Fréttablaðið - 06.12.2004, Page 1

Fréttablaðið - 06.12.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SNÝST Í NOKKUÐ STÍFA NORÐANÁTT þegar líður á daginn. Rigning syðra en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Sjá síðu 4 6. desember 2004 – 334. tölublað – 4. árgangur ● þúsund manns í baði Opnar nýja húð- lækningastöð í vor Bláa lónið: ▲ SÍÐA 30 ÓÖLD Í ÍRAK Nær hundrað manns létust í árásum vígamanna í Írak frá föstudegi til sunnudags. Aukið mannfall hefur orðið mörg- um tilefni til að krefjast þess að kosningunum í næsta mánuði verði frestað. Sjá síðu 2 AÐFÖR AÐ ATVINNUVEGUNUM Einar Oddur Kristjánsson telur hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum tefla framtíð út- flutningsgreinanna í tvísýnu og gagnrýnir bankann harðlega fyrir að stemma ekki stigu við innstreymi erlends lánsfjár. Sjá síðu 6 MÁLSHÖFÐUN VEGNA ÁLVERS Hjörleifur Guttormsson hefur höfðað mál gegn Alcoa, Reyðaráli, Fjarðaráli og íslenska ríkinu vegna álvers í Reyðarfirði. Aðalmeðferð hefur farið fram. Dómarinn þarf meira en fjórar vikur til að fara yfir málið. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Bakaríin okkar verða í hátíðarskapi alla daga fram að jólum um land allt ● hús ● fasteignir ● heimilið Töskur, plaköt og óvenjulegar klukkur Listmunir í Listasafni Íslands: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS KYNBUNDIÐ OFBELDI Þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Jónína Bjartmarz og Kolbrún Halldórsdóttir hafa framsögu á mál- fundi um nauðsyn lagasetningar gegn kyn- bundnu ofbeldi, sem haldinn verður í Odda í Háskóla Íslands klukkan tólf á hádegi. Jólalest kemur eftir daga 5 BANASLYS Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í hús- inu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaels- son, yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Vegfarendur hvöttu stúlku sem var í húsinu til að stökkva út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur, sem einnig var á efri hæð hússins, komst af sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. „Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunan- um og piltsins sem lést var minnst,“ segir Guðbjörg Jóhann- esdóttir, sóknarprestur á Sauðár- króki. Einnig var minnst á slökkvi- liðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýr- mætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina voru ljósin tendruð á jólatré bæjarins en því hafði ver- ið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengist ungmennunum sem lentu í brunanum verður boðið upp á að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eld- urinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar voru. - hrs Þakklát fyrir líf þriggja sem lifðu Þrjú ungmenni voru mjög hætt komin í eldsvoðanum á Sauðárkróki sem varð 21 árs manni að bana. Talið er hafa orðið tvítugum manni til lífs að slökkviliðsmenn fóru inn bakdyramegin. Hann er nú á batavegi. BÆNASTUND Í SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU Þétt setnir bekkir á bænastund í Sauðárkrókskirkju í gær þar sem þakkað var fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust úr eldsvoðanum við Bárustíg á laugardag auk þess sem ungs manns sem lést var minnst. Að bænastundinni lok- inni fóru bæjarbúar til að sjá ljósin á jólatré bæjarins tendruð en því hafði verið frestað um einn dag vegna þessa hörmulega atburðar. M YN D /S AU D AR KR O KU R. C O M EVE-netleikurinn: Stefnan sett enn hærra TÖLVUR Stjórnendur CCP, fyrirtæk- isins sem framleiðir EVE-tölvu- leikinn, stefna að því að ná til mun fleiri notenda en áður með nýrri viðbót við tölvuleikinn, sem þeir kalla Exodus. Til að ná því mark- miði hafa þeir samið við b a n d a r í s k t f y r i r t æ k i , Savant Says Media, um markaðssetn- ingu á leiknum. Í dag eru meira en 50 þúsund áskrifendur að EVE-netleiknum og hafa mest tólf þúsund manns spilað hann í einu. Exodus er fyrsta viðbótin við leikinn og gef- ur notendum að sögn mun meiri möguleika en upphaflega útgáfan. „Þetta er upphafið að mörgu góðu sem á eftir að bætast við Eve,“ sagði Magnús Bergsson, markaðs- stjóri CCP, í tilkynningu um samn- inginn. ■ STÖÐUVEITING Forsætisráðuneytið boðaði engan umsækjanda um stöðu umboðsmanns barna í viðtal heldur réði Ingibjörgu Rafnar hæstaréttarlögmann einungis þremur dögum eftir að umsóknar- fresturinn rann út. Nokkrir um- sækjendanna hyggjast óska eftir rökstuðningi ráðuneytisins. Umsóknarfrestur um starf um- boðsmanns barna rann út 29. nóv- ember. Að sögn Steingríms Ólafs- sonar, upplýsingafulltrúa forsæt- isráðuneytisins, bárust hins vegar flestar umsóknirnar talsvert fyrr þannig að starfsfólki ráðuneytis- ins gafst tóm til að fara vandlega yfir þær. Á grundvelli þeirrar vinnu skipaði forsætisráðherra í stöðuna og því var ekki talið nauð- synlegt að boða fólk í viðtöl. Meðal umsækjenda sem ætla að óska eftir rökstuðningi ráðu- neytisins eru Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu og Jón Björnsson, frkvstj. fjöl- skyldu- og þróunarsviðs Reykja- víkur. Jón skilaði umsókn sinni fá- einum klukkustundum áður en umsóknarfresturinn rann út og var hún 25 blaðsíður að lengd. „Mér finnst þetta dálítið sérkenni- legt að það þurfi ekki að tala við neinn, það er að minnsta kosti ekki mjög traustvekjandi aðferð,“ sagði hann í gær. Blaðið hefur heimildir fyrir því að fleiri um- sækjendur hafi skilað sinni um- sókn örstuttu fyrir skilafrestinn. Ingibjörg tekur við starfi sínu þann 1. janúar næstkomandi. - shg Embætti umboðsmanns barna: Umsækjendur ekki boðaðir í viðtal 18 dagar til jóla Opið 10-18.30 í dag Íbúðalánasjóður: Í samstarf við sparisjóðina ÍBÚÐALÁN Íbúðalánasjóður hefur tekið upp samstarf við sparisjóð- ina um fjármögnun íbúðarhús- næðis. Auk þess munu sparisjóð- irnir aðstoða viðskiptavini Íbúða- lánasjóðs við gerð greiðslumats en frá og með deginum í dag er hægt að vinna slíkt mat á heima- síðu sjóðsins. Samstarfið felur í sér að spari- sjóðirnir og Íbúðalánasjóður munu bjóða öllum íbúðarkaupend- um lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eign- ar. Að sögn Halls Magnússonar, sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði, eru aðrir bankar velkomnir í slíka samvinnu en þeir verða þó að ganga að skilyrðum sjóðsins. Sjá síðu 4 EVE-NETLEIKURINN Ein persónanna í net- leiknum Eve Online.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.