Tíminn - 13.09.1973, Side 14

Tíminn - 13.09.1973, Side 14
14 TÍMINN’ Fimmtudagur 13. september 1973 ekki i vafa um aö hann vildi Leenie fyrir lifstið. Leenie var heldur ekki i vafa um að það var Steve, sem hún vildi. begar hann heimsötti hana og hún gaf honum að borða, sleppti hún sterka kryddinu hans vegna. Þegar þau voru ein, var hann vanur að gripa um hönd hennar undir borðinu. Nú dró hún hana ekki að sér lengur. — Ég elska þig, sagði hann viö hana. Hún svaraði á Vietnömsku: — Em yeu anh. Þegar hann endur- tók það flissaði hún. — Nei, þaö segir stúlkan. Hann segir: Ahn yeu em. Hann talaði um að hún færi með honum til Bandarikjanna. Þó að hún samþykkti það, spurði hún. — En ég er fátæk, hvað heldurðu að fólk segi um mig? — Treystu mér, svaraði hann. — Ég þekki Cam Lo og ég þekki Bandarikin. Ég veit, að þér mun liða vel þar. Leenie treysti Steve, en samt var hún óróleg. — Þegar þú talar um Ameriku, sagði hún. — Af hverju minnistu þá aldrei á stóra steininn? — Hvaða stóra stein? — Stóra steininn, þú veizt, svar- aði hún. Allir i Cam Lo vita um hann. Þegar maður i Ameriku elskar ekki lengur konuna sina, fer hann með hana að stóra stein- inum og skilur hana þar eftir. Fyrst hló Steve. En Leenie hélt fast við þetta. Hann reyndi að grafast fyrir um uppruna sögunn- ar, en það reyndist árangurs- laust. Hún hélt áfram að tala um steininn og loks reiddist Steve. — Þú treystir mér, sagði hann — en ekki nóg. Snemma sumars 1970 komu bandariskir herlögreglumenn og hópur manna frá lögreglunni i Saigon til að rannsaka þorpið, þvi heyrzt hafði, að þar væru falin fiknilyf. Þegar þeir komu, faldi Leenie Steve og hafði auga með lögreglunni, sem smátt og smátt fann nokkra hermenn i húsunum, handjárnaði þá og ók með þá brott. Hún skalf við tilhugsunina um að svona færi fyrir Steve og þegar kom fram á nóttina, tókst henni að hjálpa honum að flýja út úr þorpinu. Upp frá þessu var vörður efidur við stöðina og það varð of hættulegt fyrir hann að heimsækja hana þessar fáu vikur, sem hann átti eftir i Vietnam. Rétt áður en hann átti að fara heim, tókst Leenie að komast upp i bil, sem flutti verkamenn til stöðvarinnar daglega, þannig að hún gæti kvatt Steve. — Ég er hrædd við það, sagði hún — en ég ætla að koma til þin i Ameriku. Þegar Steve var kominn aftur heim til New York, fór hann að vinna i banka og gekk i kvöld- skóla i viðskiptafræðum. Hafi for- eldrarnir verið eitthvað i vafa um ást hans á stúlkunni var sá vafi nú úr sögunni. Hann fór aldrei út nema til vinnu og i skól- ann og það var ómögulegt að draga hann á neina skemmtun. Hann sparaði hvern eyri sem hann gat án verið. Mánuðir liðu meðan gengið var frá ýmsum skjölum. Leenie barð- ist við skrifstofukerfið i Vietnam og Steve i Bandarikjunum. Hann skrifaði henni næstum daglega og beið óþolinmóður eftir bréfum hennar á morgnana. — Ég er svo hrædd um að ég geti ekki talað nógu góða ensku, þegar ég kem heim til þin, skrif- aðihún. —Enginn mun skilja mig og ég mun sakna Vietnam. Ég vil koma, en stundum held ég að það verði ekki svo gott fyrir mig. En mig langar svo til þin.... Um haustið lézt móðir Leenie i Da Nang. Um veturinn fór Leenie margar ferðir milli Cam Lo og Saigon til að ganga frá skjölum Tryggð Steves hafði mikil áhrif á yfirvöldin og henni gekk fremur vel að fá nauðsynlega pappira, en það var þó ekki fyrr en um vorið, sem þvi var lokið. Þá hófst ný sókn i styrjöldinni. Þrátt fyrir mótmæli Leenie, ákvað faðir hennar að hún skyldi fara suður á bóginn og skilja hann eftir. Hann sagði, að það væri allt of hættu- legt fyrir unga stúlku að vera þarna. Hann hafði keypt nokkur gullarmbönd fyrir peningana, sem hún vann sér inn með verzluninni við herinn. Nú afhenti hann henni þau og sagði að þetta væri brúðkaupsgjöfin. Hann sagði henni að selja þau, ef hún þarfnaðist peninga. Leenie- flýði fyrst til Hue, en siðan lengra suður, eftir þvi sem sóknin harðnaði. Bardagarnir stöðvuðu allar póstsendingar i þessum hluta landsins og þegar ekkert bréf kom frá Steve, varð Leenie niðurdregin og sannfærði sjálfa sig um að ástæðan væri önnur. Hún ákvað að skrifa ekki heldur, af þvi „konu” Steves myndi kannske ekki lika það. Hún þráði Steve svo, að hún hætti að hugsa um heilsu sina og veiktist. í hitasóttinni sá hún móður sina og Stevé koma til sin. Hárið datt af henni og eftir að hún hresstist, var það stökkt og tjásulegt. En þó að bréfin hættu að koma til Steve, hélt hahn áfram að skrifa. Hann las áhuggufullur um aðgerðirnar og vissi að Cam Lo var hættulega nálægt vigstöðvun- um, en það var svo litið, að þess yrði aldrei getið i fréttum. Steve og móðir hans skrifuðu þing- mönnum og blaðamönnum, ef þeir gætu komizt að þvi, hvað hefði orðið um Leenie. Þegar þrir mánuðir liðu, án þess fréttist af henni, gat Steve ekki beðið lengur. Hann ákvað að ef hún ætti að finnast, yrði hann að gera það sjálfur. Hann tók peningana, sem hann hafði spar- að til heimilisins og flaug til Viet- nam, ákveðinn að vera þar þar til hann fyndi Leenie. Hann kom til Saigon i gömlu verkamannabuxunum, sem Leenie hafði saumað á hann. Hann vonaði að þó að fólk gæti ekki talað mál hans, myndi það að minnsta kosti þekkja klæðnað- inn sem vinar. Eitt hinna banda- risku blaða, sem hann hafði skrif- að i von um aðstoð, hafði útvegað honum blaðamannaskirteini til að hann kæmist gegn um vegar- tálma. Auk þess hafði það sent með honum ljósmyndara. Frænka Leenie gat sagt Steve, að eitthvað af flóttafólki frá Cam Lo hefði setzt að i búðum við Da Nang og þá fór hann þangað. Allan fyrsta daginn sem Steve leitaði, fylgdi honum herskari af blaðamönnum og ljósmyndurum frá bandariskum og vietnömsk- um blöðum. Gengið var frá fjöl- skyldu til fjölskyldu, en enginn vissi um Leenie. Daginn eftir heimsóttu þeir aðrar búðir og þar bjuggu upp undir tuttugu manns i bröggum, sem eitt sinn hýstu sex hermenn. Þetta virtist vonlaust, en skyndi- lega stóð Steve augliti til auglitis við ungan pilt frá Cam Lo, sem hann þekkti. — Leenie? spurði Steve. — Er hún hér? Pilturinn hristi höfuðið, en brosti svo. — Ég veit hvar hún er. Hún býr með vinum sinum i húsi hérna ekki mjög langt frá. — Biddu.. Siðan steig hann á bak hjóli og var horfinn. Tveimur stundum siðar kom pilturinn aftur og þá sat Leenie fyrir aftan hann á hjólinu. Það var næstum heilt ár siðan þau höfðu kvaðzt, og Steve dauðlang- aði til að taka hana i fangið. En slikt þótti ekki góður siður þarna og ekkert varð úr aðgerðum. Hjarta Leenie barðist ótt er hún sá Steve, en svo komu ljós- myndararnir yfir þau og Leenie varð alveg rugluð yfir öllu þessu spyrjandi fólki. Jafnvel siöar, þegar Leenie og Steve urðu ein, var hún undarlega feimin við hann. Það tók hana nokkra daga að venjast þeirri hugsun, að hann væri ekki kvænt- ur og að hann elskaði hana enn. Óttinn við að yfirgefa Vietnam kom nú aftur og enn sterkari. En Steve tókst að fá siðustu pappir- ana og þá hætti hún að vera hrædd. Fyrst Steve gat ekki beðið föður hennar formlega um hönd hennar, talaði hann við bróður hennar. — Þjóðfrelsisfylkingin hefur tekið Cam Lo og ég get ekki hitt pabba, sagði Leenie við bróður sinn. — Þess vegna vil ég fara til Bandarikjanna og reyna að gera Steve hamingjusaman. — Ég átti tvær systur, svaraði bróðirinn. — Ef þú ferð, á ég bara eina. Leenie vissi, að ef hann bannaði henni að fara, yrði hún að hlýða. Þau grétu bæði, en svo sagði bróðirinn: — Ég þekki Steve og ég treysti honum. Meðan Steve beið fyrir utan, ætlaði Leenie að gefa bróður sin- um gullarmböndin. — Nei, hafðu þau, sagði hann — Þegar Steve er hættur að elska þig, þá geturðu selt þau og komið heim aftur. Endirinn varð sá, að Leenie skildi þau eftir á borðinu hjá bróðurn- um, sem hún sæi ef til vill aldrei aftur. Skömmu siðar yfirgáfu Steve og Leenie S-Vietnam og flugu til Bandarikjanna. Þegar þau komu til New York, umkringd fjöl- skyldu Steves, brosti Leenie til ljósmyndaranna, en bara litið og henni létti, þegar þau fóru heim. Til að gefa henni tækifæri til að öðlast sjálfstraust, var brúðkaup- inu frestað i þrjá mánuði. — Það ætti að vera nógur timi til að þú komist að þvi hvort þér getur liðið vel hérna, sagði Steve — en leng- ur get ég ekki beðið. Leenie var ekki vön þvi að fólk væri sifellt að faðmast og kyssast á vangann, eins og meðlimir Menta-fjölskyldunnar. 1 fyrstu skelfdi þetta hana, en hún vandist þvi. —Þau eru góð, sagði hún,— Þeim þykir vænt hvoru um ann- að. Þegar móðir Steves sagði, að þau væru hennar fjölskylda lika, var hún þakklát fyrir þau orð, en jafnframt döpur við tilhugsunina um sitt fólk i Vietnam. Hún tók að kalla foreldra Steves pabba og mömmu og á heimili þeirra tók hár hennar aft- ur að vaxa og varð þykkt og gljá- andi eins og áöur. Grace Menta sagði henni að borða og borða. Leenie komst að þvi að það var ekkert erfiðara að borða með hnifapörum en prjónum og þrátt fyrir ólikt mataræði, fitnaði hún töluvert, en hún hafði verið orðin nánast grindhoruð. Leenie og Steve giftu sig i New York 9. október 1972. Blaðamenn og ljósmyndarar fjölmenntu utan við kirkjuna, en fengu ekki að fara inn. 1 samræmi við siði i Vietnam, sem ekki leyfa fólki að sýna tilfinningar sinar opinber- lega, var brúðarkossinum sleppt. t samræmi við siöi beggja landa var Leenie klædd bæði siðbuxum og hvitum brúðarkjól með slöri. Hún var i hvitum siðum silkibux- um innan undir kjólnum. Það að búa i eigin ibúð hefur gefið henni nýtt sjálfsöryggi. Nú er lengra á milli heimþráarkasta hennar, þó að auðvitað sakni hún alltaf ættlands sins. Hún hefur miklar áhyggjur af föður sinum, sem nú er einn á bak við viglinu óvinanna. Meðan Steve er i vinnunni, hugsar Leenie um litlu ibúðina, lærir ensku og matreiðslu hjá tengdamóður sinni. Vikulega læt- ur hún tengdaföður sinn hafa inn- kaupalista og þá fer hann i austurlenzkar verzlanir og kaupir inn svo að hún geti eldað viet- namskan mat. Minningarnar um Cam Lo, sem Steve og Leenie eiga ein, hafa tengt þau sterkum böndum. Ef hana langar aftur heim i græna dalinn, þá langar hann þangað lika. Þau tala timunum saman um fallegu fjöllin og friðsælu ána. Steve hefur lofað að þau skuli einhverntima aftur sjá Vietnam. Hann talar lika um að vinna sig upp i bankanum, þannig að hann fái kannske stöðu i útibúi i Viet- nam. Ef til vill komast þau að þvi einhverntima, að Cam Lo þorpið, sem þau eiga svo margar fagrar minningar um, er ekki lengur til. En það er og verður ávallt til i hjörtum þeirra. (Þýtt sb) Nýr myndalisti Biðjið um nýja myndlistann okkar yfir sófasettin, borðstofuhúsgögnin og svefn- herbergissettin. Hringið i sima 22900 eða 21030 eða skrifið til landsþjónustudeildar okkar. Demparar i fiestar gerðir evrópskra bila. J3LOSSI Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.