sá fyrirvari er þó gerður um fjölgun liða að knatthús og gervigrasvellir fáist fyrir aukinn leikjafjölda. Leikirnir eiga að mestu að fara fram í knattspyrnuhúsum á Akur- eyri, í Kópavogi, Reykjanesbæ og í Reykjavík en einnig verður leik- ið á öðrum völlum eftir þörfum. Í karlabikarnum verður keppn- inni skipt niður í þrjár deildir en ekki í tvær eins og undanfarin ár. Í A-deild keppa 16 efstu liðin í tveimur átta liða riðlum og úr- slitakeppni átta liða tekur síðan við eftir riðlakeppni. Í B-deildinni verður keppt í fjórum sex liða riðlum og þar tekur einnig við úr- slitakeppni á eftir riðlakeppninni. Fyrirkomulag C-deildarinnar liggur ekki fyrir fyrr en í ljós kemur hversu mörg félög taka þar þátt en keppni í A-hlutanum hefst þremur vikum fyrra en í hinum deildunum eða 20. febrúar en B- og C-deildirnar fara af stað 10. mars. Í kvennabikarnum verður keppninni skipt niður í tvær deild- ir þar sem sex lið leika í A-deild en önnur lið í B-deildinni. Keppn- isfyrirkomulagið í B-deildinni verður eins og með C-deildina hjá körlunum ákveðið þegar þátttaka liggur fyrir. Það á samt að reyna að hafa neðri deildirnar svæðaskiptar, það er B- og C-deild karla og B- deild kvenna enda skiptir það miklu fyrir ferðakostnað félag- anna. Félögin fá ekki langan tíma til að íhuga þátttöku sína því þátt- tökutilkynning skal berast KSÍ í síðasta lagi miðvikudaginn 10. nóvember. Mótanefnd sambandsins ætlar að taka fullt tillit til æfingaferða til útlanda og því má búast við hléi í kringum páskana þegar flest ís- lensku liðin bregða undir sig betri fætinum. Það er því ljóst að leikir á veg- um sambandins kemur til með að fjölga enn meira en á síðasta tíma- bili fóru fram 3.979 leikir á vegum KSÍ í mótum utanhúss, þ.e. í bæði 11 og 7 manna bolta. - óój FH-INGAR UNNU Í FYRRA Heimir Guðjónsson lyfir hér deildabikarnum eftir 2-1 sigur FH á KR í úrslitaleiknum í fyrra. Toronto Raptors tók á móti Portland í gærkvöld: Carter vann leikinn KÖRFUBOLTI Portland Trail Blazers var í heimsókn í Toronto og atti kappi við Raptors í NBA-deildinni í gær. Leikmenn Blazers máttu prísa sig sæla að mæta fullmannaðir til leiks því að framherjinn Zach Randolph svaf yfir sig og missti af flugi liðsins til Toronto. Má kappinn búast við sekt vegna þessa en hann dó ekki ráðalaus og fór á eigin vegum yfir landamærin. Randolph kenndi vekjara- klukkunni um að hann svaf yfir sig, ein glæný úr afsökunar- bókinni. Blazers byrjaði leikinn betur en Raptors var þó aldrei skammt und- an og náði yfirhöndinni í öðrum fjórðungi sem liðið vann, 31-18. Raptors lék vel á þessum kafla og náði mest 12 stiga forystu. Staðan í hálfleik var 51-42, heimamönn- um í vil. Randolph og félagar í Blazers neituðu að gefast upp og söxuðu jafnt og þétt á forskot Raptors. Aðeins eitt stig skildi liðin að þeg- ar fjórar sekúndur voru til leiks- loka. Þá tók Vince Carter til sinna ráða og skoraði fjögur af síðustu fimm stigum Raptors meðan að leikmönnum Portland voru mis- lagðar hendur og Toronto stóð uppi sem sigurvegari, 101-97. Carter var stigahæstur heima- manna með 25 stig en svefn- purrkan Zach Randolph fór fyrir Blazers með 33 stig og 15 fráköst. - sj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.