Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 10

Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 10
10 3.084 BÚA Á STOFNUNUM FYRIR ALDRAÐA Konurnar voru fleiri eða 1.954 en karlarnir 1.130. Tölurnar eru frá árslokum 2002. SVONA ERUM VIÐ „Hér rembast menn við að róa og ná sér í fisk eins og alltaf,“ segir Óttar Jó- hannsson, oddviti og sjómaður í Gríms- ey. „Hér snýst allt líf um að ná í þann gula.“ Óttar segir aflabrögðin misjöfn, ágætlega gangi með línu en síður með net. „Annars er allt gott að frétta af okk- ur, félagslífið hefur verið líflegt að und- anförnu og mikið um að vera.“ Grímsey- ingar héldu afmæli Fiske að vanda 11. nóvember en Willard Fiske var velgjörð- armaður Grímseyinga og færði þeim miklar gjafir fyrir rúmri öld. Svo er vetrarstarf Kiwanisklúbbsins Gríms í full- um gangi sem og kvenfélagsins Baugs. Skólastarf er vitaskuld komið á fullt á ný og segir Óttar börnin hafa komist ágæt- lega í gegnum fjarveruna frá skólanum. „Þetta er ósköp rólegt hérna norðurfrá. Við þurfum allavega ekki að hafa áhyggjur af einhverjum hópamyndun- um eða slíku.“ Hann segir að samning- arnir kosti auðvitað sitt og því þurfi að mæta með einhverjum hætti. „Við þurf- um að auka tekjur eða skera niður. Þetta þarf að kljúfa einhvern veginn.“ Jólaskreytingar eru ekki komnar í hvern glugga enn enda nóvember ekki liðinn. „Við þurfum svosem ekki að láta eins og kaupmennirnir á Laugaveginum,“ segir Óttar. Hann segir Grímseyinga duglega við að versla í Grímskjöri en einhverjir geri jólainnkaupin á Akureyri. „Við reynum að versla við verslunina okkar eins og við mögulega getum því við viljum halda henni gangandi.“ Eig- endur hennar færðu út kvíarnar í sumar og opnuðu veitingastaðinn Kríuna sem er góð viðbót í þjónustu við ferða- og heimamenn. Lífið snýst um að ná í þann gula HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓTTAR JÓHANNSSON, ODDVITI OG SJÓMAÐUR Í GRÍMSEY 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR BÚSETA „Við vorum að kaupa okk- ur íbúð í Búseta og það vill bara svo skemmtilega til að hún stendur við Kirkjustétt,“ segir séra Sigríður, þokkalega ánægð með að vera prestur á Kirkju- stétt og fagnar því að auki að kirkjan í hverfinu mun að lík- indum standa við götuna, aðeins steinsnar frá heimili hennar. Kirkjan er enn óbyggð en safn- aðarstarf í Grafarholti fer fram í sal Félagsþjónustunnar í Reykjavík við Þórðarsveig. Skrefin frá heimili Sigríðar og yfir í kirkjuna verða fá þegar þar að kemur, sem býður óneit- anlega upp á óvæntar uppákom- ur. „Ég kem til með að messa á sloppnum,“ segir hún og hlær. Næsta gata er svo Prestastígur og auðvitað renndi presturinn hýru auga til íbúða þar. „Vanda- málið er hins vegar að þar eru aðallega Búmannablokkir og til þess að verða félagsmaður í Bú- mönnum þarf maður að vera orðinn fimmtugur að aldri.“ Sig- Presturinn á Kirkjustétt Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafar- holti, er nýflutt á Kirkjustéttina. Við sömu götu mun hverfiskirkjan rísa þegar þar að kemur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SIGRÍÐUR GUÐMARSDÓTTIR sóknarprestur í Grafarholti. „Ég kem til með að messa á sloppnum.“ Aðventan gengin í garð: Kertin seldust vel KERTI Kaupmenn víðsvegar um land létu vel af kertasölu helgar- innar en aðventan er gengin í garð og til siðs á mörgum heimil- um að búa til að- v e n t u k r a n s a . Kveikt var á fyrsta kerti að- ventukransins í gær. Lausleg r a n n s ó k n Fréttablaðs- ins leiddi í ljós að flestir nota rauð kerti í kransinn sinn en einnig var tals- vert tekið af hvítum. Heimildar- mönnum bar saman um að kransa- hefðin virtist á uppleið og fögn- uðu því um leið. Greni seldist að sama skapi óhemjuvel um helg- ina. - bþs TÓNLEIKAR Haraldur Reynisson tónlistarmaður hélt tónleika á Holtastíg 11 í Bolungar- vík á laugardagskvöldið en þar búa hjónin Ingi- björg Vagnsdóttir og Ketill Helgason með þremur börnum sínum. Systurnar Soffía og Pálína Vagnsdætur lentu í ófærð á dögunum á leið sinni frá Reykjavík og heim í Bolungarvík og gistu því í Búðardal. Þar skelltu þær sér á tónleika með Halla og hrifust svo af leik hans og söng að þær ákváðu að fá hann til að spila í sinni heimabyggð. Þar sem engin er kráin í Bol- ungarvík eftir að Finna- bær lokaði síðsumars var ekki annað að gera en að halda tónleikana í heimahúsi. Að sögn Soff- íu tókust þeir afskaplega vel, um fjörutíu manns mættu og hlýddu á Halla í nærri þrjár klukku- stundir yfir kertaljósum og huggulegheitum. Hef- ur þegar verið ákveðið að endur- taka leikinn að ári. - bþs Stofutónleikar í Bolungarvík: Halli var frábær HARALDUR REYNISSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.