Tíminn - 13.09.1973, Side 12
12
TÍMINN
Fimmtudagur 13. september 1973
mHHWIUIHi
BÆKUR VOR
OG HAUST
Nú liður að þeirri tið er bókaút-
gefendur draga fram vöru sina
með öllum þeim umsvifum sem
þeim atvinnurekstri heyra til..
„Bókaflóðið” er löngu orðinn
næsta gildur þáttur i menningar-
ltfinu, sem svo er kallað: nafnið
eitt bendir til að menn liti á þessa
útgáfuhætti likt og náttúruham-
farir, sem ekki verði við spornað.
bó er mála sannast, að þessari
tilhögun má auðveldlega breyta,
og henni verður að breyta.
Reyndar hafa menn þrásinnis að
þvi vikið hver óhollusta fylgi
bókamokstrinum siðustu mánuði
ársins, og þarf ekki mikla skarp-
skyggni til að koma auga á það:
hroðvirkni, subbuháttur i frá-
gangi innst sem yzt, að ógleymdu
þvi forheimskandi auglýsinga-
skrumi, sem haft er i frammi. A
þaö má einnig drepa, þótt minna
máli skipti, hvaða óhagræöi þessi
háttur veldur mönnum, sem tak-
ast á hendur að rita um bækur i
dagblöðin, þvi að jafnan er knúð á
þá að láta ekki undan falla að
birta umsagnir sinar áður en
jólakauptið er úti. begar svo er i
pottinn búið er hætt við að góðar
bækur fari beinlinis i kaf, ef aðil-
ar sem að þeim standa leggja
minna kapp á skrum um vöru
sina en vöndugleika i starfi.
Reyndar er mála sannast um
meginþorra islenzkrar bókaút-
gáfu, að i sjálfu sér má einu gilda
hvort eða hvenær er til hennar
stofnað. A hinn bóginn gegnir
furðu, aö sómakærir útgefendur
fái sig til aö etja kappi við allt það
fánýti, sem prentað er i við-
hafnarútgáfum og auglýst með
brauki og bramli á ári hverju.
beir sem að þessum at-
vinnurekstri standa eru raunar
aö eigin sögn ævinlega á nástrái,
og kemur mönnum þvi nokkuð
spánskt fyrir sjónir að þeir skuli
þrífast jafn vel og veltan sýnir.
Auk heldur geta þessir aöilar slit-
iö sig úr viðjum jólasölunnar, eins
og útgáfa kynlifsfræða Arnar og
Orlygs ber vott um: starfsemi af
þvi tagi á væntanlega framtið i
landinu.
Hvað sem þessu liður ætti það
fortakslaust að reynast þeim
útgefendum til hagsbóta er telja
sig rækja menningarlegt hlut-
verk, að dreifa bókum sinum á
allt árið.
Góöar bækur seljast jafnt
ogþétt: ruslið lifir á hinn bóginn
aðeins eina jólaös og er siðan
gleymt og grafið. — Mál og
menning virðist leggja mest kapp
á að dreifa sinni útgáfu. Almenna
bókafélagið mætti hins vegar
huga betur að þvi en einatt á
seinni árum: upp á siðkastið hef-
ur drýgstur hluti útgáfu þess mið-
ast við jólamarkaö. Helgafell hef-
ur sömuleiöis einskorðað sig aö
heita má við þann markað.
Kynlegast er þó aö sjálft rikisfor-
lagið, Menningarsjóður, skuli
vart gefa út bækur nema i desem-
ber. Um bókaval þess forlags
mætti margt segja, en einkenni-
legt safn hefur þar einatt verið
látið á markað, allt frá skáldsög-
um bórunnar Elfu til klassiskra
meistaraverka og fræðirita. Og
geti nokkurt forlag aö marki rofið
vitahring jólamarkaðarins er það
Menningarsjóður, ef hann sýnir
af sér einhverja framtakssemi
Svo er að sjá af grein fram-
kvæmdastjóra forlagsins, Gils
Guðmundssonar, i Samvinnunni
og Andvara i fyrra, að nú eigi loks
að marka útgáfunni fastari stefnu
en fylgt hafi verið til þessa. Guð
láti gott á vita.
Að þessu sinni hafa að likindum
komiö út fleiri bækur fyrri hl.
árs, en oft áður. Skal nú drepið á
það helzta.
Fyrst er að telja þrjár nýjar
frumsamdar ljóðabækur, sem
allar hefur veriö fjallað um hér i
blaðinu: Ný bók Jóns Óskars, bú
sem hlustar (Almenna bókafélag-
iö), fyrsta ljóðasafn Njarðar P.
Njarðvik, Lestin til Lundar (Ið-
unn); og loks þriðja ljóðabók
Baldurs óskarssonar, Gestastofa
(Heimskringla). Siðastnefnt for-
lag gaf ennfremur út fyrstu bók
ungs ljóðasmiðs, Péturs
Gunnarssonar. — Ljóðabækur eru
raunar þau rit, sem sizt ættu að
vera háð jólamarkaði . og mætti
gera mun meira að þvi að dreifa
úgáfu þeirra. Og engan veginn
virðist það spilla fyrir nýjum
skáldsögum að þær séu settar á
markað á útmánuðum: það
sannaðist á Hreiðrinu eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson, sem kom á
vegum Heimskringlu i fyrra.
Mál og menning hóf fyrir
nokkrum árum útgáfu pappirs-
kilja, sem einkum hafa verið
helgaðar sósialiskri hugmynda-
fræöi, eins og vænta má. t þeim
flokki kom i vor bók austurrisks
listfræðings og marxista, Ernst
Fischers, sem nefnist Um list-
þörfina. Almenna bókafélagið
hefur nú svarað þessu framtaki
og hrundið af stokkunum sams
konar bókaflokki, sem væntan-
lega á að boða borgaralega hug-
myndafræði og hægri pólitik.
Onnur tveggja bóka sem út komu
I vor var þýtt rit um kúgun Sovét-
manna á Eistlendingum. Fylgdi
henni nokkurt hnútukast milli
bjóðviljans og Morgunblaðsins,
— og fer jafnan svo að grunnt
reynist á hugsunarhætti kalda
striðsins.
Ein þýdd skáldsaga kom I vor á
vegum Almenna bókafélagsins:
Manillareipið eftir finnska höf-
undinn Veijo Meri (það er ekki sú
saga, sem færði honum bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs á næstliðnum vetri). Vist er
þarflegt að kynna Islenzkum
lesendum þá höfunda, sem
fremstir teljast með norrænum
þjóðum nú um stundir. En undir-
rituðum virðist hér hvorki á ferö
ýkja skemmtilegt né frumlegt
skáldverk, — og þýðingin engan
veginn þannig af hendi leyst að
boðlegt geti talizt.
A siðustu árum hefur Mál og
menning unnið mjög að endurút-
gáfum, bæði skáldverka og fræði-
rita. Bækur bórbergs bórðarson-
ar renna nú út jafnt og þétt, og er
ánægjulegt hversu tendrast hefur
nýr áhugi á verkum hans i seinni
tið. Sama forlag sendir frá sér
heilarútgáfu á ljóðum Jóhannes-
ar úr Kötlum: fjögur bindi eru
komin út, tvær bækur i hverju.
Slfk útgáfa skal sizt vanþökkuð:
en þarflegra hefði verið að efna
fyrst til bókar, sem hefði að
geyma gott úrval úr ljóðum
Jóhannesar. Heildarsöfn i mörg-
um bindum geta orðið torveld
yfirferðar, auk þess sem þau
kosta ærið fé; og mikilvirkum og
mistækum ljóðskáldum er meiri
greiði gerður með rýmilegu
úrvali. Lestur þess gæti svo kom-
iðlesendum á bragðiðog örvað þá
til að kynna sér feril höfundarins
I heild. Hér kemur Davið Stefáns-
son óðar i huga manns: brýn þörf
er nú orðin á góðu úrvali eða
sýnisbók af ijóðum hans.
Almenna bókafélagið vinnur að
nýrri útgáfu á skáldsögum Gunn-
ars Gunnarssonar. Fjórar bækur
eru nú komnar út: Svartfugl,
Vikivaki, Heiðaharmur og siðast i
vor Saga Borgarættarinnar. Vert
væri að gera rækilegan texta-
samanburð á sögum Gunnars.
Margar þeirra liggja nú fyrir i
þrem gerðum: dönskum frum-
texta, islenzkri þýðingu annars
höfundar, — og loks i gerð
höfundar sjálfs á móðurmáli sinu.
En vafasamt verður að teljast,
að islenzk umritun skáldsins geti
skákað snjöllum og alkunnum
þýðingum eins og þeim sem
Halldór Laxness og Magnús As-
geirsson hafa gert.
Enn er ótalinn merkasti við-
burður islenzkrar bókaútgáfu,
það sem af er árinu, — og raunar
ósýnt að önnur meiri tiðindi gerist
á haustvertið. Siðara bindi rits
Björns Th. Björnssonar, tslenzk
myndlist á 19. og 20. öld, kom loks
i vor að liðnum niu árum frá þvi
fyrri hlutinn birtist. Sá helmingur
sögunnar náði fram um 1930, en
siðari hlutinn tekur til lista-
dóttur og Svavar Guðnason. Sög-
unni sleppir þegar sú kynslóö
myndlistarmanna kemur til
skjalanna sem kennd er viö hina
annáluöu septembersýningu
1947.
Frumkvæöi aö þessu stórvirki
átti Ragnar Jónsson forstjóri
Helgafells, og gaf hann. ritiö
Alþýöusambandi tslands. betta
er þvi ávöxtur stórmannlegrar
framtakssemi þess menningar-
frömuðar, sem einna dýpst spor
hefur markað I listalifi samtiðar-
innar. — Myndlistarsagan er
framar öllu brautryðjandaverk
sem seint verður ofmetiö, — og
glæsilegt rit á marga grein. Um
islenzka mynslist og listamenn
hefur varla neitt verið ritað fyrr
að gagni, og gildi ritsins er eink-
um fólgið I þeirri yfirsýn sem það
veitirum ókannað land. „betta er
fyrsta tilraunin til sögulegs yfir-
lits Islenzkrar myndlistar”, segir
höfundur i formála verksins, „og
sem öll frumsmið önnur mun hún
standa til margvislegra bóta.
Ályktanir minar og listrænt mat
hlýt ég að leggja undir dóm tim-
ans”.
Söguskoðun Björns Th. Björns-
sonar er að sinu leyti hliðstæð
þeirri sem mótar bókmenntasögu
Kristins E. Andréssonar, — og
hér er fjallað um sáma timabil og
þar er frá sagt. Björn leggur
megináherzlu á að sýna fram-
vindu myndlistar i landinu i ljósi
þjóðfélagshræringa og stétta-
baráttu aldarinnar. Félagsleg
skoðun listar er nú mjög á dag-
skrá, — og hún er vitanlega óhjá-
kvæmileg að sinu leyti. A hinn
bóginn er hætt við að hún setji
hinu listræna mati of þröngar
skorður. Dómar höfundarins um
suma listamenn, einkum þá, sem
hann telur striða gegn straumi
aldar i list sinni, geta orkað
tvimælis; það liggur raunar i
hlutarins eðli. En slik matsatriði
skipta næsta litlu máli þegar litið
er til þess hver fengur er að riti
Björns Th. Björnssonar. Söguleg
yfirsýn hans og ýmsar næmlegar
skýringar á einstökum verkum
gera bókina hugtækan lestur.
Ritháttur Björns, skrúðmikill og
hátiðlegur, fellur mönnum visast
misvel i gerð. En hann er á sinn
hátt sniðfastur og öldungis
persónulegur: og setji menn ekki
útflúr stilsins fyrir sig munu þeir
hafa margháttaðan ávinning af
leiösögn höfundarins.
Svo einkennilega hefur brugðið
við að nærri órofa þögn hefur rikt
um þetta mikla ritverk frá út-
komu þess i vor. Hið eina, sem
mun hafa birzt um bókina á
prenti, er smágrein i Visi eftir
bókmenntagagnrýnanda blaðs-
ins. Hvaö dvelur myndlistar-
gagnrýnendur? (Við þetta blað
starfar reyndar enginn slikur
gagnrýnandi). Furðulegt má
heita að þeir menn, sem fjalla á
prenti um nánast hverja mál-
verk-asýningu, skuli þegja þunnu
hljóöi um fyrsta yfirlit myndlist-
ar á tslandi á aldarskeiöi. Hvað
veldur þessu? Vera kann að þögn-
in um bókina sé aðeins dæmi þess
hversu þekking og skilningur á
myndlist er skammt á veg komiö
meö þjóðinni.
En nú er aö biöa þess, sem
næstu mánuðir skola á fjörur les-
andi manna i landinu. Sitthvað
forvitnilegt er á döfinni, að þvi er
ætla má. Fitjað hefur veriö upp á
nýjungum i útgáfu fræöirita, og
má til viöbótar við það sem áður
var taliö minna á Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins, sem aö
likindum verður þarflegur bóka-
flokkur. Ennfremur kann að
mega binda vonir við nýjan flokk
þýðinga á klassiskum skáldrit-
um, sem Menningarsjóöur hefur
sett á laggirnar. Og á næsta ári er
þess að vænta aö sjáist til Is-
landssögunnar miklu, sem hópur
manna vinnur nú að á vegum
þjóöhátiðarnefndar. Viö hljótum
aö vona i lengstu lög aö ekki fari
um þá framkvæmd eins og
hátiöarljóðið góða sem aldrei var
ort, — þrátt fyrir viðleitni hálfs
fjórða tugar skáldmenna.
Gunnar Stefánsson.
Fulbright-styrk-
ir árið 1972-73
SAMKVÆMT upplýsingum
menntastofnunar Bandarikjanna
á tslandi (Fulbright-stofnunar-
innar) hlutu eftirtaldir tslending-
ar styrki til náms i Bandarikjun-
um á vegum stofnunarinnar
skóiaárið 1972-73:
Andrés Arnalds i landbúnaðar-
fræðum.
Bergþór Konráðsson i viðskipta-
fræði.
Egill Halldórsson i bókasafns-
fræði.
Guðmundur Vigfússon i
stærðfræði.
Guðný Sveinsdóttir i efnaverk-
fræði.
Marianna Alexandersdóttir i
fiskifræði.
Ragnheiður Isaksdóttir i við-
skiptafræöi.
Sveinn borgrimsson i jarðfræði.
bórólfur bórlindsson i félags-
fræði og
borsteinn Karlsson i matvæla-
fræði.
Sama skólaár hlutu tveir
Bandarikjamenn styrki til náms i
islenzkum fræðum við Háskóla
íslands þeir Dennis A. Hill og
Fritz Heinemann. Auk þess kost-
aði stofnunin dvöl prófessors
Williams P. Nagel hér á landi, en
hann starfaði sem gistiprófessor i
vistfræði við liffræðiskor
raunvisindadeildar Háskóla Is-
lands.
Frá undirritun samningsins um
námsmannaskipti milli Islands
og Bandarikjanna, hinn 13. febrú-
ar 1964, hafa 255 Islendingar og 58
Bandarikjamenn hlotið ýmiss
konar styrki fyrir milligöngu
stofnunarinnar. I dag eru
sambærilegar menntastofnanir
starfandi i 50 löndum viðsvegar
um heim.
Hafnarf jörður
Skorað er á þá gjaldendur, sem skulda
fasteignagjöld og gangstéttagjöld að gera
skil nú þegar.
Innheimta Hafnarfjarðarbæjar.
Bændur - Stáltunnur
Höfum til sölu nokkuð magn af
stáltunnum með smelltu loki.
Tunnurnar eru um 175 litrar. Hreinar og
þvi heppilegar undir fóðurblöndu og
fleira.
Borgarplast h/f
Borgarnesi, simi 93-7370.
Mælingamcður
Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir að
ráða nú þegar mælingamann á Tæknideild
bæjarins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
undirritaður eða bæjartæknifræðingur.
Umsóknum sé skilað til undirritaðs i
siðasta lagi, mánudaginn 24. þ.m.
Bæjarstjórinn i Keflavik.