Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Jæja Nú eru peningarnir farnar aðvaxa á trjánum aftur á Ís- landi. „Offramboð af peningum,“ sagði hagfræðingur í samtali við eitthvert dagblaðið í vikunni og maður sér hreinlega fyrir sér að einhvers staðar liggi hrúga af pen- ingaseðlum og klinki, kannski í einhverjum tanki einhvers staðar, eins og hjá Jóakim frænda. Nú er bara spurning um að koma þessum peningum einhvern veginn í gagnið. JÚ JÚ. Það er vissulega mjög ánægjulegt vandamál, að það sé of mikið af peningum, ef satt er. Maður finnur líka peningalyktina. Alls staðar eru framkvæmdir. Byggingar rísa út um allt. Heil borg í Grafarholti. Bryggjuhverfi í Garðabæ. Og þá er bara að auka hjónaskilnaði til þess að fylla upp í allar þessar íbúðir. Skipta liði. Ég sé ekki aðra leið. Nema auðvitað Íslendingar séu fleiri en þeir segj- ast vera, sem er reyndar dálítið sem mig hefur lengi grunað en aldrei fengið staðfest. Ég held við séum í raun og veru milljón. SEI SEI JÁ. Að minnsta kosti er engu líkara en við séum milljón þegar maður lítur líka á allar gatnaframkvæmdirnar sem nú standa yfir. Maður kemst ekki í sund lengur án þess að taka ótal hjáleiðir vegna malbikunar á stétt- um. Hljómar eins og martröð, en ég var hálftíma að komast út úr Hafnarfirði í gær vegna einhverra framkvæmda við Reykjanesbraut. Þýskur félagi minn varð forviða á þessu öllu um daginn. Hló eins og geðsjúklingur. Engu líkara en Ísland sé í endurbyggingu, sagði hann. Gott ef þetta minnti hann ekki á Austur-Berlín eftir samein- inguna við vestrið. ÞAÐ HELD ég nú. Góðæri, taka tvö. Búið að opna Rex aftur og menn geta farið að draga fram jakkafötin sín og brokkað niður eftir til þess að tékka á því hvort vindlarnir séu þar ennþá, sem þeir skildu eftir í lok síðustu upp- sveiflu. Líklega eru þeir orðnir þurrir, en hva. Það má púa þá. Og horfa á þá brenna. Og brenna. En núna á einungis 4,4 prósent vöxt- um, sem er mun betra en síðast. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR 56 (48) Bak 26.8.2004 22:30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.