Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.11.2004, Qupperneq 4
4 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Niðurskurður um- deildur í Framsókn Þingflokkur framsóknarmanna ræðir fjárframlög til Mannréttindaskrif- stofu Íslands í dag. Tillaga fjárlaganefndar um að hætta stuðningi við skrifstofuna virðist ganga þvert á skoðun forsætisráðherra. STJÓRNMÁL Þingflokkur Fram- sóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjár- laganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Málið er umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlagan- efndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og ut- anríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjár- lögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, seg- ist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fót- um án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. „Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg,“ segir Kristinn. „Ég sé svarið ekki í fljótu bragði.“ Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannrétt- indaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa fram- kvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til rekst- urs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstu- dag. ghg@frettabladid.is UNDIRRITUN SAMNINGS Þórólfur Árnason borgarstjóri og Grímur Sæmundsen skrifuðu undir samning um uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði Vals. Hlíðarendi: Fram úr áætlun SKIPULAGSMÁL Framkvæmdakostn- aður við uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og aðstöðu Vals við Hlíðarenda verður hærri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Vals frá 11. maí árið 2002 var gert ráð fyrir að uppbyggingin myndi kosta 715 milljónir króna. Nú er hins vegar áætlað að hún muni kosta rúman milljarð króna. Í samningnum er kveðið á um að byggt verði nýtt íþróttahús, búningsklefar, áhorfendaaðstaða, geymsla og nýr aðalvöllur. - ghg Á að flytja bandaríska sendiráðið úr miðborginni? Spurning dagsins í dag: Er jólafrí þingmanna frá 10. desember til 20. janúar of langt? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 19% 81% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun SIGURÐUR GEIRDAL Kópavogur: Sigurður Geirdal látinn ANDLÁT Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi og leiðtogi fram- sóknarmanna í bænum, lést í gær, 65 ára að aldri. Hann skilur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Sigurður fékk hjartaáfall að- faranótt mánudags og var haldið sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir aðgerð á þriðjudag. Sigurður hefur gegnt ýmsum störfum. Hann var kaupfélags- stjóri Kaupfélags V-Húnvetninga og síðar KRON. Hann var fram- kvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands 1970 til 1986 og Fram- sóknarflokksins 1986 til 1990. Hann hefur verið bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 1990. Sigurður starfaði mikið innan Framsóknar- flokksins og sat meðal annars í miðstjórn flokksins. Sigurður tók próf frá Samvinnu- skólanum á Bifröst 1959, stúdents- próf frá MH 1980 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands árið 1985. -ghg „Maður ársins“ 30% afsláttur Síðustu dagar „Frábær bók, maður ársins.“ - Sirrý, Skjár einn „Lýsir óvenjulegum kjarki eins manns ... Vel skrifað og vafningalaust.“ - Jón Baldvin Hannibalsson, Mbl. „Svakaleg.“ - Frbl. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLBRUNI Í NÖKKVAVOGI Lög- reglu barst tilkynning um bíla- bruna um fjögurleytið aðfaranótt sunnudags. Lögregla og slökkvi- lið komu á vettvang og var slökkt í bílnum. Málið er í rannsókn. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR GRUNUR UM ÖLVUN Lögreglunni í Borgarnesi barst tilkynning að- faranótt sunnudags um ökumann sem hugsanlega væri ölvaður. Lögreglan fór út og svipaðist um eftir bílnum og fann hann þar sem honum var ekið norður Borgarbraut. Ökumaður fór þar í öndunarpróf og var í framhaldi af því handtekinn grunaður um ölvunarakstur. ÖLVUNARAKSTUR Einn gisti fangageymslu lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags vegna ölvunar og annar ökumað- ur var tekinn grunaður um ölvun við akstur. FALUN GONG Mannréttindaskrifstofa Íslands gerði athugasemdir við framgöngu íslenskra stjórnvalda þegar félagar í Falun Gong komu hingað til lands á sama tíma og forseti Kína. Reykjavíkurborg: Fyrirtæki til sölu EINKAVÆÐING Undirbúningur að sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Vélamiðstöðvarinnar ehf. í eigu borgarinnar er hafin. Skúli Bjarna- son hæstaréttarlögmaður verður ráðgjafi verkefnisstjórnar sem vinnur að samhliða sölu fyrirtækj- anna. Í minnisblaði til borgarráðs er getið að sérstaklega verði að huga að viðskiptalegum hagsmunum borgarinnar við söluna, hvernig bregðast eigi við fákeppni og hags- munum starfsmanna fyrirtækj- anna. Búist er við að ráðgjafi skili skýrslu um stöðuna fyrir áramót. - gag JERÚSALEM, AP Ísraelsmenn munu rýma landnemabyggðir á Gaza- ströndinni í samráði við palest- ínsk stjórnvöld að sögn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Tilkynningin eykur bjartsýni á að hægt verði að koma á stöðug- leika fyrir botni Miðjarðarhafs en áður en Arafat lést hafði Sharon sagt að rýming landnemabyggð- anna yrði gerð einhliða af hálfu Ísraelsmanna. Við fráfall Arafats hafi hins vegar forsendur breyst og forseta bráðabirgðastjórnar Palestínu, Mahmoud Abbas, sé treystandi til samráðs því hann sé mótfallinn hryðjuverkum. Þá seg- ir Sharon að Palestínumenn muni fá yfirráð yfir herteknu svæðun- um um leið og þau hafi verið rýmd. Það er von manna að þær að- stæður sem hafa skapast á undan- gengnum vikum verði til þess að friðarvegvísirinn frá 2003 komist aftur á dagskrá, en ýmislegt bend- ir til þýðu í samskiptum deilenda, til dæmis hefur Sharon sagt að Ísraelsmenn muni reyna að greiða fyrir kosningum í Palestínu í jan- úar á næsta ári. ■ Brotthvarf frá Gaza-strönd: Hafa samráð við Palestínumenn LANDNEMABYGGÐ Ísraelsk landnemabyggð á Gaza- ströndinni. Palestínumenn verða hafðir með í ráðum þegar land- nemar hverfa á braut.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.