Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 8

Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 8
29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Samstarfsverkefni: Rannsaka líðan lækna HEILBRIGÐISMÁL Hleypt hefur verið af stokkunum rannsókn á heilsu, lífsstíl og starfsskilyrðum lækna á Íslandi. Allir læknar á Íslandi með gilt lækningaleyfi þann 30. júní á þessu ári og búsettir eru hér á landi, alls 1.185 læknar, hafa feng- ið sent boð um þátttöku. Rannsókninni er stýrt af fag- fólki, meðal annars á sviði félags- vísinda og vinnuverndar. Hún tek- ur mið af fyrri rannsóknum í sam- ráði við hóp íslenskra lækna frá mismunandi sérgreinum og vinnustöðum. Hún er hluti af er- lendu samstarfsverkefni í Noregi, Svíþjóð og á Ítalíu. Íslenskir og norskir læknar ríða nú á vaðið að leggja fyrir spurningalista en Sví- ar og Ítalir munu fylgja fast á eft- ir. Gefst með þessari rannsókn mikilvægt tækifæri til að afla þekkingar á stöðu og starfsum- hverfi íslensku læknastéttarinnar í samanburði við erlenda starfs- félaga. - jss „Kvalinn eins og ég væri að fæða barn.” – hefur þú séð DV í dag? GUÐNI ÁGÚSTSSON FLUTTUR Í SNARHASTI Á BRÁÐAMÓTTÖKU LANDSPÍTALANS Ragnar Arnalds: MARÍU MESSA ,,Karlar höggvist og konur drekkist” Þannig var boðskapur Stóradóms. Mál hennar vakti furðu. Hún bætti gráu ofan á svart. Og brátt var lífi hennar ógnað. Var það kraftaverk eða guðlast? Var hún saklaus eða dauðasek? Skáldsaga um einstætt lífshlaup ungrar konu. Lesið upphaf sögunnar: www.krabbinn.is krabbinn.is NÁTTÚRUFAR Óttast er að skaðvald- ur af sniglastofni sé að nema hér land, en hann hefur farið mikinn í Evrópu. „Hann heitir Spánarsnig- ill og er ættaður frá Íberíuskaga. Síðustu áratugi hefur hann verið að dreifast norðvestur á bóginn í Evrópu,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúru- fræðistofnun Íslands. Hann segir vita til þess að snigillinn hafi numið land í Svíþjóð, Dan- mörku, Noregi og Færeyjum. „Það er algjör sprenging í fjölgun hans.“ Erling segir snigilinn eng- an aufúsugest. „Þetta er mik- il skepna og stór. Flestir þekkja svartsnigilinn okkar. Þessi er svona helmingi stærri, rauður á lit og mikið átvagl því hann étur allt sem fyrir verður. Hann fer í blómabeðin og étur þau. Svo fer hann í matjurtagarðinn, en er þó ekki mjög hrifinn af kryddjurtum og lyktarsterkum plöntum.“ Á ensku er snigillinn kallaður Killer slug, enda lætur hann ekki nægja að leggjast á gróður heldur drep- ur hann líka smærri snigla og skordýr og étur. Þá segir Erling ekkert gagn hafandi af sniglinum því hann sé með öllu óætur. „Rott- urnar vilja hann ekki einu sinni, hann er svo slímugur,“ segir hann, en snigillinn ver sig með mikilli slímfram- leiðslu. Hingað til segir Erling snigil- inn bara hafa fundist tvisvar, í sumar og í fyrrasumar, bæði skiptin í Reykjavík. Einnig hafa þó borist óstaðfestar fregnir af því að snigillinn hafi fundist í Hveragerði. „Ég hef ekki heyrt af því, en það er ekki ólíklegt því þar myndi hann lifa góðu lífi á háhita- svæðunum.“ Erling segir snigil- inn þola illa mjög mikil frost, en þó ætti hann að lifa af veturinn hér, að minnsta kosti á höfuðborg- arsvæðinu og víða á Suðurlandi. „Snigillinn er mjög illa þokkaður hér í nágrannalöndunum og menn hafa engin ráð með að losna við hann því hann fjölgar sér alveg hreint eins og kanína,“ segir Er- ling og bætir við að hann hafi ekki trú á að það náist að hemja vöxt snigilsins hér, nái hann sér á ann- að borð á strik. „Það er kannski fullmikið sagt að hann hafi numið hér land, en fyrst búið er að finna hann tvisvar er að minnsta kosti hægt að tala um að hann banki á dyrnar.“ - óká Rotturnar fúlsa við sniglinum Óttast er að risasnigill frá Spáni sé við það að nema hér land. Snigillinn er átvagl sem leggst á gróður, er óætur með öllu og fjölgar sér hratt. Stofninn hefur fært sig í norðvestur í Evrópu síðustu ár og stækkar ört. ERLING ÓLAFSSON SKAÐVALDUR Á FERÐ Vitað er um tvö staðfest tilvik þar sem Spánarsnigillinn hefur fundist í Reykjavík: síðasta sumar og sumarið þar áður. Hann er talinn mikill skað- valdur, enda leggst hann á gróður og fjölgar sér eins og kanína. FJÁRLÖG Virkjunar- og stóriðju- framkvæmdir á Austurlandi segja til sín í aukinni heilsugæslu- þjónustu. Í aukafjárlögum fær Heilbrigðisstofnun Austurlands 25 milljóna króna fjárveitingu og er það annars vegar 15 milljónir króna vegna aukinnar heilsu- gæsluþjónustu í kjölfar stóriðju- framkvæmda á Austurlandi. Í greinargerð segir að vegna framkvæmda við álver, jarðgöng og virkjun hafi álag á heilsugæsl- una aukist verulega þegar á fyrri hluta ársins 2004. Nú sé aðeins einn læknir starfandi á þessu svæði og nauðsynlegt sé að bæta við þjónustu læknis og hjúkrunar- fræðings þegar á þessu ári. Hins vegar eiga 10 milljónir króna til viðbótar að renna til aukinnar heilsugæsluþjónustu á Egilsstöð- um. Nefnt er að komum á heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum hafi fjölgað um 11 prósent á árinu 2003. Auk þess séu samskipti við þá fjölmörgu útlendinga sem koma þangað tímafrekari sökum tungumálaerfiðleika og tilfellin að jafnaði erfiðari og flóknari en hjá öðrum skjólstæðingum stofn- unarinnar. - eg Álag á heilsugæslustöðvar á Austurlandi eykst: Ríkið veitir aukið fé til heilsugæslu FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Í NESKAUPSTAÐ Heilbrigðisstofnun Austurlands fær 25 milljóna króna fjárveitingu í aukafjárlögum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.