Fréttablaðið - 15.11.2004, Page 2

Fréttablaðið - 15.11.2004, Page 2
2 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Bush og Blair funduðu í Hvíta húsinu: Ný tækifæri hafa opnast BANDARÍKIN George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segja að ný tækifæri hafi opnast til að koma á friði í Mið-Austur- löndum. Þessir tveir valdamiklu leið- togar lýstu þessu yfir eftir fund sinn í Hvíta húsinu. Var þetta fyrsti opinberi leiðtogafundur Bush síðan hann var endurkjörinn í forsetaembættið. Bush sagði að líkurnar á því að stofnað yrði sjálfstætt palestínskt ríki innan fjögurra ára væru ágætar. Að sögn Blair þarf fyrst að kjósa nýjan leiðtoga í stað Jassers Ara- fat, sem lést á dögunum. „Ef við viljum öflugt palest- ínskt ríki verðum við að sjá til þess að traust pólitísk og efna- hagsleg yfirbygging þjóðarinnar verði að veruleika,“ sagði Blair. Bush vottaði Palestínumönnum samúð sína eftir að hafa misst leiðtoga sinn en vonaðist á sama tíma til að nýr leiðtogi gæti haft í för með sér breytta tíma. Svo gæti farið að Colin Powell heimsæki Mið-Austurlönd á næstunni í von um að miðla mál- um á svæðinu. Bush stefnir hins vegar að því að fara í Evrópu- reisu á næstunni til að fjölga samherjum Bandaríkjamanna í heimsálfunni. ■ Rannsókn á dauða Danans er lokið Sá sem veitti danska hermanninum banahögg á veitingastað í Keflavík aðfaranótt laugardags hefur játað. Lögreglan segir tildrög voðaatburð- arins liggja fyrir og er rannsókn málsins lokið. MANNSLÁT Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup í höfuðið á skemmtistaðnum Traffic í Kefla- vík aðfaranótt laugardags. Dan- inn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Her- mannsson, yfir- lögregluþjónn í Keflavík, segir at- burði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir fram- burði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. „Við telj- um upplýst hvernig þetta atvikað- ist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar,“ segir Karl. Aðspurð- ur segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemm- ing einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veit- ingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skot- ann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölv- aður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræð- ismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síð- ar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendi- ráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfalla- hjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings. hrs@frettabladid.is Bandarískir dómstólar: Dauðadóm- um fækkar WASHINGTON, AP Þrjátíu ár eru liðin síðan jafn fáir einstaklingar voru dæmdir til dauða í Bandaríkjun- um og á síðasta ári. Alls fengu 144 manneskjur í 25 ríkjum dauða- dóm í fyrra. Var það þriðja árið í röð sem slíkum dómum fækkaði í landinu. Andstæðingar dauðarefsinga segja að þessar tölur sýni hversu tortrygginn almenningur sé orðinn gagnvart þeim. Margir fangar hafa til dæmis verið dæmdir ranglega til dauða eftir að ný sönnunargögn hafa komið í ljós. Á síðasta ári voru 3.374 fangar á dauðadeild í Banda- ríkjunum, 188 færri en árið 2002. ■ Í gæsluvarðhaldi: Játuðu smyglið FÍKNIEFNI Hollensk kona og þrítug- ur maður hafa játað innflutning á 200 til 300 grömmum af kókaíni. Lögreglan vill ekki staðfesta magn efnisins að svo stöddu. Konan var með kókaínið í leg- göngum sínum á leið til landsins. Maðurinn var handtekinn eftir að hann tók við kókaíninu á hóteli, en konan átti bókaða gistingu þar. Fyrir liggur í málinu að konan flutti fíkniefnin innvortis. Hún kom með flugi frá Hollandi, eftir millilendingu í Kaupmannahöfn, um miðjan dag á föstudag. Talið er víst að konan hafi verið burðar- dýr sem átti að fá greitt fyrir að flytja efnin á milli landa. Hún á mann og tvö börn í Hollandi og hefur ekki gerst brotleg áður svo vitað sé. Við húsleit á heimili mannsins fannst á þriðja hundrað gramma af hassi. Bæði konan og maðurinn voru úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald á laugardag. - hrs ■ MIÐ-AUSTURLÖND ,,Við telj- um upplýst hvernig þetta atvik- aðist og ekki er þörf á að rann- saka það frekar. „Já, hún er að minnsta kosti meira mál en hægt er að slá máli á.“ Kári Kaaber vinnur hjá Íslenskri málstöð við að svara spurningum um hvaðeina sem komið getur upp í sambandi við rétta notkun á íslenskunni okkar góðu. Dagur íslenskrar tungu er einmitt á morgun, 16. nóvember, og því um að gera að vanda mál sitt og hringja í Kára ef upp koma einhver vafaatriði. SPURNING DAGSINS Kári, er íslenskan mikið mál? LEIDDUR Í BURTU Mahmud Abbas er hér leiddur í burtu af öryggisvörðum eftir skotárásina í gær. Mahmud Abbas í hættu: Tveir skotnir til bana GAZA-BORG Tveir meðlimir örygg- issveita Palestínu voru skotnir til bana þegar Mahmud Abbas, leið- togi öryggisráðs Palestínu, heim- sótti tjald sem hafði verið sett upp í Gaza-borg til minningar um Jasser Arafat, fyrrum leiðtoga Palestínumanna. Fjórir til viðbótar særðust í árásinni en Abbas, sem var um- kringdur öryggisvörðum, slapp með skrekkinn. Abbas var nýkominn til Gaza- borgar til að taka á móti samúðar- kveðjum vegna fráfalls Arafats, sem lést í París á fimmtudag. ■ HÓTA LOFTÁRÁSUM Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah- samtakanna, sagði að samtökin gætu nú gert loftárásir á skot- mörk hvar sem er í Ísrael. Hann sagði samtökin ráða yfir ómönn- uðum flugvélum sem mætti nota til að varpa sprengjum á her- stöðvar og flugvelli. E-TÖFLUR Í OFNI Lögreglan í Ástralíu handtók tvo menn eftir að hafa fundið þrjár milljónir e- taflna í 62 pokum í ofnskúffu bakaraofns sem talið er að hafi komið til landsins frá Póllandi gegnum Þýskaland. Ekki hafa áður fundist svo margar e-töflur þar í landi. Verði mennirnir dæmdir eiga þeir yfir höfði sér afar þunga refsingu. Mannslátið: Félagar Skotans eru niðurbrotnir MANNSLÁT Félagar Skotans sem veitti danska hermanninum Flemming Tolstrup banahögg að- faranótt laugardags segjast niður- brotnir. „Við erum niðurbrotnir yfir þessu en við stöndum allir með honum. Hann er góður og traust- ur félagi,“ sagði einn mannanna. Þeir segjast ákveðnir að gera allt sem þeir geta til að styðja félaga sinn á erfiðum tímum, en eins og fram hefur komið hefur Skotinn játað að hafa veitt höggið afdrifa- dríka. - hrs BUSH OG BLAIR George W. Bush og Tony Blair funduðu í Hvíta húsinu um ástandið í Mið-Austur- löndum. AP /M YN D AP /M YN D TRAFFIC Skotinn sló danska hermanninn við barinn á skemmtistaðnum. M YN D /A TL I M ÁR G YL FA SO N FLEMMING TOLSTRUP Danski hermaðurinn sem lét lífið á skemmti- stað í Keflavík aðfaranótt laugardags. TRAFFIC Í KEFLAVÍK Lögreglan segir svo virðast sem Daninn hafi fengið eitt högg á höfuðið. Krufning verður í dag. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R Heilbrigðisráðherra Frakklands: Ekki eitrað fyrir Arafat PARÍS, AP Philippe Douste-Blazy, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir enga ástæðu til að ætla að eitrað hafi verið fyrir Jasser Ara- fat, forseta Pal- estínu, sem lést á sjúkrahúsi í París síðastlið- inn fimmtudag. Arafat var skoðaður í bak og fyrir á sjúkrahúsinu. Kom í ljós að lít- ið var af rauðum blóðkornum í líkama hans. „Ekkert bendir til þess að það hafi verið eitrað fyrir honum,“ sagði Blazy. „Annars hefðu dómsyfirvöld tekið málið í sínar hendur.“ Arafat hafði verið heilsutæpur í mörg ár áður en hann lést. ■ Vesturlandsvegur: Þriggja bíla árekstur LÖGREGLA Harður þriggja bíla árekstur varð við Lyngholt á milli Akraness og Borgarnes um klukk- an sex í gær. Á meðan lögregla var á vettvangi fóru tveir bílar, sem komu að, út af og þurfti að flytja einn farþeganna á sjúkra- húsið á Akranesi. Árekstur bílanna þriggja var þegar ökumaður bíls sem kom að norðan missti stjórn á bílnum þannig að hann lenti þvert á veg- inum og fyrir bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Sá kastaðist síðan á þriðja bílinn. Minniháttar meiðsl urðu í árekstrinum en tveir bílanna eru gjörónýtir. - hrs JASSER ARAFAT ■ EYJAÁLFA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.