Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2004, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 08.11.2004, Qupperneq 67
Arthúr Björgvin Bollason hefur þýtt magnaða dag- bókarfrásögn frá seinni heimsstyrjöld „Eitt af því sem mér fannst magnað við þessa bók er hvað konan sem segir söguna er sterk persóna,“ seg- ir Arthúr Björgvin Bollason en hann er þýðandi bókarinnar, Dag- bók Berlínarkonu, sem Stöng hefur gefið út. Bókin hefur vakið gríðar- lega athygli í Þýskalandi og víðar, enda afar mögnuð saga úr þýskum raunveruleika. Þetta er dagbók þýskrar vel menntaðrar konu sem varð fórnarlamb rússneskra her- manna við lok seinna stríðs, líkt og svo margar kynsystur hennar í Berlín. Eftir stríðið lét hún dagbæk- ur um ömurlega lífsreynslu ganga á milli vina sinna. Einn þeirra lét gefa þær út í Bandaríkjunum en konan vildi skiljanlega ekki að nafn henn- ar kæmi fram. „Umfjöllun um stríðið hefur ver- ið ærin en þessi hlið hefur ekki mik- ið komið fram,“ segir Arthúr Björg- vin. „Þýsku konurnar fóru hvað verst út úr styrjöldinni og urðu villi- bráð fyrir rússneska herinn. Höf- undurinn settist niður eftir óhugn- anlega daga og lýsti mjög nákvæm- lega og í smáatriðum því sem fyrir bar og gert var við hana og aðrar konur. Það sem gerði það að verkum að ég vildi þýða þessa bók er hversu vel hún er skrifuð. Höfundur er góður penni, skrifar fallegt mál og er mjög snjöll og greind kona. Það er furðulegt að hún sem þolandi skuli geta sagt þessa sögu á jafn haturslausan hátt og hún gerir og af meiri skilningi og innsæi en maður gæti átt von á frá manneskju sem er rétt að standa upp eftir nauðgun rússneskra hermanna. Magnaður þáttur í sögunni eru lýsingar henn- ar á því hvernig manneskja fer að því að bjarga sér í vonlausum að- stæðum. Þessi kona lifir af þreng- ingar án þess að svigna og bogna og tekur þessum þjáningum af þvílíku æðruleysi að leitun er að öðru eins. Hún er sett á ystu mörk þess þolan- lega en bugast ekki. Hún er alvöru- hetja,“ segir Arthúr Björgvin. 28 8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Sýning á verkum glerlistamann- anna Sigrúnar Einarsdóttur, Sørens Larsen og textíllistakon- unnar Ólafar Einarsdóttur verður opnuð í Glassmuseet Ebeltoft í Danmörku 13. nóvember næst- komandi. Sýningin er byggð á sýningunni “Gler Þræðir“ sem listamennirnir settu upp í Listasafni ASÍ 2002, en sú sýning var haldin í tilefni 20 ára starfsafmælis glerverkstæðis Sig- rúnar og Sørens, Gler í Bergvík. Í kjölfar sýningarinnar í Listasafni ASÍ var listamönnunum boðið að sýna verkin í tveim söfnum í Dan- mörku, Glasmuseet í Ebeltoft, sem er eitt af stærstu og virtustu glersöfnum Evrópu og í Kunst- industrimuseet Kaupmannahöfn. Sigrún mun sýna glerskúlptúra og veggverk og einnig verða sýndir glerskúlptúrar Sørens auk verka sem þau unnu saman. Ólöf sýnir ofin rýmisverk og þá verða sýnd verk unnin í samvinnu listamann- anna þriggja úr gleri og textíl ásamt nýjum verkum Sigrúnar og Ólafar. Verndari sýningarinnar er Vigdís Finnbogadóttir og mun hún halda fyrirlestur um Ísland 16. nóvember í Glasmuseet Ebeltoft. Gefinn verð- ur út veglegur bæklingur af tilefni sýningarinnar og er Sørens Larsen minnst þar sérstaklega, en hann lést í bílslysi 28. mars 2003. Sýningin í Ebeltoft mun standa til 27. febrúar 2005. Hún mun síðan opna í Kunstindustrimuseet í Kaupmannahöfn 18. mars og stendur sú sýning til 15. maí 2005. Kl. 19.50 Fyrsta kynning af fimm á Edduverð- laununum í Sjónvarpinu. menning@frettabladid.is Gler og textíll í Danmörku Hetjusaga frá Berlín ! Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Fös. 12. nóv. kl. 20 - sun. 14. nóv. kl. 20 - fös. 19. nóv. kl. 20 sun. 21. nóv. kl. 20 - lau. 27. nóv. kl. 20 - Allra síðasta sýning lau. 4. des. kl. 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla stúlkan með eldspýturnar lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14 sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14 Misstu ekki af SWEENEY TODD! Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði Aðeins ÖRFÁAR sýningar eftir! Lau. 12. nóv. kl. 20:00 laus sæti Sun. 13. nóv. kl. 20:00 laus sæti Í kvöld 20.00 UPPSELT Fim. 11.11 20.00 UPPSELT Lau. 13.11 20.00 Örfá sæti laus Fös. 19.11 20.00 Laus sæti Fös. 26.11 20.00 Laus sæti Lau. 27.11 20.00 Laus sæti SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER Sun. 14. nóv. kl. 16 Síðustu sýningar ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON „Magnaður þáttur í sögunni eru lýsingar hennar á því hvernig manneskja fer að því að bjarga sér í vonlausum aðstæðum. Þessi kona lifir af þrengingar án þess að svigna og bogna og tekur þessum þjáningum af þvílíku æðruleysi að leitun er að öðru eins.“ Það er alltaf eitthvað að reka á fjörur manns. Mitt í hinu árvissa flóði dettur inn á borð hjá manni bók sem ber heit- ið Historisk kystkultur - en ressource i nutiden (Menningarminjar á strand- svæðum – auðlind í nútímanum) og er gefin út af Norrænu ráðherranefndinni. Í bókinni eru hagsmnir verndunar og þróunar skoðaðir í samhengi, sagt frá 27 stöðum og verkefnum á Norður- löndum og þannig varpað ljósi á tæki- færi og ögranir sem felast í því að líta á menningarminjar á strandsvæðum sem auðlind í þróun samfélagsins. Mikið var. Það hefur verið hálfgerð plága hér á landi hvað okkur langar mikið til að vera ekki við, vera frekar eins og ein- hver smartari og enskumælandi nútími, sem á sér aðra sögu, aðrar hefðir, ann- ars konar hugsun. Auðvitað hefur okkur ekkert langað til þess að líkjast frænd- um okkar á Norðurlöndum eins og þeir eru í nútímanum, þar sem flest málefni virðast verða að „social-problem“ og allt lítur út fyrir að vera skilgreint í drep. Yfirborð hins norræna samfélags virkar kantað og drepleiðinlegt. Engu að síður er ótrúlega margt sem tengir okkur. Það má alveg þjarka aldur og ævi um það hvort við erum skyldari Norðmönnum, Írum, eða Aserum. Tungumál, bókmenntir, verklag og hugsunarháttur hafa tengt norrænar þjóðir um langan aldur og eru skýr í þeim fornsögum sem voru skrifaðar hér á landi. Þessi tengsl má einnig lesa úr þjóð- sögum okkar, sem margar hverjar eiga sér hliðstæður meðal þjóða við íshöfin á norðurhveli jarðar. Ef við höfnum þeirri staðreynd, höfnum við okkur sjálfum. Sem er kannski ástæðan fyrir því að við erum stödd í því hugarfarslega lim- bói sem hefur einkennt okkur síðustu áratugina. Okkur langar svo til að vera þjóð meðal þjóða (bara ekki hvaða þjóða sem er, helst Ameríku), okkur langar svo í heimsfrægð og peninga og því reynum við að gera eins og þær þjóðir sem við dáum – í stað þess að rækta okkar eigin garð, vinna úr honum og öðlast aðdáun annarra þjóða (til dæmis Ameríku), fyrir það að eiga mikla sögu, stórkostlegar bókmenntir og menningararf sem sýnir ótvírætt að hér hafa menn alltaf hugsað, hér hefur alltaf verið ríkulegt menningarlíf, hér hefur fólk alltaf vitað hvað var að gerast í öðrum löndum, á Norðurlöndum, í Eystrasaltslöndunum, Bretlandi, Mið- Evrópu og alla leið til Rómar. Svo fund- um við Grænland og Ameríku. Í þeim leiðöngrum voru allra Norðurlanda- þjóðakvikindi, þótt fyrirliðarnir hefðu einhvern tímann átt lögheimili hér á landi. Við vorum alltaf eins og landa- fjendur um heiminn – og erum enn. Það eru svo sem engar víkingasögur í þessari nýju bók og engin ný lönd fundin – enda ekki meiningin. Kannski þurfum við bara að finna okkur sjálf aft- ur, kynnast uppruna okkar til þess að vita hver við erum. Þar er gat í uppeldi okkar og menntun. Og fyrst við erum nú farin að gefa út skýrslu á bók með öðrum Norðurlanda- þjóðum, væri gaman að ráðherra mennta- og menningarmála beitti sér fyrir því að íslensk börn fengju almenni- lega kennslu í því hver við erum og hvaðan við komum. Það er auðlind og eins og sagt er, lengi býr að fyrstu gerð. sussa@frettabladid.is Súsanna Svavarsdóttir veltir fyrir sér sjálfsmynd Íslendinga Norðurlöndin, auðlindir og nútíminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.