Fréttablaðið - 08.11.2004, Page 68

Fréttablaðið - 08.11.2004, Page 68
MÁNUDAGUR 8. nóvember 2004 29 Bráðfyndið íslenskt töfraraunsæi Smásagan er vandmeðfarinn miðill. Það liggur í hlutarins eðli að persónusköpun, frásögn og fléttu smásögunnar er tals- vert þrengri stakkur skorinn en í skáld- sögum. Sögusviðið er oftar en ekki bundið ákveðnum atburði, stað eða stund og því vandasamt að skrifa áhrifa- ríka sögu með raunsæjum og áhuga- verðum persónum. Þetta er knappt form sem því miður hefur fengið á sig brandarastimpil sakir tilhneigingu fjölda höfunda til að reyna að vera hnyttnir og frumlegir á sem fæstum blaðsíðum. Smásagan þarf ekki að vera fyndin. Ekk- ert frekar en skáldsagan. En ef vel tekst til þá skemmir húmor ekki fyrir góðum sögum. Hermann Stefánsson er höfundur smásagnasafnsins Níu þjófalyklar og hann hefur húmor. Hermann er gæddur einlægri en jafnframt beittri kímnigáfu fyrir vel flestu í okkar samfélagi: hvers- dagsleikanum, bókmenntahefðinni, ís- lensku þjóðinni og meira að segja eigin minnimáttarkennd gagnvart eldri og virtari höfundum. Að hafa húmor fyrir sjálfum sér er sjaldgæfur kostur. Sögur Hermanns eru hver annarri skemmti- legri og tekst honum að tengja þær ým- ist með efnistökum, smáatriðum, sálar- flækjum eða metsöluhöfundinum Ólafi Jóhanni Ólafssyni á frumlegan og heill- andi hátt. Inn í flestar sögurnar fléttar hann svo sitt annað sjálf, blekbóndann Guðjón Ólafsson, sem á í fullu fangi með að réttlæta fyrir Helenu, eiginkonu sinni, efnistök smásagnanna. (Hermann gengur m.a.s. svo langt með sitt annað sjálf að Guðjón þessi hrósar verkinu í hástert aftan á bókarkápunni.) Þannig leikur höfundurinn sér lipurlega með raunveru og skáldskap, þjóðþekktar per- sónur og uppdiktaðar, staðreyndir og uppspuna. Þótt flestar smásögurnar tengist á einn eða annan máta þá virka þær allar vel sem sjálfstæðar heildir. Þetta eru stórskemmtilegar sögur á mörkum fantasíu og veruleika sem grípa mann frá fyrstu setningu. En að öðrum sögum ólöstuðum þá átti „Orfeus og Evridís“ hug minn allan. Eftir léttvægt háð fyrri sagna kemur hárfín lína harms og gam- ans manni í opna skjöldu og maður átt- ar sig jafnskjótt á því að höfundurinn er ekki einungis pennaflinkur sprelligosi heldur ansi fær rithöfundur sem fangar bæði kómík og tragík mannlegs (ó)eðl- is. Á undraverðan hátt tekst Hermanni að vera í senn háfleygur og alþýðlegur, án þess þó að virka tilgerðarlegur. Tilvís- anir Hermanns í aðrar bókmenntir eru hvorki yfirdrifnar né tilgangslausar og ættu allir að geta notið lestrarins án nokkurrar þekkingar á þeim verkum sem vísað er í. Sú þekking er þó ekki til vansa. Þetta er athyglisverð bók sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Níu þjófalyklar Höfundur: Hermann Stefánsson Útgefandi: Bjartur Styrktarforeldrar óskast - sos.is SOS - barnaþorpin S: 564 2910 Mál og menning hefur sent frásér fjórar barnabækur: Drottn- ing drekanna eftir Ólaf Gunnar Guð- laugsson, sem er í bókaflokkn- um um Bene- dikt búálf. Á flugi sínu um skóginn rekast Benedikt, Dídí og Daði dreki á grátandi stúlku. Þau hafa ekki hugmynd um hver hún er – og það sem verra er, hún veit það ekki sjálf. Þau leita ráða hjá Magnúsi mikla, vit- rasta álfi skógarins, sem leiðir þau á rétta braut – og hún er ævintýralegri en nokkur þeirra hefði órað fyrir. Amma og þjófurinn í safninu ereftir Björk Bjarkardóttur. Amma hans Óla er súperamma sem flýgur um á nótt- unni og gómar bófa og ræningja. E i n s t a k a sinnum fær Óli að fara með henni og þá er nú gaman. Eina nóttina lendir málverkið af Skolfinni skeggmikla í ræningjahöndum. Skyldi Óla og ömmu takast að bjarga málunum? Djúpríkið eftir Bubba Morthensog Robert Jackson með mynd- skreytingum H a l l d ó r s Baldursson- ar. Dimma nótt í vetrarlok kall- ar Stórlax á ættingja sína. Það er kom- inn tími til að leggja upp í ferðina miklu. Hún hefst djúpt í ísi lögðu Norður-Íshafinu og er heitið alla leið upp í heimahylinn – í ánni þar sem Hofsárlaxar voru eitt sinn lítil seiði. Uggi og Una eru að fara í ferðina miklu í fyrsta sinn. Þau hlakka til en kvíða líka fyrir, vegna þess að þau hafa heyrt um allar hætturnar sem bíða þeirra á leiðinni. Fíasól eftir Kristínu Helgu Gunn-arsdóttur með myndskreytingum Halldórs Baldurssonar. Fíasól er sjö ára stelpa sem fer sínar eigin leið- ir. Til dæmis vill hún BARA ganga í bleikum fötum og svo hefur hún meira að segja rænt sjoppu, en það var nú alveg óvart og hún gerir það aldrei aftur. Oftar en ekki stangast annars fínar hugmynd- ir Fíusólar á við það sem fullorðna fólkið vill. Og þá getur hún verið í vondum málum. NÝJAR BÆKUR HERMANN STEFÁNSSON Gæddur einlægri en jafnframt beittri kímnigáfu fyrir vel flestu í okkar samfélagi: hvers- dagsleikanum, bókmenntahefðinni, ís- lensku þjóðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.