Fréttablaðið - 29.11.2004, Síða 62

Fréttablaðið - 29.11.2004, Síða 62
20 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Við lýsum furðu... ... á að hvergi geta hinir fjölmörgu unnendur íshokkí á Íslandi orðið sér úti um úrslit úr leikjum eða með nokkru móti fengið vitneskju um hvaða leikir eru á dagskrá í framtíðinni með auðveldum hætti. Heimasíða Íshokkísambandsins er fyrir neðan allar hellur og er greinilega meira hugsuð fyrir keppendur sjálfa og dómara en hinn almenna áhugamann. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 1 2 Mánudagur NÓVEMBER SUND „Mér líður mun betur núna og er farin að anda léttar en ég gerði þegar þessi ósköp dundu yfir,“ segir Ragnheiður Ragnars- dóttir, sunddrottning úr Sund- félagi Hafnarfjarðar. Ragnheiður er á batavegi eftir slæma byltu á hálkubletti í vikunni sem varð til þess að hún þríbrotnaði á ökkla. Hún verður klár í slaginn á ný eft- ir sex vikur. Óhappið átti sér stað þegar Ragnheiður var á leið í skóla á þriðjudagsmorgun en meiðsl hennar þýða að hún tekur ekki þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í næsta mán- uði. „Sem betur fer er það eina mótið sem ég missi af þar sem læknar segja að aðgerðin sem ég gekkst undir í kjölfar slyssins hafi gengið afar vel og ég á að geta hafið æfingar á ný um leið og ég losna við gifsið eftir sex vik- ur.“ Í aðgerðinni var ökkli Ragn- heiðar skrúfaður saman á þremur stöðum en að sögn Ragnheiðar á það ekki að há henni á neinn máta þegar hún stingur sér til sunds að nýju. „Ef þetta grær eins og það á að gera eiga læknarnir ekki von á slíku og ég fyrir mitt leyti ætla út í laug við fyrsta tækifæri enda stórmót fram undan á næsta ári sem ég vil taka þátt í og reyna að standa mig vel. Það þýðir að ég verð að vinna upp þann tíma sem mun tapast frá æfingum. Kostur- inn við þetta er þó sá að ég er komin í jólafrí á undan áætlun.“ Tveir stórviðburðir fara fram hjá íslensku sundfólki á næsta ári. Í júníbyrjun fara fram Smáþjóða- leikarnir í Andorra og mánuði síð- ar hefst svo Heimsmeistaramótið í sundi í Montreal í Kanada. „Ég ætla mér að standa mig vel á þess- um mótum báðum og ég er viss um að ég get unnið upp þann tíma sem ég missi meðan ég næ mér eftir aðgerðina. Ég læt mitt ekki eftir liggja þegar kemur að þess- um tveimur mótum.“ albert@frettabladid.is Lætur ekki deigan síga Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir verður í gifsi næstu sex vikur eftir að hafa þríbrotn- að á ökkla í slysi fyrr í vikunni. Hún segir þetta óheppilegt en ætlar sér engu að síður stóra hluti á næsta ári.                     ! "#                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+   ■ ■ LEIKIR  19.30 ÍS og Njarðvík mætast í Kennaraháskólanum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta karla. ■ ■ SJÓNVARP  15.45 Helgarsportið á RÚV.  16.10 Ensku mörkin á RÚV.  17.30 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum.  17.45 Stjörnugolf 2004 á Sýn.  19.00 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild Evrópu í fótbolta.  19.30 Kylfingur í Kuala Lumpur á Sýn. Þáttur um kylfinginn Björgvin Sigurbergsson.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Ensku mörkin á RÚV.  00.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  00.20 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum. JÓLAFRÍ Ragnheiður er bjartsýn þrátt fyrir óhapp sitt en í stað þess að láta deigan síga eins og margir gera er hún ánægð með að verakomin fyrr í jólafrí en ætlunin var. Fréttablaðið/Stefán

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.