Tíminn - 13.09.1973, Side 7
Danskur athafnamaður
sem flytur inn bein og
selur út um allan heim
OLE BRO NIELSEN, sem er :t7
ára, rckur einkennilegt fyrirtæki i
Arósum i Danmörku. Ilann selur
nefnilega ekta hauskúpur og
beinagrindur út um allan heim.
Nokkrum sinnum á ári koma til
hans stórar sendingar frá Ind-
landi. Kassarnir eru settir inn i
geymsluna, og svo byrja Nielsen
og aðstoðarmenn hans hið mikla
þolinmæðisverk, aö raða saman
beinunum, sem oft hafa farið úr
skorðum á hinu langa ferðalagi.
Sfðustu 10 árin hefur hann selt
um 10.000 hauskúpur og 200
beinagrindur — allt saman raun-
veruleg mannabein. Engar
gipsafsteypur. Viðskiptavinir
hans eru fyrst og fremst háskólar
I Evrópu og svipaðar stofnanir,
en hann hefur einnig viðskipti við
menn i Astraliu.
— Fátækt og neyð hinna
vanþróuðu landa er ástæðan fyrir
þvi að hægt er að anna eftirspurn
hinna vestrænu landa eftir
mannaleifum, segir hann. — 1
Evrópu og Ameriku eru beina-
grindur næstum ofáanlegar.
Ole Bro Nielsen veit ekki
hvernig fyrsti hlekkur i þessum
viðskiptum fær beinin. Stundum
hvarflar það að honum, að ein-
hver þessara beina séu til hans
komin vegna einhverra glæpa. En
það er ekki hans mál, segir hann.
—- Ég sel þau bara.
Ekki eru beinin alltaf tilbúin til
notkunar, er hann fær þau. —
Samkvæmt samningunum eiga
beinin að vera algjörlega hrein,
þegar þau koma til min, en þvi fer
fjarri að svo sé alltaf, segir Niel-
sen. — Við verðum oft að byrja á
að hreinsa af þeim kjöttægjurnar,
og er það gert i sérstakri
jpplausn. Við það drepast
bakteriurnar og beini verða
einnig hvit, eins og viðskipta-
vinirnir vilja gjarnan hafa þau.
— Samvizkubit?
— Alls ekki. Svo vel er farið meö
beinin hér, að það fólkrsem þau
voru einu sinni hluti af, hafa
áreiðanlega aldrei fengið eins
góða aðhlynningu meðan það var
á lifi.
— 1 hvaða stærðum eru þær til?
— Allt frá nýfæddum til gamal-
menna, frá dvergum til risa.
Verðið? Fyrsta flokks hauskúpa
kostar um 10.000 isl. kr., en vanti
t.d. eina tönn,er hún um 2-3 þús.
kr. ódýrari. Hauskúpa af fimm
ára gömlu barni, þar sem hægt er
aö sjá bæði barna- og fullorðins-
tennur, kostar um 15.000 kr.
Dýrust er beinagrind af barni, en
hún kostar um 45.000 kr.
Þýtt og endursagt - hs-