Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2004, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.11.2004, Qupperneq 12
Þeir tekjuháu fá mest Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. SKATTABREYTINGARNAR Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreyt- ingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lok- um hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfis- breytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækk- un barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7- 16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnar- innar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mán- uði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúm- lega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barna- bætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjöl- skyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næst- best út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þess- um útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þús- und krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skatta- breytingarnar eru að fullu komn- ar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krón- um hærri barnabætur. Þessi fjöl- skylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skatt- kerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mán- uði fær hins vegar engar barna- bætur. Hann greiðir minni stað- greiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsend- ur. Hann fer verst út úr skatta- breytingunum. ■ Dagný Jónsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, ætlar ekki að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun innritunargjalda við Háskóla Íslands. Það vakti nokkra athygli á sínum tíma þegar hún sagði að þingmenn yrðu að styðja eigin þingflokka eins og þeir væru að spila með liði. Hvers vegna ertu á móti þessari hækkun? Ég barðist gegn þessari hækkun fyrir þremur árum síðan. Þá sem fram- kvæmdastjóri stúdentaráðs HÍ og skoð- un mín hefur ekkert breyst. Þannig að ég er á móti þessari hækkun. Ertu hætt að spila með liðinu? Nei, ég er að sjálfsögðu ekki hætt að fylgja stjórninni í góðum málum. En það hafa allir svigrúm til að fylgja eigin sannfæringu í einstökum málum ef eitthvað kemur upp á. Enda kveður ekkert á um þetta í stjórnarsáttmálan- um eða stefnu flokkanna. Megum við eiga von á áframhald- andi einspili af þinni hálfu? Það fer eftir því hvaða mál eru lögð fram. Flest mál ríkisstjórnarinnar eru mér að skapi þannig að ég á ekki von á því að þau verði mörg sem ég verð á móti. Hvernig líst þér á kjör stúdenta? Mér lýst ágætlega á þau. Skattalækkan- ir koma þeim vel. Hækkun barnabóta kemur þeim vel og ekki síst lækkun endurgreiðslubyrðar námslána sem er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þá. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Ekki hætt að spila með liðinu SKÓLAGJÖLD SPURT OG SVARAÐ 12 Konur eru í meirihluta í stjórnunar- stöðum hjá Reykjavíkurborg eftir tíu ára valdasetu Reykjavíkurlistans í borginni. Þær verða níu af 11 sviðs- stjórum ef borgarstjóri er talinn með og níu af tólf ef störf skrifstofustjóra borgarstjóra, skrifstofustjóra borgar- stjórnar og forstöðumanns innri endurskoðunar eru tekin með í reikn- inginn. Þetta er miðað við stöðuna eftir að stjórnkerfisbreytingarnar taka gildi um áramótin. Ef breiðari hópur er skoðaður, stjórn- endur sem fá laun sín ákvörðuð af Kjaranefnd, eru konur í naumum meirihluta eins og staðan verður um áramótin. Þó er ljóst að einhverjar ráðningar eru eftir, t.d. í starf sviðs- stjóra umhverfis- og tæknisviðs. Borgaryfirvöld hafa unnið markvisst að því að fjölga konum í stjórnunar- stöðum síðasta áratuginn eða svo. Hvernig er þróunin? Aldagömul er sú hefð að karlar veljist í leiðtogahlutverk, hvort heldur í stjórnmálum eða viðskiptalífi, og hún er seig. Á seinni árum hefur bæst við sú þróun að jafnrétti kynjanna og áhugi á þeim hafi fengið á sig nei- kvæðan blæ. Það þykir ekki fínt. Skemmst er að minnast þeirrar nei- kvæðu mótmælaöldu sem reis upp í þjóðfélaginu þegar femínistar urðu áberandi fyrir nokkrum misserum síð- an. Ljóst er að konur veljast ekki í jafn miklum mæli og karlar í stjórnunar- stöður, hvort heldur hjá hinu opin- bera, í stjórnmálum eða viðskipta- lífinu, og má sem dæmi benda á að það voru karlar sem leiddu viðræður kennara og sveitarfélaganna í kjara- baráttu kennara og það þrátt fyrir að kennarar séu ein stærsta kvennastétt landsins. Hvernig verður þessu breytt? Konum í stjórnunarstöðum verður ekki fjölgað öðruvísi en með mark- vissum breytingum. Greinilegt merki þess er sú þróun að ráða til starfa jafnréttisfulltrúa hjá bæjarfélögum og ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra um að skipa nefnd til að skoða hvort ástæða sé til að setja reglur um þátttöku kynjanna í stjórn- um fyrirtækja eins og gert hefur verið sums staðar á hinum Norðurlöndun- um. Markviss vinna skilar árangri FBL GREINING KONUR Í STJÓRNUNARSTÖÐUM 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR TÍMARIT Íranar hafa bannað sölu á landafræðitímaritinu National Geographic í landinu og blaða- mönnum þess hefur verið meinuð þar landvist. Ástæðan er óánægja Írana með nýútkomna landabréfa- bók National Geographic en í henni er Persaflói einnig nefndur Arabíuflói. Flóinn umdeildi er víðast hvar kallaður Persaflói en íbúar margra arabalandanna kjósa heldur að kalla hann Arabíuflóa. Ritstjórar landabréfabókarinnar álitu að ef bæði nöfnin væru sett í bókina mætti koma í veg fyrir all- an rugling. Þeir sáu hins vegar ekki fyrir að slík illindi myndu hljótast af þessum gerningi. Stungið hefur verið upp á að kalla hafsvæðið einfaldlega Flóann til málamiðlunar en því hafna deilendur með öllu. Litlir kærleikar hafa verið í gegnum aldirnar á milli araba og Persa, eða Írana eins og þeir hafa kallað sig síðan 1933, og nægir að nefna styrjöldina harðvítugu á milli Íran og Írak sem geisaði á ní- unda áratugnum. Það gerðist líka á dögunum að dreifing nýjasta tölublaðs bandaríska fréttatímaritsins Newsweek var bönnuð í Pakistan. Kom það til af grein sem fól í sér óviðurkvæmileg orð um Kóraninn og Íslamstrú. Pakistönsk stjórnvöld íhuga að stefna útgefendum blaðsins fyrir dómstólum. Þegar dreifingin var stöðvuð hafði stærsti hluti upplagsins þegar selst. - shg RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Markvisst hefur verið unnið að því í ráð- húsinu síðasta áratuginn eða svo að fjölga konum í stjórnunarstöðum. MISJAFN ÁVINNINGUR Fjölskylda með þrjú börn og eina milljón króna í tekjur á mánuði fær mest út úr skattabreyt- ingum ríkisstjórnarinnar samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið fyrir Fréttablaðið. Íran: National Geographic bannað NATIONAL GEOGRAPHIC Íranar eru óhressir með að Persaflói sé þar einnig nefndur Arabíuflói. Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami. Tekjur Stað- Barna- Samtals á mánuði greiðsla bætur Barnlaus einstaklingur: 150.000 -98.196 0 98.196 Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára 150.000 -98.196 65.741 163.927 Hjón með 2 börn undir 7 ára 400.000 -244.392 156.264 400.656 Hjón með 2 börn undir 7 ára 1.000.000 -677.057 39.576 716.633 Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára, 400.000 -244.392 191.518 435.910 Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára 1.000.000 -677.057 39.576 716.633 SKATTABREYTINGAR RÍKISSTJÓRNARINNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.